Hlusta

101 Frétt­ir: Ari­ana Grande í skemmti­staðasleik

13. febrúar - 15:09

101 Fréttir

101 Festival um helgina

101 Festival verður haldið í fyrsta sinn í Austurbæ um helgina. Frábærir listamenn munu stíga á stokk; Auður, Bríet, Floni, Vök, Yamaho, Gróa og 101 Boys. Við lofum að sjálfsögðu frábæru partýi.

Kyrkislöngur í Laugardalnum

Umhverfisstofnun hefur gefið leyfi fyrir innflutningi fimm kyrkislanga í Fjölskyldu og húsdýrarðinn í Laugardalnum. Uppruni slanganna er í Vestur-Afríku en hún gæti ekki lifað af við íslenskar aðstæður ef til þess kæmi, þar sem hún þarf að búa við að minnsta kosti 21 stiga hita og 50% raka.

Prikið orðið vegan

Veitingastaðurinn B12 á Prikinu var tilraunaverkefni á Veganúar en vegna mikilla vinsælda mun B12 halda áfram og er því Prikið, elsta kaffihús Reykjavíkur, orðið alveg vegan veitingastaður.

Ariana Grande í skemmtistaðasleik

Ariana Grande sást í sleik við ónefndan dularfullan mann á skemmtistað í Kaliforníu um síðustu helgi. Nú spyr dagskrárgerðarfólk Útvarps 101 hvort skemmtistaðasleikur sé hið nýja 'new wave'.

Allt þetta og margt annað í fréttum vikunnar.

101 Fréttir er í boði Nings.

101 Fréttir

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

16. september - 14:30

Spenn­andi haust á Út­varpi 101

Kynning á haustdagskrá Útvarps 101.

28. ágúst - 14:00

Bibba flýg­ur: Nýr sjón­varps­þáttur úr smiðju 101

Bibba flýgur eru nýir sjónvarpsþættir úr smiðju 101 Production. Þar fylgjumst við með Birnu Maríu Másdóttur skoða afskekktari byggðir landins.

28. ágúst - 14:00

Aftur ein­hleyp, einmana og eirð­ar­laus

Grínistarnir Pálmi Freyr Hauksson og Steiney Skúladóttir hafa glatt marga hlaðvarpshlustendur með þeim fregnum að þau hyggist gefa út aðra þáttaröð af Einleyp, einmana og eirðarlaus.

1. júlí - 12:30

Reykja­vík­ur­dæt­ur: „Vildum vanda okkur meira og skapa eitt heild­ar­verk“

Í nýjasta þætti Kraftbirtingahljóms guðdómsins fær Bergþór til sín Reykjavíkurdætur og þær roastuðu kallinn smá.

29. júní - 10:00

Samdi yfir fimmtán­hundruð verk á sínum þrjá­tíu árum

Nanna Kristjánsdóttir segir frá hinum óvenjulega Schubert í nýjasta þætti Classic

22. júní - 10:45

Donna Cruz: „Hvað ætlar hvít mann­eskja að segja mér um ras­is­ma?“

Leikkonan Donna Cruz hefur átt fullt í fangi með að svara rasistum og kenna Íslendingum að vera ekki rasistar undanfarna daga. Við tókum spjall við hana um þetta allt í Tala saman.

sjá allt