Hlusta

Floni, Auður og Bríet koma fram á 101 FESTI­VAL

11. febrúar - 13:00

Floni
Rapparinn Floni kemur fram á 101 FESTIVAL. Mynd: Vignir Daði Valtýsson.

Útvarp 101 blæs til stórtónleikanna 101 FESTIVAL í Austurbæ 15. febrúar. Þetta er í fyrsta sinn sem hátíðin er haldin og er hún komin til að vera. Það má með sanni segja að einvalalið íslenskra tónlistarmanna komi fram og ættu allir finna eitthvað við sitt hæfi.

Meðal þeirra listamanna sem koma fram á hátíðinni eru hljómsveitirnar Vök og Gróa, þeir sívinsælu Floni og Auður, Bríet og 101 Boys. Einnig kemur Yamaho fram og þeytir skífum fram eftir nóttu.

Sigríður Ólafsdóttir eða Sigga einn skipuleggjandi hátíðarinnar segir í samtali við 101.live að áherslan verði á gleðina og gott partý. „Það er náttúrulega sárasjaldan sem maður fær tækifæri á að sjá þessi bönd saman komin. Við erum með fjölbreytt og skemmtilegt lineup allt frá ungum og efnilegum hljómsveitum yfir í heitustu tónlistarmenn landsins þannig enginn ætti að vera svikinn af því að koma og skemmta sér næsta laugardag.“

Miðasala er hafin á tix.is og kostar miðinn litlar 3.990 krónur. Viðburðinn á Facebook má finna hér.

Útvarp 101 tók saman lög listamannanna sem koma fram á laugardaginn:
Stemmningin fyrir laugardeginum lofar góðu enda er line-uppið ekki af verri endanum. Hér að neðan má sjá sýnishorn frá Airwaves 2018.

Myndir: Vignir Daði Valtýsson

logi pedro

snorri astraðs

Auður

Arnar Ingi - Young Nazareth

Logi Pedro - airwaves

Magnús Jóhann

sturla atlas og auður

Johann Kristófer

Miðasala er hafin á tix.is.

Floni
Rapparinn Floni kemur fram á 101 FESTIVAL. Mynd: Vignir Daði Valtýsson.

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

22. febrúar - 15:00

Hófstilltur drykkju­maður en fikt­aði við gras sem ung­menni

Snorri og Bergþór Mássynir, Skoðanabræður halda áfram að gefa út vel skoðanahlaðna þætti. Viðmælandi þeirra þessa vikna er Logi Einarsson.

21. febrúar - 10:00

„Hún þarf greini­lega á hjálp að halda“

The Brogan Davison Show hefur farið út um alla Evrópu og er nú loks til sýningar á Íslandi, í Tjarnarbíói.

20. febrúar - 12:00

Frum­sýna heim­ild­ar­mynd um sörf á Ís­landi

Heiðar Logi kíkti í Tala saman og sagði frá nýjasta verkefni sínu, Chasing the Shot sem er heimildamynd um brimbrettaumhverfið á Íslandi.

19. febrúar - 15:00

Vanda­málið: Er í lagi að fólk innan vina­hóps sofi saman?

Fjöllistakonan Rebecca Lord leysti vandamál hlustenda í síðdegisþættinum Tala saman, en það getur reynst þrautinni þyngri.

19. febrúar - 14:00

Klaufa­leg­asti dauð­dagi mann­kyns­sög­unn­ar?

Nanna Kristjánsdóttir fjallar um tónskáldið Jean Baptiste Lully í nýjasta þættinum af Classic. Classic er þáttur um klassíska tónlist með óhefðbundinni nálgun fyrir byrjendur og lengra komna.

18. febrúar - 14:00

Ný plata á leið­inni og stefna á er­lendan markað

Blær og Ragga Holm eru á nýja laginu frá Daughters of Reykjavík.

sjá allt