Hlusta

Bannað að fá full­næg­ingu í nóv­em­ber

8. nóvember, 2019 - 10:30

6669461719f4a64b1b8588cc5b589732

Í Goon Radio var farið um víðan völl og ýmis mál krufin til mergjar. Sendar voru sérstakar kveðjur á goon, eða góna á íslensku, sem unnið hafa gott starf á sínu sviði síðastliðin misseri auk fjölda annara þess sem málefna voru rædd.

Hélt að hann myndi deyja

Formlegheitin voru látin til hliðar í Goon Radio og í byrjun þáttar var rætt fjálglega um orkudrykki og ósparlega neyslu þeirra. Joey sagði sögu af vini sínum, sem fyrir nokkrum árum drakk hálfs lítra orkudrykk fyrir svefninn auk þess sem hann borðaði poka af svörtu Doritos og reykti kannabis jónu en vaknaði í andköfum og hélt sig vera að fá hjartaáfall. Hringt var á sjúkrabíl sem sótti þennan ónefnda mann en áttaði hann sig á því þegar komið var í bílinn að ástandið var ekki jafn alvarlegt og hann fyrst taldi.

No Nut November

Næsta mál á dagskrá var að ræða hið svokallaða átak „no nut november,“ en það virðist vera orðin hefð í ákveðnum kreðsum netverja, aðallega á meðal karla, að fá ekki fullnægingu í nóvember. Reglurnar liggja fyrir, standpína er leyfileg en ekkert umfram hana. Ráðrúm er fyrir einu sáðláti í svefni en allt umfram það telst sem fall í átakinu. Hægt er að lesa frekar um átakið hér.

No-Nut-November

Draugar og gónar

Strákarnir sögðu frá persónulegum upplifunum sínum af draugum og öflum handan góðs og ills auk þess sem sérstakar kveðjur voru sendar til þeirra góna sem eru að standa sig best í góna lífsstílnum.

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

6669461719f4a64b1b8588cc5b589732

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

29. maí - 11:05

Birgir Há­kon: „Ég er lif­andi sönnun þess að það er hægt að snúa við blað­inu“

Birgir Hákon, rappari, er viðmælandi Bergþórs Mássonar að þessu sinni í Kraftbirtingarhljómi guðdómsins.

21. maí - 09:00

Tobba Marínós býr á æsku­heim­ili Skoð­ana­bræðra

Tobba Marínós, ritstjóri DV, var gestur þeirra Snorra og Begga í hlaðvarpinu sívinsæla, Skoðanabræður.

20. maí - 13:00

Stúd­entar falla á milli kerfa og kvíða sumr­inu

Isabel Alejandra Díaz er nýkjörin formaður SHÍ. Hún ræddi málefni stúdenta í síðdegisþættinum Tala saman.

19. maí - 14:00

Nýtt lag frá Brynju: Frí frá áhyggjum af því hvort heim­ur­inn væri að far­ast

Tónlistarkonan Brynja sendi frá sér lagið Light Headed á dögunum.

18. maí - 12:00

Hljóm­sveitin Celebs: Systkini sem hafa öll unnið Mús­íktilraunir

Celebs eru: Hrafnkell Hugi Vernharðsson, Katla Vigdís Vernharðsdóttir og Valgeir Skorri Vernharðsson. Þau eru systkini frá Suðureyri í Súgandafirði og hafa öll á einhverjum tímapunkti unnið Músíktilraunir. Þessi skemmtilega nýja hljómsveit gaf út sitt fyrsta lag á dögunum.

13. maí - 12:50

Dragdrottn­ingar deyja ekki ráða­lausar og streyma sýn­ingum fyrir að­dá­endur

Jenny Purr og Gógó Starr stýra hlaðvarpsþættinum Ráðlagður dragskammtur þar sem þær ræða dragsenuna og öllu því sem henni fylgir. Í nýjustu þáttunum ræða þær online dragsýningarnar á vegum Drag-Súgur.

sjá allt