Hlusta

Bannað að fá full­næg­ingu í nóv­em­ber

8. nóvember, 2019 - 10:30

6669461719f4a64b1b8588cc5b589732

Í Goon Radio var farið um víðan völl og ýmis mál krufin til mergjar. Sendar voru sérstakar kveðjur á goon, eða góna á íslensku, sem unnið hafa gott starf á sínu sviði síðastliðin misseri auk fjölda annara þess sem málefna voru rædd.

Hélt að hann myndi deyja

Formlegheitin voru látin til hliðar í Goon Radio og í byrjun þáttar var rætt fjálglega um orkudrykki og ósparlega neyslu þeirra. Joey sagði sögu af vini sínum, sem fyrir nokkrum árum drakk hálfs lítra orkudrykk fyrir svefninn auk þess sem hann borðaði poka af svörtu Doritos og reykti kannabis jónu en vaknaði í andköfum og hélt sig vera að fá hjartaáfall. Hringt var á sjúkrabíl sem sótti þennan ónefnda mann en áttaði hann sig á því þegar komið var í bílinn að ástandið var ekki jafn alvarlegt og hann fyrst taldi.

No Nut November

Næsta mál á dagskrá var að ræða hið svokallaða átak „no nut november,“ en það virðist vera orðin hefð í ákveðnum kreðsum netverja, aðallega á meðal karla, að fá ekki fullnægingu í nóvember. Reglurnar liggja fyrir, standpína er leyfileg en ekkert umfram hana. Ráðrúm er fyrir einu sáðláti í svefni en allt umfram það telst sem fall í átakinu. Hægt er að lesa frekar um átakið hér.

No-Nut-November

Draugar og gónar

Strákarnir sögðu frá persónulegum upplifunum sínum af draugum og öflum handan góðs og ills auk þess sem sérstakar kveðjur voru sendar til þeirra góna sem eru að standa sig best í góna lífsstílnum.

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

6669461719f4a64b1b8588cc5b589732

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

10. október - 11:00

Vel­komin til 101 Producti­ons

101 Productions er framleiðslufyrirtæki sem einnig rekur útvarpsstöðina Útvarp 101. Ert þú með hugmynd? Sendu okkur línu á idea@101.live.

27. janúar - 10:30

Kapí­tal­ism­inn í sögu­legu sam­hengi

Í nýjasta þætti Heimsenda ræðir Stefán Þór við hagfræðinginn Ólaf Kjaran Árnason um kapítalisma.

24. janúar - 13:00

Heimsend­ir: Síteng­ing

Eruð þér límd við skjáinn? Er símtækið besti vinur þinn? Í nýjasta þætti Heimsenda er rætt um sítengingu og skilgreiningu hennar.

24. janúar - 12:30

Þetta full­orðna fólk er svo skrýtið

Í hlaðvarpinu „Þetta fullorðna fólk er svo skrýtið“ velta Annalísa Hermannsdóttir og Björk Guðmundsdóttir fyrir sér hegðun og hugarstarfi fullorðins fólks á heimspekilegan, sálfræðilegan en þó óvísindalegan hátt.

19. janúar - 14:40

Ein­hleyp, einmana og eirð­ar­laus: Live date

Þáttastjórnendur Einhleyp, einmana og eirðarlaus eru mætt aftur í stúdíóið að jólafríi loknu.

17. janúar - 14:30

„Hopp­andi á rúm­inu og syngj­andi í hár­burst­ann“

„Þetta er bara hreint og beint svefnherbergisdjamm, hoppandi á rúminu og syngjandi í hárburstann“ segir tónlistarkonan Salóme Katrín um lagið „The Other Side“ sem hún sendi frá sér í vikunni.

sjá allt