Hlusta

„Kona mín er ansi langt leidd inn í trúðs­legan heim jað­arkláms­ins“

10. júlí, 2019 - 11:00

berglind festival

Berglind Festival leysti vandamál hlustenda Tala saman.

Fjölmiðlakonan og dansarinn Berglind Festival hefur tileinkað sér bíllausan lífstíl. Það er kannski engin furða þar sem hún vinnur náið með Gísla Marteini, ötulum talsmanni strætóferða og hjólreiða, að gerð Vikunnar á RÚV. Í Vikunni hefur Berglind rannsakað ýmis málefni, rætt við allskonar fólk um allt á milli himins og jarðar og því mætti segja að Berglind hefði ráð undir rifi hverju. Þar af leiðandi þótti viðeigandi að fá Berglindi til þess að aðstoða hlustendur Tala Saman í liðnum Vandamálið, þar sem hægt er að senda inn vandamál og fá aðstoð með úrlausn þess.

Fyrra vandmálið var frá hlustenda sem var ráðalaus:

Sæl Tala saman.

Ég á í stökustu vandræðum með erfitt vandamál og er satt best að segja á fremsta hlunn kominn án þess að hafa fundið á því nokkra raunhæfa úrlausn. Því skrifa ég þér, auðmýktur og ráðalaus, og fel þennan vanda minn þér í hendur.

Svo er mál með vexti að heitmey mín, sem ég kvæntist fyrir sjö árum, hefur algerlega gerbreyst á innan við árslöngu tímabili. Ég þekki hana varla lengur. Allt hófst þetta vorið 2018, þegar ég stóð hana að því að horfa á klám, og allverulegt magn raunar. Mér fannst það einkennilegt, þar eð hún hefur alla tíð verið stækur femínisti og þar af leiðandi lítill aðdáandi hlutgervingarinnar og kvenfyrirlitningarinnar sem fyrirfinnst í hinu almenna klámi. Í ljós kom þó að hún var alls ekki að horfa á neitt almennt eða eðlilegt klám. Klámið sem hún var að horfa á var stórfurðulegt, og þá varð mér ljóst að hún væri alls enginn nýgræðingur í kláminu. Maður hefur jú heyrt ýmsar sögur af því að fólk leiðist sífellt út í harðari og undarlegri blæti því lengur sem það neytir kláms með reglulegu millibili — áhorfandinn fær bara ekki það sama út úr venjulegum trúboða svo á einhverjum tímapunkti þarf að krydda upp á það.

Þetta kom ansi flatt upp á mig. Ég hafði ekki orðið var við það milli okkar tveggja í svefnherberginu að smekkur hennar hefði umturnast svo sem raun bar vitni, en eftir að ég gekk inn á hana í miðjum klíðum játaði hún við mig að vissulega fengi hún lítið sem ekkert lengur úr hversdagslegum vanillu-samförum okkar, og að hún kæmist aðeins raunverulega á hátind sinn þegar hún léti freistast til þess að horfa á klæmingarnar undarlegu. Ég var þó allur af vilja gerður til þess að krydda upp á bólfarirnar ef það þýddi að við gætum raunverulega átt opnara og heilbrigðara samband, og til að byrja með gerði ég heiðvirða tilraun til þess að láta henni eftir fantasíuna.

Nú berst sagan að vandamálinu sem ég leita til þín með, Lóa: vandi minn er sá að ég einfaldlega get ekki tekið þátt í þessum skrípaleik lengur. Kona mín er nefnilega ansi langt leidd inn í trúðslegan heim jaðarklámsins. Til þess að geta fullnægt þörfum hennar þyrfti ég að klæða mig upp í svokallaðan loðbolta-búning, það sem á ensku kallast "furry". Þess að auki leik ég eftir athöfn sem á ensku kallast "vore", en hún felur það í sér að hún þykist með einum eða öðrum hætti verða tröllvaxin að stærð og gleypa mig svo með húð og hári.

Þetta gerði ég þó nokkrum sinnum. Ég gelti og ýlfraði í loðbúningnum og lék stórleik þegar hún þóttist gleypa mig í heilu lagi, hrópandi og kallandi á hjálp. En nú er nóg komið og ég einfaldlega get ekki meir. Ég skil þetta engan veginn og heitkona mín virðist mér nánast ókunn.

Þegar ég reyni að ræða þetta við hana bregst hún við með glottum og háðsglósum. Hún segir mér að "logga mig út" og kallar mig "boomer", hvað sem það nú þýðir. Að hennar mati er ég einfaldlega ófær um að halda í við hana og óumflýjanlega framrás tímans. Hún neitar að fylgja mér til hjónabandsráðgjafa, hvað þá til sálfræðings sem gæti hjálpað henni að losa sig við klámfíknina.

Ég hef ekki úthald í þetta lengur, en ég elska hana enn jafn heitt og daginn sem ég varð ástfanginn af henni. Ef til vill er ekkert annað í boði fyrir mig en að binda endi á hjónabandið. Nú, eða ég gæti leyft mér að leiðast niður sömu kanínuholu og eiginkona mín og leyft yfirgengilegri klámfíkninni að éta mig lifandi.

Ég er lens, ráðalaus, og get ekki annað en fórnað höndum. Hvað get ég gert, Lóa? Nú hef ég lýst vandamáli mínu fyrir þér og vona heitt og innilega að þú getir veitt mér einhver hollráð. Ég bíð svars af óþreyju. Með fyrirfram þökk og kærustu kveðjum,

Hr. Ráðalaus Og Loðinn

Hitt vandmálið var í styttri kantinum en þó ekki síðra:

Hæhæ, takk fyrir þennan platform. Ég á sjálfur frekar erfitt með að tala um þetta við vini mína og er ekki að meika að fara til sálfræðings. En vandamálið mitt er frekar vandræðalegt. Kærastan mín hætti með mér eftir 5 ár. Við vorum nýbúin að kaupa okkur íbúð svo það er vandamál út af fyrir sig en ég þurfti að flytja aftur til mömmu. Svo ég er búinn að búa með henni núna síðustu 2 ár. Og hef ekki verið með stelpu síðan þá. Vandamálið er í rauninni að mér finnst eins og ég sé búin að missa mojo-inn. Ég var alveg frekar flottur áður en ég byrjaði með fyrrverandi kærustunni minni. En núna líður mér eins og ég sé bara eihver vofa af manni. Ég er samt í alveg ágætu formi.. En ég verð kvíðinn yfir því að tala við stelpu á djamminu, kvíðinn yfir því standa mig ekki í rúminu og svo gæti ég aldrei í lífinu komið með hana heim til mömmu. Hvað mynduð þið mæla með að gera? Og ekki segja mér að fara á eitthvað sjálfshjálparnámskeið því það myndi láta mig springa úr kvíða.

Sorry hvað þetta var langt. Og það væri næs ef þið mynduð ekki birta nafnið mitt svo fyrrverandi kærastan mín viti ekki af þessum vandræðum. En takk fyrir þetta.

bkv. XXX XXX

Hlustaðu á Berglindi Festival leysa þessi vandamál í spilaranum hér að ofan.

Tala saman er í loftinu alla virka daga milli 16:00 og 18:00 á 94,1 og 101.live í boði Spiderman: Far from home og Dominos.

Þátturinn í heild sinni er aðgengilegur á Spotify:

berglind festival

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

10. október - 11:00

Vel­komin til 101 Producti­ons

101 Productions er framleiðslufyrirtæki sem einnig rekur útvarpsstöðina Útvarp 101. Ert þú með hugmynd? Sendu okkur línu á idea@101.live.

27. janúar - 10:30

Kapí­tal­ism­inn í sögu­legu sam­hengi

Í nýjasta þætti Heimsenda ræðir Stefán Þór við hagfræðinginn Ólaf Kjaran Árnason um kapítalisma.

24. janúar - 13:00

Heimsend­ir: Síteng­ing

Eruð þér límd við skjáinn? Er símtækið besti vinur þinn? Í nýjasta þætti Heimsenda er rætt um sítengingu og skilgreiningu hennar.

24. janúar - 12:30

Þetta full­orðna fólk er svo skrýtið

Í hlaðvarpinu „Þetta fullorðna fólk er svo skrýtið“ velta Annalísa Hermannsdóttir og Björk Guðmundsdóttir fyrir sér hegðun og hugarstarfi fullorðins fólks á heimspekilegan, sálfræðilegan en þó óvísindalegan hátt.

19. janúar - 14:40

Ein­hleyp, einmana og eirð­ar­laus: Live date

Þáttastjórnendur Einhleyp, einmana og eirðarlaus eru mætt aftur í stúdíóið að jólafríi loknu.

17. janúar - 14:30

„Hopp­andi á rúm­inu og syngj­andi í hár­burst­ann“

„Þetta er bara hreint og beint svefnherbergisdjamm, hoppandi á rúminu og syngjandi í hárburstann“ segir tónlistarkonan Salóme Katrín um lagið „The Other Side“ sem hún sendi frá sér í vikunni.

sjá allt