Hlusta

Arn­hildur Anna: „Læt stressið hjálpa mér“

28. nóvember - 11:00

arnhildur anna

Arnhildur Anna Árnadóttir er viðmælandi Birnu í nýjasta þætti af Aðeins meira en bara GYM. Arnhildur er 27 ára félagsfræðingur og förðunarfræðingur, ljúf og kát en ekki síst magnaður íþróttamaður og hefur stundað kraftlyftingar í nokkur ár. Þar sem hún er sérfræðingur í að lyfta þungu spurði Birna hana út í kraflyfturnar þrjár, hugarfar, litlu atriðin og svo leiddi hún hlustendur í gegnum sína fullkomnu hnébeygju. Einnig segir hún frá muninum á því að taka styrktaræfingu og Max-æfingu ásamt því hvernig hún stillir sig inn fyrir slíka æfingu.

Hvað eru kraftlyftingar?

„Það eru þrjár lyftur, hnébeygja, réttstöðulyfta og bekkpressa. Í keppni fær maður þrjár tilraunir í hverri æfingu sem kann að hljóma lítið en þetta tekur rosalega á. Þetta eru allt rosalega stórar æfingar sem að stóru vöðvarnir vinna. Þetta er hark en þetta er sjúklega skemmtilegt.“ segir Arnhildur en hún keppir í öllum þessum æfingum. Arnhildur byrjaði að æfa kraftlyftingar árið 2011 og keppti í fyrsta skipti 2012.

Pælir ekki í öðrum þegar hún er að keppa

Í þættinum ræða þær um stress fyrir mót. „Ég hef farið í gegnum mót þar sem ég er ekkert stressuð og þá hefur mér ekkert endilega gengið neitt sérstaklega vel“ segir Arnhildur og bætir við að hún reynir frekar að nýta sér stressið í keppnum. „Ég er löngu hætt að horfa á við hverja ég er að keppa því það mun ekki gera mig betri. Þá fer hugurinn minn að hugsa um einhvern annan í stað þess að pæla í því sem ég er að gera.“ Arnhildur segir þetta snúast í grunninn um að vilja sjálfur verða betri og það muni skila manni áfram.

Mikilvægt að finna sína hnébeygju

Arnhildur leiðir Birnu í gegnum sína fullkomnu hnébeygju. „Hnébeygjan er alls laus ef maður er ekki spenntur í líkamanum. Að ná spennu og andanum alveg ofan í maga er mjög mikilvægt.“ Hún bendir á að þegar maður horfir á fólk taka sínar allra þyngstu lyftur sé formið ekki eins og það er þegar það er bara að taka stöngina. „Ég er með stöngina neðarlega á bakinu, ég horfi niður og þá finn ég fyrir sterkari stöðu. Ég myndi ekki segja að ein hnébeygja sé réttari en önnur þó það séu að sjálfsögðu til lélegar hnébeygjur, fólk þarf að finna sína hnébeygju“ segir Arnhildur en sjálf hefur hún prófað ýmsar aðferðir í hnébeygjunni.

View this post on Instagram

King of all exercises

A post shared by Arnhildur Anna Árnadóttir (@arnhilduranna) on

Hlustaðu á viðtalið við Arnhildi Önnu í spilaranum hér að ofan.

Aðeins meira en bara GYM er vikulegur hlaðvarpsþáttur í stjórn Birnu Maríu Másdóttur. Þátturinn er frumfluttur alla miðvikudaga í síðdegisþættinum Tala saman. Allir þættirnir eru aðgengilegir á Spotify og Apple Podcast.

arnhildur anna

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

5. desember - 16:55

For­sæt­is­ráð­herra hittir drottn­ing­una og árslistar Spotify

Sigurbjartur Sturla segir fréttir vikunnar að þessu sinni.

5. desember - 15:00

Spunajóla­da­ga­tal á hverjum degi fram að jólum

Á hverjum degi fram að jólum verður spilaður einn þáttur af Jólatalatal. Það er nýr þáttur úr smiðju spunaleikarana Pálma Freys Haukssonar og Guðmunds Felixsonar.

5. desember - 15:00

Vilja láta klóna Pál Óskar

Nýr þáttur á Útvarpi 101 fjallar um drag og hinseginmenningu og er hann í umsjá drottninganna Gógó Starr og Jenny Purr.

5. desember - 10:00

Herra Hnetu­smjör kemur með jóla­pok­ann í ár

Herra Hnetusmjör er ekki þekktur fyrir að sitja auðum höndum. Síðasta föstudag kom frá honum nýtt lag sem ber nafnið „Þegar Þú Blikkar“. Á laginu fær hann til sín engan annan en stórsöngvaran Björgvin Halldórsson. Lagið hefur vakið mikla athygli en það hefur verið streymt tæplega 80 þúsund sinnum á Spotify á innan við viku. Herra Hentusmjör mætti í tala saman og ræddi lagið, jólin og lífið í tala saman.

5. desember - 10:00

Dagur ís­lenskrar tón­list­ar: Um­deildir textar lesnir upp

Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur í dag. Tónmenntakennarar eru ekki ánægðir með þau 3 lög sem vakin er sérstök áhersla á þetta árið.

5. desember - 08:30

Fann 15.000 krónur og er í dag heims­meist­ari í rétt­stöðu­lyftu

Júlían J.K. Jóhannsson bætti sitt eigið heimsmet þegar hann lyfti 405,5 kg þann 23. nóvember síðast liðinn. Júlían er viðmælandi Birnu í Aðeins meira en bara GYM að sinni þar sem þau fara yfir mótið, heimsmetið og margt fleira.

sjá allt