Hlusta

At­hygl­is­brestur á loka­stigi: MeT­oo-­ráð­stefn­an, stráka­menn­ing og Hust­lers

9. október - 13:30

Screenshot 2019-10-09 at 13.40.44
stelpurnar

Hekla Elísabet vinnur hjá UN Women, elskar að djóka og segir göfuga vinnu sína ekki nægja til að koma henni til himnaríkis. Í þessum lokaþætti af fyrstu þáttaröð Athyglisbrests á lokastigi gerum við upp MeToo ráðstefnuna (sem Lóa hafði skoðanir á án þess að hafa mætt á)og hlutina sem mótuðu Heklu og menningu vikunnar.

MeToo og karlmenn og menning

„Ég held oft að ég sé full skóluð í mínum feminisma en svo er maður bara slegin í andlitið með nýjum upplýsingum,“ sagði Hekla um tilfinningar sínar í garð MeToo-ráðstefnunnar. Við töluðum um feminisma í þróun og aktivistaþreytu. Salka benti á í samhengi við hugmyndina um aktivistaþreytu að oft séu konur að taka þátt í erfiðum umræðum um kynferðisofbeldi (verandi í sjálfu sér ekki beint aktivistar) en ekki að gefa sér nægilega hvíld og hugsa nógu vel um sig í kjölfarið. Við tölum um stelpur sem svara fyrir sig í grunnskóla, strákavinahópa í menntaskóla og gullkornin í Myndir mánaðarins. Celebrity-menning hafði mikil áhrif á Heklu sem veggfóðraði barnaherbergið sitt með plakötum af frægu fólki úr Myndir mánaðarins.

Hver úr 70-mínútum erum við? Hver er mest toxic í 70-mínútum?

„Mér finnst enginn fyndnari en Sveppi á Twitter,“ segir Hekla sem bætir við að, að hennar mati sé Sveppi mest wholesome af þeim. Lóa vill meina að hún sé Auddi. Hekla vildi losa Lóu úr herberginu eftir að hún reyndi að veiða baktal upp úr stelpunum og fá þær til að tala um hand-jobs. Stelpurnar voru mjög ósammála um það hvort að hand-job væru nauðsynlegt skill eða ekki. Samræðurnar voru því bæði gáfulegar og virkilega heimskulegar.

Allir eiga að fara að sjá bíómyndina Hustlers

Jennifer Lopez er fullkomnasta kona í heimi.

Það er allt á sínum stað í þessum þætti af Athyglisbresti á lokastigi: grín, umræður um karlmenn og hvernig þeir móta okkur (oki sjokki), feminismi, rant vikunnar, menningarmóment vikunnar og menningin sem mótaði Heklu.

Við þökkum öllum frábærar viðtökur og snúum aftur í desember, Ást að eilífu Lóa og Salka. 64495389 662727777485777 3693912117850669056 n

Screenshot 2019-10-09 at 13.40.44
stelpurnar

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

18. október - 10:40

Herra Hnetu­smjör fór á Nickel­back tón­leika í Búdapest

Það dregur til tíðinda þegar Herra Hnetusmjör heldur stórtónleika. Hann ætlar að fylla Gamla bíó og bjóða upp á svakalegt sjónarspil. Hann kom í skemmtilegt viðtal til Jóa og Lóu í Tala saman.

18. október - 10:20

Vanda­málið: Vin­konu­drama og reitti ein­stak­ling til reiði á net­inu

Við leysum vandamál hlustenda í Tala saman, sama hversu flókin þau kunna að vera.

18. október - 00:00

Gleymdir Hollywood skandalar

Enginn er fullkominn. Öll gerum við mistök en það vekur þó athygli fleiri þegar fræga og fallega fólkið í Hollywood fer út af sporinu. Hér er listi af nokkrum eftirminnilegum klúðrum.

17. október - 15:00

101 Frétt­ir: Floni berst við leð­ur­blöku

Það helsta úr fréttum vikunnar hjá Útvarpi 101

17. október - 12:00

Lista­maður vik­unn­ar: DaBaby

Tvímælalaust einn stærsti rappari ársins 2019 kemur frá Charlotte í Bandaríkjunum og kallar sig DaBaby. Önnur plata hans, Kirk, kom út á dögunum og er DaBaby listamaður vikunnar á Útvarp 101.

17. október - 08:00

Tommi á Búll­unni: „Ég ætl­aði alltaf að verða for­sæt­is­ráð­herra“

Í nýjasta þætti GYM fer Birna María í ræktina með Tómasi Andrési Tómassyni, betur þekktur sem Tommi á Búllunni.

sjá allt