Hlusta

Bannað að fá full­næg­ingu í nóv­em­ber

8. nóvember - 10:30

6669461719f4a64b1b8588cc5b589732

Í Goon Radio var farið um víðan völl og ýmis mál krufin til mergjar. Sendar voru sérstakar kveðjur á goon, eða góna á íslensku, sem unnið hafa gott starf á sínu sviði síðastliðin misseri auk fjölda annara þess sem málefna voru rædd.

Hélt að hann myndi deyja

Formlegheitin voru látin til hliðar í Goon Radio og í byrjun þáttar var rætt fjálglega um orkudrykki og ósparlega neyslu þeirra. Joey sagði sögu af vini sínum, sem fyrir nokkrum árum drakk hálfs lítra orkudrykk fyrir svefninn auk þess sem hann borðaði poka af svörtu Doritos og reykti kannabis jónu en vaknaði í andköfum og hélt sig vera að fá hjartaáfall. Hringt var á sjúkrabíl sem sótti þennan ónefnda mann en áttaði hann sig á því þegar komið var í bílinn að ástandið var ekki jafn alvarlegt og hann fyrst taldi.

No Nut November

Næsta mál á dagskrá var að ræða hið svokallaða átak „no nut november,“ en það virðist vera orðin hefð í ákveðnum kreðsum netverja, aðallega á meðal karla, að fá ekki fullnægingu í nóvember. Reglurnar liggja fyrir, standpína er leyfileg en ekkert umfram hana. Ráðrúm er fyrir einu sáðláti í svefni en allt umfram það telst sem fall í átakinu. Hægt er að lesa frekar um átakið hér.

No-Nut-November

Draugar og gónar

Strákarnir sögðu frá persónulegum upplifunum sínum af draugum og öflum handan góðs og ills auk þess sem sérstakar kveðjur voru sendar til þeirra góna sem eru að standa sig best í góna lífsstílnum.

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

6669461719f4a64b1b8588cc5b589732

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

20. nóvember - 14:00

Vanda­málið: Kærast­inn tekur aldrei til hand­ar­innar heima

Bergur Ebbi leysti vandamál hlustenda í vikulega liðnum Vandamálið.

19. nóvember - 14:00

Pönk fyrir 65 ára og eldri á Reykja­vík Dance Festi­val

Lóa Björk úr Tala saman tók púlsinn á Reykjavík Dance Festival sem fer fram um helgina.

19. nóvember - 13:20

Arn­hildur Anna: „Lang­aði að verða sterk eins og mamma“

Arnhildur Anna var einn viðmælenda Birnu í annarri seríu af GYM sem sýnd var á Stöð 2 í sumar.

19. nóvember - 12:00

Lista­maður vik­unn­ar: FKA Twigs

Fjöllistamaðurinn FKA Twigs er listamaður vikunnar á Útvarp 101.

18. nóvember - 11:29

Hraðir bílar og framúrsk­ar­andi leik­arar í Ford v Ferr­ari

Flottir bílar og sjarmerandi aðalleikarar er blanda sem löngum hefur í hávegum verið höfð í Hollywood. Ekki síst er það vegna þess hve vel slíkum myndum gengur fjárhagslega og hvort sem horft er til mynda Steve McQueen eða Fast and the Furious myndanna sívinsælu þá sannast hið forkveðna, hraðir bílar og myndarlegt fólk selur miða.

15. nóvember - 16:00

Eina mann­eskjan í heimi sem hatar Post Malone?

Í mánudagsþætti Tala saman spjölluðu Jóhann Kristófer og Ingibjörg Iða um tónlistarmanninn Post Malone

sjá allt