Hlusta

Ætl­aði aldrei að vinna í tölvu­leikjum en varð yf­ir­fram­leið­andi FIFA hjá EA

22. febrúar - 10:00

sigurlína

Hlaðvarpið Þegar ég verð stór snýr aftur með sérstakan þátt fyrir UAK, en athafnakonur bjóða í fyrsta sinn upp á UAK vikuna og má nálgast dagskrána hér.

Viðmælandinn að þessu sinni er Sigurlína Ingvarsdóttir, oftast kölluð Lína, starfaði í þróun tölvuleikja hjá EA DICE, og vann að Star Wars Battlefront en varð síðar yfirframleiðandi FIFA, sem allir ættu að þekkja.

Hún er verkfræðingur og lauk prófi í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands en í þessum þætti fáum við að skyggnast inn í hennar vegferð og hvernig það kom til að hún fór að vinna fyrir stærstu tölvuleikjarisa heims án þess að hafa nokkra þekkingu hvernig tölvuleikir yrðu að veruleika.

Ástríða fyrir lestri og hestum

Á yngri árum fannst Línu mjög gaman að lesa, helst eitthvað úr bókaskápnum hjá ömmu og afa. Hún var forvitið barn og fannst allt vera skemmtilegt, tefldi mikið og hestamennskan átti hug hennar allan. Á unglingsárum fór hún að prófa aðra hluti sem tengdust félagslífinu í MR, og setti meðal annars upp Herranótt og ritstýrði skólablaðinu.

„Ég lærði jafn mikið á því að vera í félagslífinu í MR og af námsefninu sjálfu. Það að ég sé framleiðandi í dag er í beinu samhengi við að sjá um Herranótt og ritstýra skólablaðinu. Á þeim tíma áttaði ég mig á því hvað mér fannst gaman að hjálpa fólki við að vinna saman til að gera eitthvað magnað. „

Datt aldrei í hug að hún myndi búa til tölvuleiki

Þegar Sigurlína byrjaði að vinna hjá CCP þá hafði hún ekki mikið vit á tölvuleikjum en spilaði þó einstöku sinnum, og var Civilitation leikurinn í miklu uppáhaldi og er það enn. Hún hafði þó lengi verið með augun á CCP og var hrifin af því sem þau voru að gera. Hún segist hafa verið meira á jaðrinum þegar kom að tölvuleikjum en hafði ekki hugmynd hvernig tölvuleikir yrðu til.

„Ég sá fyrirlestur hjá Hilmari, forstjóra CCP þar sem hann var að tala um að fyrirtæki eins og CCP væru ekki bara forritarar, heldur listamenn og allskonar flóra af fólki. Þetta snerist ekki um að búa bara til tölvuleik heldur annan heim. “

Hún segir að þessi fyrirlestur hafi verið ástæðan fyrir því að hún sótti um hjá CCP og þá fór boltinn að rúlla í tölvuleikjabransanum.

Star Wars ævintýrið

Sigurlína starfaði fyrir DICE þar sem hún var að vinna við gerð Battlefront, verkefni sem naut mikillar velgengni. Lína vann við það að samræma tölvuleikinn við söguna í bíómyndunum. Hún upplifði hin ýmsu ævintýri en þurfti líka að gæta miklum trúnaði fyrir þetta verkefni.

Hún fékk meðal annars að heimsækja Skywalker Ranch, búgarður sem er byggður af George Lucas sem er maðurinn á bakvið Star Wars og Indiana Jones. Búgarðurinn var gerður til fyrir kvikmyndagerðarfólk til þess að komast í rólegt og skapandi umhverfi. Þar fékk Lína að kíkja í vörugeymsluna þar sem allir helstu leikmunir voru geymdir, sem dæmi var hatturinn hjá Svarthöfða þar og skórnir hjá Indiana Jones.

Konur og tölvuleikir

Sigurlína hefur unnið mikið að því að bæta upplifun tölvuleikja og hvernig þú býður fólk meira velkomið inn í tölvuleikjaheiminn. Hún talar um það hvernig tölvuleikjaheimurinn blasir við konum og segir það vera fáranleg alhæfing að konur hafi ekki áhuga á tölvuleikjum.

„Það er eins og að segja að konur hafi ekki áhuga á sjónvarpi eða bókum. Ég held að það snúist miklu frekar að því að við höfum mismunandi smekk innan miðilisins. “

Sigurlína mun flytja lokaerindi á UAK ráðstefnunni Frá aðgerðum til áhrifa – Vertu breytingin.

Ráðstefnan er 27. Febrúar næstkomandi og miðar fást á harpa.is.

Þáttinn má hlusta í heild sinni hér fyrir neðan en þú finnur hann einnig á Apple Podcast og öllum helstu streymisveitum.

sigurlína

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

22. febrúar - 10:00

Ætl­aði aldrei að vinna í tölvu­leikjum en varð yf­ir­fram­leið­andi FIFA hjá EA

Sigurlína Ingvarsdóttir, oftast kölluð Lína, starfaði í þróun tölvuleikja hjá EA DICE, og vann að Star Wars Battlefront en varð síðar yfirframleiðandi FIFA, sem allir ættu að þekkja. Hún er viðmælandi þeirra Vöku og Völu í Þegar ég verð stór.

13. janúar - 21:30

Birnir - Spurn­ingar feat. Páll Óskar

101 Sambandið kynnir frumsýningu á nýju lagi og myndbandi með Birni og Páli Óskari.

13. janúar - 17:05

Æði snýr aftur á skjá­inn

Patrekur Jaime og félagar snúa aftur í Æði 2.

1. desember, 2020 - 15:30

Saga kvenna sem sköp­uðu sér rými til að móta líf sitt og sam­fé­lag

Ragnheiður Kristjánsdóttir, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, ræddi við þau Gunnar og Lóu í útvarpsþættinum Hverfið um bókina Konur sem kjósa. Bókin er skrifuð í tilefni þess að öld er liðin frá því að íslenskar konur hlutu kosningarétt.

1. desember, 2020 - 14:00

Salóme Katrín sendir frá sér sína fyrstu plötu

Salóme Katrín ræddi við þau Gunnar og Lóu í útvarpsþættinum Hverfið síðastliðinn fimmtudag. Þau ræddu plötuna hennar Water og hvernig tilfinning það er að gefa út sína fyrstu plötu.

30. nóvember, 2020 - 13:00

Nýtt lag frá JóaPé, Muna og Ísi­dór

Þeir Muni, Ísidór og JóiPé voru gestir í þættinum Hverfið. Þeir sögðu frá nýju tónlistarverkefni og frumfluttu lagið Hata mig.

sjá allt