Hlusta

Sjón­varps­þættir

1. janúar, 2019 - 14:00

Gym - Bibba

101 framleiðir margvíslegt sjónvarpsefni, til að mynda raunveruleikaþættirnina Æði, Ferðaþættina Áttavillt sem fylgjast með ævintýrum Birnu Maríu og Jóa og viðtalsþættir á borð við Börn Þjóða.

Æði

Við fylgjumst með Patta í daglegu amstri sem ungur maður í hröðum og síbreytilegum heimi. Við kynnumst honum ásamt vinum hanns Bassa og Binna Glee þar sem þeir ferðast um landið og hver veit nema land verði lagt undir fót. Patrekur á sér stóra drauma og hvað sem kann að gerast, þá verður það algjört æði.

Börn Þjóða

Börn þjóða er viðtalsþáttar sem setur íslendinga af erlendum uppruna í kastljósið. Þáttastjórnandi er hinn góðkunnugi Logi Pedro, að sögn Loga hafa viðmælendurnir sex allir mjög einstaklingsbunda upplifun; „Það er rosalega mikill munur á því að vera ættleiddur eða ættaður frá Afríku, ættaður frá Asíu og allir eru með sína upplifun.“. Þættirnir voru sýndir í línulegri dagskrá á Stöð 2 vorið 2021.

Áttavillt

Þau Jóhann Kristófer Stefánsson betur þekktur sem, Joey Christ, og Birna María Másdóttir deila ferðasögu sinni um landið í þáttunum Áttavillt. Tvö borgarbörn halda hér á vit ævintýranna; hringinn í kringum landið, og ekki með krónu með í för.

Tala saman

Jóhann Kristófer og Lóa Björk einsetja sér það markmið að gera besta sjónvarpsþátt í heimi. Til að ná markmiðum sínum fá þau til sín reynslubolta úr faginu til að læra af og þiggja góð ráð. Mun þeim takast ætlunarverk sitt með allan þennan lærdóm í farteskinu og viljann að vopni? Að senda út lokaþátt bestu þáttaraðar í heimi í beinni útsendingu?

GYM

GYM eru stuttir skemmtiþættir þar sem Birna María fer í ræktina með fólki úr ólíkum áttum í samfélaginu. Þar taka þau saman æfingu og spjalla um lífið og tilveruna.

Þættirnir hafa vakið mikla lukku og þegar hafa komið út yfir tuttugu þátta. Sumarið 2019 var gerð sér sería fyrir Stöð 2 þar sem þættirnir voru teknir á næsta stig og er hún aðgengileg á Stöð 2 Maraþon. text in italic

Gym - Bibba

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

1. desember - 14:30

Hvað ef við ættum bara 6 mán­uði eftir ólif­aða?

Í nýjasta þætti Heimsenda spyr Stefán Þór: Hvað ef við ættum bara 6 mánuði eftir ólifaða? Kemur til óeirða eða má búast við heimsendapartí-um um allan bæ?

29. nóvember - 13:30

Já OK: Flökku­sögur

Þessa vikuna eru þáttastjórnendur Já OK mættir til þess eins að dreifa út flökkusögum, þær eiga sér kannski litla sem enga stoð í raunveruleikanum — en þær eru vissulega út um allt!

29. nóvember - 12:15

Lé­lega Fantasy podcast­ið: Ralli Ragnarök

Fjórtánda leikvika og þáttastjórnendur Lélega Fantasy podcastsins eru enn og aftur mættir í stúdíóið með misáreiðanleg ráð.

23. nóvember - 14:00

Heimsend­ir: Geim­sjúk­dómar og gervi­greind

Stefán Þór, þáttastjórnandi Heimsenda ræðir við Jónas Alfreð Birkisson um geðsjúkdóma og gervigreind.

23. nóvember - 13:30

Vaxta­verk­ir: Birgitta Líf leysir frá skjóð­unni

Gelluþáttur í Vaxtaverkjum þessa vikuna, en engin önnur en athafnakonan Birgitta Líf er mætt í stúdíóið.

22. nóvember - 09:17

„Ó, bara þú getur dansað svona vel!“

Hljómsveitin Inspector Spacetime sendi frá sér lagið Bára síðastliðið föstudag.

sjá allt