Hlusta

Aftur ein­hleyp, einmana og eirð­ar­laus

28. ágúst, 2020 - 14:00

Ein,ein,eir - 1.001

Pálmi Freyr og Steiney Skúladóttir kynntust í Improv Ísland og hafa brallað ýmislegt saman síðan þá. Þessa dagana vinna þau að því að skrifa sketsaþættina Kanarí sem verða sýndir á RÚV. Í dag gleðja þau hlustendur Útvarps 101 með nýrri seríu af Einhleyp, einmana og eirðarlaus.

Hugsað sem mótvægi við samfélagsmiðlastjörnur sem sýna glansmynd af lífinu

Hlaðvarpsþátturinn fjallar umbúðalaust um tilfinningar þeirra og líf. Ein kveikjan að því að búa til þáttinn var meðal annars sú að skapa eitthvað mótvægi við glansmyndinni sem er allsráðandi á samfélagsmiðlum. Þau vilja meina að lífið sé alls konar, gott og æðislegt en líka súrt og leiðinlegt. Það er komið ár síðan fyrsta sería kom út og í kjölfarið fór Steiney til L.A. Nú er Steiney hins vegar komin heim vegna heimsfaraldurs, svo fékk Pálmi Covid-19 og núna hafa þau loksins komist í það að taka upp og gefa út nýja seríu.

það er hægt að hlusta á alla þættina af Einhleyp, einmana og eirðarlaus á Spotify og Apple podcasts.

Ein,ein,eir - 1.001

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

10. október - 11:00

Vel­komin til 101 Producti­ons

101 Productions er framleiðslufyrirtæki sem einnig rekur útvarpsstöðina Útvarp 101. Ert þú með hugmynd? Sendu okkur línu á idea@101.live.

27. janúar - 10:30

Kapí­tal­ism­inn í sögu­legu sam­hengi

Í nýjasta þætti Heimsenda ræðir Stefán Þór við hagfræðinginn Ólaf Kjaran Árnason um kapítalisma.

24. janúar - 13:00

Heimsend­ir: Síteng­ing

Eruð þér límd við skjáinn? Er símtækið besti vinur þinn? Í nýjasta þætti Heimsenda er rætt um sítengingu og skilgreiningu hennar.

24. janúar - 12:30

Þetta full­orðna fólk er svo skrýtið

Í hlaðvarpinu „Þetta fullorðna fólk er svo skrýtið“ velta Annalísa Hermannsdóttir og Björk Guðmundsdóttir fyrir sér hegðun og hugarstarfi fullorðins fólks á heimspekilegan, sálfræðilegan en þó óvísindalegan hátt.

19. janúar - 14:40

Ein­hleyp, einmana og eirð­ar­laus: Live date

Þáttastjórnendur Einhleyp, einmana og eirðarlaus eru mætt aftur í stúdíóið að jólafríi loknu.

17. janúar - 14:30

„Hopp­andi á rúm­inu og syngj­andi í hár­burst­ann“

„Þetta er bara hreint og beint svefnherbergisdjamm, hoppandi á rúminu og syngjandi í hárburstann“ segir tónlistarkonan Salóme Katrín um lagið „The Other Side“ sem hún sendi frá sér í vikunni.

sjá allt