Hlusta

At­hygl­is­brestur á loka­stigi: MeT­oo-­ráð­stefn­an, stráka­menn­ing og Hust­lers

9. október, 2019 - 13:30

Screenshot 2019-10-09 at 13.40.44
stelpurnar

Hekla Elísabet vinnur hjá UN Women, elskar að djóka og segir göfuga vinnu sína ekki nægja til að koma henni til himnaríkis. Í þessum lokaþætti af fyrstu þáttaröð Athyglisbrests á lokastigi gerum við upp MeToo ráðstefnuna (sem Lóa hafði skoðanir á án þess að hafa mætt á)og hlutina sem mótuðu Heklu og menningu vikunnar.

MeToo og karlmenn og menning

„Ég held oft að ég sé full skóluð í mínum feminisma en svo er maður bara slegin í andlitið með nýjum upplýsingum,“ sagði Hekla um tilfinningar sínar í garð MeToo-ráðstefnunnar. Við töluðum um feminisma í þróun og aktivistaþreytu. Salka benti á í samhengi við hugmyndina um aktivistaþreytu að oft séu konur að taka þátt í erfiðum umræðum um kynferðisofbeldi (verandi í sjálfu sér ekki beint aktivistar) en ekki að gefa sér nægilega hvíld og hugsa nógu vel um sig í kjölfarið. Við tölum um stelpur sem svara fyrir sig í grunnskóla, strákavinahópa í menntaskóla og gullkornin í Myndir mánaðarins. Celebrity-menning hafði mikil áhrif á Heklu sem veggfóðraði barnaherbergið sitt með plakötum af frægu fólki úr Myndir mánaðarins.

Hver úr 70-mínútum erum við? Hver er mest toxic í 70-mínútum?

„Mér finnst enginn fyndnari en Sveppi á Twitter,“ segir Hekla sem bætir við að, að hennar mati sé Sveppi mest wholesome af þeim. Lóa vill meina að hún sé Auddi. Hekla vildi losa Lóu úr herberginu eftir að hún reyndi að veiða baktal upp úr stelpunum og fá þær til að tala um hand-jobs. Stelpurnar voru mjög ósammála um það hvort að hand-job væru nauðsynlegt skill eða ekki. Samræðurnar voru því bæði gáfulegar og virkilega heimskulegar.

Allir eiga að fara að sjá bíómyndina Hustlers

Jennifer Lopez er fullkomnasta kona í heimi.

Það er allt á sínum stað í þessum þætti af Athyglisbresti á lokastigi: grín, umræður um karlmenn og hvernig þeir móta okkur (oki sjokki), feminismi, rant vikunnar, menningarmóment vikunnar og menningin sem mótaði Heklu.

Við þökkum öllum frábærar viðtökur og snúum aftur í desember, Ást að eilífu Lóa og Salka. 64495389 662727777485777 3693912117850669056 n

Screenshot 2019-10-09 at 13.40.44
stelpurnar

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

29. maí - 11:05

Birgir Há­kon: „Ég er lif­andi sönnun þess að það er hægt að snúa við blað­inu“

Birgir Hákon, rappari, er viðmælandi Bergþórs Mássonar að þessu sinni í Kraftbirtingarhljómi guðdómsins.

21. maí - 09:00

Tobba Marínós býr á æsku­heim­ili Skoð­ana­bræðra

Tobba Marínós, ritstjóri DV, var gestur þeirra Snorra og Begga í hlaðvarpinu sívinsæla, Skoðanabræður.

20. maí - 13:00

Stúd­entar falla á milli kerfa og kvíða sumr­inu

Isabel Alejandra Díaz er nýkjörin formaður SHÍ. Hún ræddi málefni stúdenta í síðdegisþættinum Tala saman.

19. maí - 14:00

Nýtt lag frá Brynju: Frí frá áhyggjum af því hvort heim­ur­inn væri að far­ast

Tónlistarkonan Brynja sendi frá sér lagið Light Headed á dögunum.

18. maí - 12:00

Hljóm­sveitin Celebs: Systkini sem hafa öll unnið Mús­íktilraunir

Celebs eru: Hrafnkell Hugi Vernharðsson, Katla Vigdís Vernharðsdóttir og Valgeir Skorri Vernharðsson. Þau eru systkini frá Suðureyri í Súgandafirði og hafa öll á einhverjum tímapunkti unnið Músíktilraunir. Þessi skemmtilega nýja hljómsveit gaf út sitt fyrsta lag á dögunum.

13. maí - 12:50

Dragdrottn­ingar deyja ekki ráða­lausar og streyma sýn­ingum fyrir að­dá­endur

Jenny Purr og Gógó Starr stýra hlaðvarpsþættinum Ráðlagður dragskammtur þar sem þær ræða dragsenuna og öllu því sem henni fylgir. Í nýjustu þáttunum ræða þær online dragsýningarnar á vegum Drag-Súgur.

sjá allt