Hlusta

101 Frétt­ir: Ari­ana Grande í skemmti­staðasleik

13. febrúar - 15:09

101 Fréttir

101 Festival um helgina

101 Festival verður haldið í fyrsta sinn í Austurbæ um helgina. Frábærir listamenn munu stíga á stokk; Auður, Bríet, Floni, Vök, Yamaho, Gróa og 101 Boys. Við lofum að sjálfsögðu frábæru partýi.

Kyrkislöngur í Laugardalnum

Umhverfisstofnun hefur gefið leyfi fyrir innflutningi fimm kyrkislanga í Fjölskyldu og húsdýrarðinn í Laugardalnum. Uppruni slanganna er í Vestur-Afríku en hún gæti ekki lifað af við íslenskar aðstæður ef til þess kæmi, þar sem hún þarf að búa við að minnsta kosti 21 stiga hita og 50% raka.

Prikið orðið vegan

Veitingastaðurinn B12 á Prikinu var tilraunaverkefni á Veganúar en vegna mikilla vinsælda mun B12 halda áfram og er því Prikið, elsta kaffihús Reykjavíkur, orðið alveg vegan veitingastaður.

Ariana Grande í skemmtistaðasleik

Ariana Grande sást í sleik við ónefndan dularfullan mann á skemmtistað í Kaliforníu um síðustu helgi. Nú spyr dagskrárgerðarfólk Útvarps 101 hvort skemmtistaðasleikur sé hið nýja 'new wave'.

Allt þetta og margt annað í fréttum vikunnar.

101 Fréttir er í boði Nings.

101 Fréttir

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

22. febrúar - 15:00

Hófstilltur drykkju­maður en fikt­aði við gras sem ung­menni

Snorri og Bergþór Mássynir, Skoðanabræður halda áfram að gefa út vel skoðanahlaðna þætti. Viðmælandi þeirra þessa vikna er Logi Einarsson.

21. febrúar - 10:00

„Hún þarf greini­lega á hjálp að halda“

The Brogan Davison Show hefur farið út um alla Evrópu og er nú loks til sýningar á Íslandi, í Tjarnarbíói.

20. febrúar - 12:00

Frum­sýna heim­ild­ar­mynd um sörf á Ís­landi

Heiðar Logi kíkti í Tala saman og sagði frá nýjasta verkefni sínu, Chasing the Shot sem er heimildamynd um brimbrettaumhverfið á Íslandi.

19. febrúar - 15:00

Vanda­málið: Er í lagi að fólk innan vina­hóps sofi saman?

Fjöllistakonan Rebecca Lord leysti vandamál hlustenda í síðdegisþættinum Tala saman, en það getur reynst þrautinni þyngri.

19. febrúar - 14:00

Klaufa­leg­asti dauð­dagi mann­kyns­sög­unn­ar?

Nanna Kristjánsdóttir fjallar um tónskáldið Jean Baptiste Lully í nýjasta þættinum af Classic. Classic er þáttur um klassíska tónlist með óhefðbundinni nálgun fyrir byrjendur og lengra komna.

18. febrúar - 14:00

Ný plata á leið­inni og stefna á er­lendan markað

Blær og Ragga Holm eru á nýja laginu frá Daughters of Reykjavík.

sjá allt