Hlusta

Aftur ein­hleyp, einmana og eirð­ar­laus

28. ágúst - 14:00

Ein,ein,eir - 1.001

Pálmi Freyr og Steiney Skúladóttir kynntust í Improv Ísland og hafa brallað ýmislegt saman síðan þá. Þessa dagana vinna þau að því að skrifa sketsaþættina Kanarí sem verða sýndir á RÚV. Í dag gleðja þau hlustendur Útvarps 101 með nýrri seríu af Einhleyp, einmana og eirðarlaus.

Hugsað sem mótvægi við samfélagsmiðlastjörnur sem sýna glansmynd af lífinu

Hlaðvarpsþátturinn fjallar umbúðalaust um tilfinningar þeirra og líf. Ein kveikjan að því að búa til þáttinn var meðal annars sú að skapa eitthvað mótvægi við glansmyndinni sem er allsráðandi á samfélagsmiðlum. Þau vilja meina að lífið sé alls konar, gott og æðislegt en líka súrt og leiðinlegt. Það er komið ár síðan fyrsta sería kom út og í kjölfarið fór Steiney til L.A. Nú er Steiney hins vegar komin heim vegna heimsfaraldurs, svo fékk Pálmi Covid-19 og núna hafa þau loksins komist í það að taka upp og gefa út nýja seríu.

það er hægt að hlusta á alla þættina af Einhleyp, einmana og eirðarlaus á Spotify og Apple podcasts.

Ein,ein,eir - 1.001

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

26. október - 15:05

Fyrsta rapp­stjarna Ís­lands, lista­maður í lík­brennslu og „cancel cult­ure“

Í hverri einustu viku koma út hlaðvarpsþættir hjá Útvarpi 101.

30. september - 15:00

101 Producti­ons leitar að starfs­manni í dag­skrár­gerð

Hefurðu áhuga á dagskrárgerð? 101 Productions leitar að nýrri manneskju í teymið.

28. september - 14:00

Einn um­fangs­mesti lista­aktív­ismi sem hefur átt sér stað á Ís­landi

Nýja stjórnarskráin er viðfangsefni listamannana Libu Castro og Ólafs Ólafssonar.

28. september - 13:30

Nýló vilja auka fjöl­breyti­leik­ann í ís­lensku mynd­list­ar­sen­unni

Í kjölfar þeirrar umræðu sem hefur skapast um kynþáttamisrétti út um allan heim vill Nýlistasafnið leggja sitt á vogarskálarnar. Chanel Björk er ráðgjafi þeirra í þessum málefnum.

24. september - 13:00

Allt sem þú þarft að vita um tón­list­ar­brans­ann

Bransakjaftæði er nýtt hlaðvarp sem er hluti af nýju átaki sem ber heitið Tónatal.

24. september - 12:00

Bún­ingapartý og bíla­bíó

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin RIFF stendur fyrir bílabíói dagana 25.-28. september.

sjá allt