Hlusta

Floni, Auður og Bríet koma fram á 101 FESTI­VAL

11. febrúar - 13:00

Floni
Rapparinn Floni kemur fram á 101 FESTIVAL. Mynd: Vignir Daði Valtýsson.

Útvarp 101 blæs til stórtónleikanna 101 FESTIVAL í Austurbæ 15. febrúar. Þetta er í fyrsta sinn sem hátíðin er haldin og er hún komin til að vera. Það má með sanni segja að einvalalið íslenskra tónlistarmanna komi fram og ættu allir finna eitthvað við sitt hæfi.

Meðal þeirra listamanna sem koma fram á hátíðinni eru hljómsveitirnar Vök og Gróa, þeir sívinsælu Floni og Auður, Bríet og 101 Boys. Einnig kemur Yamaho fram og þeytir skífum fram eftir nóttu.

Sigríður Ólafsdóttir eða Sigga einn skipuleggjandi hátíðarinnar segir í samtali við 101.live að áherslan verði á gleðina og gott partý. „Það er náttúrulega sárasjaldan sem maður fær tækifæri á að sjá þessi bönd saman komin. Við erum með fjölbreytt og skemmtilegt lineup allt frá ungum og efnilegum hljómsveitum yfir í heitustu tónlistarmenn landsins þannig enginn ætti að vera svikinn af því að koma og skemmta sér næsta laugardag.“

Miðasala er hafin á tix.is og kostar miðinn litlar 3.990 krónur. Viðburðinn á Facebook má finna hér.

Útvarp 101 tók saman lög listamannanna sem koma fram á laugardaginn:
Stemmningin fyrir laugardeginum lofar góðu enda er line-uppið ekki af verri endanum. Hér að neðan má sjá sýnishorn frá Airwaves 2018.

Myndir: Vignir Daði Valtýsson

logi pedro

snorri astraðs

Auður

Arnar Ingi - Young Nazareth

Logi Pedro - airwaves

Magnús Jóhann

sturla atlas og auður

Johann Kristófer

Miðasala er hafin á tix.is.

Floni
Rapparinn Floni kemur fram á 101 FESTIVAL. Mynd: Vignir Daði Valtýsson.

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

27. mars - 13:00

Skipt­inemar flykkj­ast heim: „Ég hef aldrei nokk­urn tím­ann haft það verra“

Íslenskir skiptinemar flykkjast heim til Íslands um þessar mundir vegna Covid-19 og skólalokanna. Snorri Másson, blaðamaður og íslenskunemi er einn þeirra.

26. mars - 13:30

Enn einn list­inn af hlutum til að gera í sótt­kví

Stór hluti þjóðarinnar er ýmist í sóttkví eða heimavinnandi um þessar mundir. Við settum saman lista af hlutum sem hægt er að gera til að drepa tímann.

26. mars - 13:00

Mennt­skæl­ingur lítur á lokun skól­ans sem frí

Grettir Valsson er einn þeirra fjöldamörgu menntskælinga sem fer ekki í skólann um þessar mundir. Hann lítur á þetta sem frí og hefur verið mikið úti.

25. mars - 12:00

Fyndn­ustu tíst vik­unnar

Ertu að leita að einhverju fyndnu? Við tókum saman lista yfir fyndustu tíst vikunnar.

25. mars - 09:00

Lét mynda sig á dán­ar­beð­inum

Nanna Kristjánsdóttir fjallar um tónskáldið Edward Elgar í nýjasta þættinum af Classic. Classic er þáttur um klassíska tónlist með óhefðbundinni nálgun fyrir byrjendur og lengra komna.

24. mars - 13:00

Að­gerðarpakki Tala saman vegna COVID-19

Um helgina kynnti ríkisstjórn Íslands aðgerðarpakka til að koma til móts við einstaklinga og fyrirtæki sem lenda í hremmingum vegna COVID-19. Það var þó alls ekki komið nægilega til móts við hlustendahóp Útvarps 101 og tóku því Jóhann og Lóa málin í sínar hendur.

sjá allt