Hlusta

Floni, Auður og Bríet koma fram á 101 FESTI­VAL

11. febrúar - 13:00

Floni
Rapparinn Floni kemur fram á 101 FESTIVAL. Mynd: Vignir Daði Valtýsson.

Útvarp 101 blæs til stórtónleikanna 101 FESTIVAL í Austurbæ 15. febrúar. Þetta er í fyrsta sinn sem hátíðin er haldin og er hún komin til að vera. Það má með sanni segja að einvalalið íslenskra tónlistarmanna komi fram og ættu allir finna eitthvað við sitt hæfi.

Meðal þeirra listamanna sem koma fram á hátíðinni eru hljómsveitirnar Vök og Gróa, þeir sívinsælu Floni og Auður, Bríet og 101 Boys. Einnig kemur Yamaho fram og þeytir skífum fram eftir nóttu.

Sigríður Ólafsdóttir eða Sigga einn skipuleggjandi hátíðarinnar segir í samtali við 101.live að áherslan verði á gleðina og gott partý. „Það er náttúrulega sárasjaldan sem maður fær tækifæri á að sjá þessi bönd saman komin. Við erum með fjölbreytt og skemmtilegt lineup allt frá ungum og efnilegum hljómsveitum yfir í heitustu tónlistarmenn landsins þannig enginn ætti að vera svikinn af því að koma og skemmta sér næsta laugardag.“

Miðasala er hafin á tix.is og kostar miðinn litlar 3.990 krónur. Viðburðinn á Facebook má finna hér.

Útvarp 101 tók saman lög listamannanna sem koma fram á laugardaginn:
Stemmningin fyrir laugardeginum lofar góðu enda er line-uppið ekki af verri endanum. Hér að neðan má sjá sýnishorn frá Airwaves 2018.

Myndir: Vignir Daði Valtýsson

logi pedro

snorri astraðs

Auður

Arnar Ingi - Young Nazareth

Logi Pedro - airwaves

Magnús Jóhann

sturla atlas og auður

Johann Kristófer

Miðasala er hafin á tix.is.

Floni
Rapparinn Floni kemur fram á 101 FESTIVAL. Mynd: Vignir Daði Valtýsson.

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

29. maí - 11:05

Birgir Há­kon: „Ég er lif­andi sönnun þess að það er hægt að snúa við blað­inu“

Birgir Hákon, rappari, er viðmælandi Bergþórs Mássonar að þessu sinni í Kraftbirtingarhljómi guðdómsins.

21. maí - 09:00

Tobba Marínós býr á æsku­heim­ili Skoð­ana­bræðra

Tobba Marínós, ritstjóri DV, var gestur þeirra Snorra og Begga í hlaðvarpinu sívinsæla, Skoðanabræður.

20. maí - 13:00

Stúd­entar falla á milli kerfa og kvíða sumr­inu

Isabel Alejandra Díaz er nýkjörin formaður SHÍ. Hún ræddi málefni stúdenta í síðdegisþættinum Tala saman.

19. maí - 14:00

Nýtt lag frá Brynju: Frí frá áhyggjum af því hvort heim­ur­inn væri að far­ast

Tónlistarkonan Brynja sendi frá sér lagið Light Headed á dögunum.

18. maí - 12:00

Hljóm­sveitin Celebs: Systkini sem hafa öll unnið Mús­íktilraunir

Celebs eru: Hrafnkell Hugi Vernharðsson, Katla Vigdís Vernharðsdóttir og Valgeir Skorri Vernharðsson. Þau eru systkini frá Suðureyri í Súgandafirði og hafa öll á einhverjum tímapunkti unnið Músíktilraunir. Þessi skemmtilega nýja hljómsveit gaf út sitt fyrsta lag á dögunum.

13. maí - 12:50

Dragdrottn­ingar deyja ekki ráða­lausar og streyma sýn­ingum fyrir að­dá­endur

Jenny Purr og Gógó Starr stýra hlaðvarpsþættinum Ráðlagður dragskammtur þar sem þær ræða dragsenuna og öllu því sem henni fylgir. Í nýjustu þáttunum ræða þær online dragsýningarnar á vegum Drag-Súgur.

sjá allt