Hlusta

Floni, Auður og Bríet koma fram á 101 FESTI­VAL

11. febrúar, 2020 - 13:00

Floni
Rapparinn Floni kemur fram á 101 FESTIVAL. Mynd: Vignir Daði Valtýsson.

Útvarp 101 blæs til stórtónleikanna 101 FESTIVAL í Austurbæ 15. febrúar. Þetta er í fyrsta sinn sem hátíðin er haldin og er hún komin til að vera. Það má með sanni segja að einvalalið íslenskra tónlistarmanna komi fram og ættu allir finna eitthvað við sitt hæfi.

Meðal þeirra listamanna sem koma fram á hátíðinni eru hljómsveitirnar Vök og Gróa, þeir sívinsælu Floni og Auður, Bríet og 101 Boys. Einnig kemur Yamaho fram og þeytir skífum fram eftir nóttu.

Sigríður Ólafsdóttir eða Sigga einn skipuleggjandi hátíðarinnar segir í samtali við 101.live að áherslan verði á gleðina og gott partý. „Það er náttúrulega sárasjaldan sem maður fær tækifæri á að sjá þessi bönd saman komin. Við erum með fjölbreytt og skemmtilegt lineup allt frá ungum og efnilegum hljómsveitum yfir í heitustu tónlistarmenn landsins þannig enginn ætti að vera svikinn af því að koma og skemmta sér næsta laugardag.“

Miðasala er hafin á tix.is og kostar miðinn litlar 3.990 krónur. Viðburðinn á Facebook má finna hér.

Útvarp 101 tók saman lög listamannanna sem koma fram á laugardaginn:
Stemmningin fyrir laugardeginum lofar góðu enda er line-uppið ekki af verri endanum. Hér að neðan má sjá sýnishorn frá Airwaves 2018.

Myndir: Vignir Daði Valtýsson

logi pedro

snorri astraðs

Auður

Arnar Ingi - Young Nazareth

Logi Pedro - airwaves

Magnús Jóhann

sturla atlas og auður

Johann Kristófer

Miðasala er hafin á tix.is.

Floni
Rapparinn Floni kemur fram á 101 FESTIVAL. Mynd: Vignir Daði Valtýsson.

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

10. október - 11:00

Vel­komin til 101 Producti­ons

101 Productions er framleiðslufyrirtæki sem einnig rekur útvarpsstöðina Útvarp 101. Ert þú með hugmynd? Sendu okkur línu á idea@101.live.

27. janúar - 10:30

Kapí­tal­ism­inn í sögu­legu sam­hengi

Í nýjasta þætti Heimsenda ræðir Stefán Þór við hagfræðinginn Ólaf Kjaran Árnason um kapítalisma.

24. janúar - 13:00

Heimsend­ir: Síteng­ing

Eruð þér límd við skjáinn? Er símtækið besti vinur þinn? Í nýjasta þætti Heimsenda er rætt um sítengingu og skilgreiningu hennar.

24. janúar - 12:30

Þetta full­orðna fólk er svo skrýtið

Í hlaðvarpinu „Þetta fullorðna fólk er svo skrýtið“ velta Annalísa Hermannsdóttir og Björk Guðmundsdóttir fyrir sér hegðun og hugarstarfi fullorðins fólks á heimspekilegan, sálfræðilegan en þó óvísindalegan hátt.

19. janúar - 14:40

Ein­hleyp, einmana og eirð­ar­laus: Live date

Þáttastjórnendur Einhleyp, einmana og eirðarlaus eru mætt aftur í stúdíóið að jólafríi loknu.

17. janúar - 14:30

„Hopp­andi á rúm­inu og syngj­andi í hár­burst­ann“

„Þetta er bara hreint og beint svefnherbergisdjamm, hoppandi á rúminu og syngjandi í hárburstann“ segir tónlistarkonan Salóme Katrín um lagið „The Other Side“ sem hún sendi frá sér í vikunni.

sjá allt