Hlusta

Af­mæl­is­gjöf varð að sprota­fyr­ir­tæki

20. mars - 12:00

Sunneva og Ólíver.

Sunneva Sverrisdóttir er viðskiptafræðingur að mennt og hefur, ásamt kærasta sínum, sett á laggirnar hönnunarfyrirtækið HUGG sem framleiðir stjörnumerkja plaköt sem seld eru í Epal. Hún kíkti við í Tala saman og sagði Jóhanni og Lóu frá þessu skemmtilega verkefni.

Byrjaði sem afmælisgjöf sem hitti í mark

„Kærastinn minn, Oliver, hefur rosalega mikinn áhuga á stjörnuspeki. Ég hef sjálf svo sem alltaf haft gaman að stjörnum, ég man eftir því þegar ég var lítil þá hafi ég eytt um tuttugu klukkutímum í að setja upp öll stjörnumerkin rétt, í loftið í herberginu mínu. Á síðasta afmælisdegi Olivers vildi ég gefa honum eitthvað skemmtilegt og persónulegt svo ég bjó til stjörnumerkja plakat fyrir hann,“ segir Sunneva. Hún segir að hann hafi tekið vel í gjöfina og fljótt hafi þau farið að velta því fyrir sér hvort það hefðu ekki fleiri áhuga á að fá sitt eigið stjörnumerkja plakat. Oliver er lærður margmiðlunarhönnuður og er því með bakgrunn í grafískri hönnun svo hann endurhannaði hugmynd Sunnevu og tók hana upp á næsta stig. „Hann kom í þetta og gaf þessu í rauninni mjög flott lúkk og þetta varð að þessu litla verkefni okkar.“ Oliver á afmæli í september og plakötin eru nú til sölu í Epal, svo segja má að vel hafi tekist til.

20198774-058F-4460-AED1-8E106FE846AC copy

Mynd frá sköpunarferli HUGG. Hér má sjá Oliver Pedersen vinna hörðum höndum að gerð plakatanna.

Umhverfismálin að sjónarmiði

„Við lifum á þannig tímum að það er bara vitleysa að fara út í eitthvað eða gera eitthvað ef það kemur illa út fyrir okkar umhverfi. [...] Ný verkefni verða hafa að sjónarmiði hvernig hægt sé að hjálpa til og takast á við hnattræna hlýnun. Við ákváðum að gera þetta svoleiðis að fyrir hvert plakat sem selst er gróðursett eitt tré.“ Til þess að ná þessu markmiði vinna þau með fyrirtækinu One Tree Planted. „Maður velur heimssvæði þar sem trjánum er plantað og við veljum nýtt heimssvæði í hverjum mánuði,“ segir Sunneva en auk þess eru plakötin prentuð í umhverfisvænni prentsmiðju og hólkurinn utan um þau er úr endurunnum pappa.

billede 2 copy

Þú getur lesið meira um starfsemi HUGG á vefsíðu þeirra.

Tala saman er alla virka daga milli 16 & 18 í boði Domino's og Smárabíó.

Sunneva og Ólíver.

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

27. mars - 13:00

Skipt­inemar flykkj­ast heim: „Ég hef aldrei nokk­urn tím­ann haft það verra“

Íslenskir skiptinemar flykkjast heim til Íslands um þessar mundir vegna Covid-19 og skólalokanna. Snorri Másson, blaðamaður og íslenskunemi er einn þeirra.

26. mars - 13:30

Enn einn list­inn af hlutum til að gera í sótt­kví

Stór hluti þjóðarinnar er ýmist í sóttkví eða heimavinnandi um þessar mundir. Við settum saman lista af hlutum sem hægt er að gera til að drepa tímann.

26. mars - 13:00

Mennt­skæl­ingur lítur á lokun skól­ans sem frí

Grettir Valsson er einn þeirra fjöldamörgu menntskælinga sem fer ekki í skólann um þessar mundir. Hann lítur á þetta sem frí og hefur verið mikið úti.

25. mars - 12:00

Fyndn­ustu tíst vik­unnar

Ertu að leita að einhverju fyndnu? Við tókum saman lista yfir fyndustu tíst vikunnar.

25. mars - 09:00

Lét mynda sig á dán­ar­beð­inum

Nanna Kristjánsdóttir fjallar um tónskáldið Edward Elgar í nýjasta þættinum af Classic. Classic er þáttur um klassíska tónlist með óhefðbundinni nálgun fyrir byrjendur og lengra komna.

24. mars - 13:00

Að­gerðarpakki Tala saman vegna COVID-19

Um helgina kynnti ríkisstjórn Íslands aðgerðarpakka til að koma til móts við einstaklinga og fyrirtæki sem lenda í hremmingum vegna COVID-19. Það var þó alls ekki komið nægilega til móts við hlustendahóp Útvarps 101 og tóku því Jóhann og Lóa málin í sínar hendur.

sjá allt