Hlusta

Arn­hildur Anna: „Læt stressið hjálpa mér“

28. nóvember, 2019 - 11:00

arnhildur anna

Arnhildur Anna Árnadóttir er viðmælandi Birnu í nýjasta þætti af Aðeins meira en bara GYM. Arnhildur er 27 ára félagsfræðingur og förðunarfræðingur, ljúf og kát en ekki síst magnaður íþróttamaður og hefur stundað kraftlyftingar í nokkur ár. Þar sem hún er sérfræðingur í að lyfta þungu spurði Birna hana út í kraflyfturnar þrjár, hugarfar, litlu atriðin og svo leiddi hún hlustendur í gegnum sína fullkomnu hnébeygju. Einnig segir hún frá muninum á því að taka styrktaræfingu og Max-æfingu ásamt því hvernig hún stillir sig inn fyrir slíka æfingu.

Hvað eru kraftlyftingar?

„Það eru þrjár lyftur, hnébeygja, réttstöðulyfta og bekkpressa. Í keppni fær maður þrjár tilraunir í hverri æfingu sem kann að hljóma lítið en þetta tekur rosalega á. Þetta eru allt rosalega stórar æfingar sem að stóru vöðvarnir vinna. Þetta er hark en þetta er sjúklega skemmtilegt.“ segir Arnhildur en hún keppir í öllum þessum æfingum. Arnhildur byrjaði að æfa kraftlyftingar árið 2011 og keppti í fyrsta skipti 2012.

Pælir ekki í öðrum þegar hún er að keppa

Í þættinum ræða þær um stress fyrir mót. „Ég hef farið í gegnum mót þar sem ég er ekkert stressuð og þá hefur mér ekkert endilega gengið neitt sérstaklega vel“ segir Arnhildur og bætir við að hún reynir frekar að nýta sér stressið í keppnum. „Ég er löngu hætt að horfa á við hverja ég er að keppa því það mun ekki gera mig betri. Þá fer hugurinn minn að hugsa um einhvern annan í stað þess að pæla í því sem ég er að gera.“ Arnhildur segir þetta snúast í grunninn um að vilja sjálfur verða betri og það muni skila manni áfram.

Mikilvægt að finna sína hnébeygju

Arnhildur leiðir Birnu í gegnum sína fullkomnu hnébeygju. „Hnébeygjan er alls laus ef maður er ekki spenntur í líkamanum. Að ná spennu og andanum alveg ofan í maga er mjög mikilvægt.“ Hún bendir á að þegar maður horfir á fólk taka sínar allra þyngstu lyftur sé formið ekki eins og það er þegar það er bara að taka stöngina. „Ég er með stöngina neðarlega á bakinu, ég horfi niður og þá finn ég fyrir sterkari stöðu. Ég myndi ekki segja að ein hnébeygja sé réttari en önnur þó það séu að sjálfsögðu til lélegar hnébeygjur, fólk þarf að finna sína hnébeygju“ segir Arnhildur en sjálf hefur hún prófað ýmsar aðferðir í hnébeygjunni.

View this post on Instagram

King of all exercises

A post shared by Arnhildur Anna Árnadóttir (@arnhilduranna) on

Hlustaðu á viðtalið við Arnhildi Önnu í spilaranum hér að ofan.

Aðeins meira en bara GYM er vikulegur hlaðvarpsþáttur í stjórn Birnu Maríu Másdóttur. Þátturinn er frumfluttur alla miðvikudaga í síðdegisþættinum Tala saman. Allir þættirnir eru aðgengilegir á Spotify og Apple Podcast.

arnhildur anna

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

10. október - 11:00

Vel­komin til 101 Producti­ons

101 Productions er framleiðslufyrirtæki sem einnig rekur útvarpsstöðina Útvarp 101. Ert þú með hugmynd? Sendu okkur línu á idea@101.live.

27. janúar - 10:30

Kapí­tal­ism­inn í sögu­legu sam­hengi

Í nýjasta þætti Heimsenda ræðir Stefán Þór við hagfræðinginn Ólaf Kjaran Árnason um kapítalisma.

24. janúar - 13:00

Heimsend­ir: Síteng­ing

Eruð þér límd við skjáinn? Er símtækið besti vinur þinn? Í nýjasta þætti Heimsenda er rætt um sítengingu og skilgreiningu hennar.

24. janúar - 12:30

Þetta full­orðna fólk er svo skrýtið

Í hlaðvarpinu „Þetta fullorðna fólk er svo skrýtið“ velta Annalísa Hermannsdóttir og Björk Guðmundsdóttir fyrir sér hegðun og hugarstarfi fullorðins fólks á heimspekilegan, sálfræðilegan en þó óvísindalegan hátt.

19. janúar - 14:40

Ein­hleyp, einmana og eirð­ar­laus: Live date

Þáttastjórnendur Einhleyp, einmana og eirðarlaus eru mætt aftur í stúdíóið að jólafríi loknu.

17. janúar - 14:30

„Hopp­andi á rúm­inu og syngj­andi í hár­burst­ann“

„Þetta er bara hreint og beint svefnherbergisdjamm, hoppandi á rúminu og syngjandi í hárburstann“ segir tónlistarkonan Salóme Katrín um lagið „The Other Side“ sem hún sendi frá sér í vikunni.

sjá allt