Hlusta

Bie­ber á erf­iðum stað

12. mars - 15:00

justin-bieber-51

Frá því að Justin Bieber gaf út plötuna Purpose í nóvember 2015 hefur margt gerst í lífi poppstjörnunar. Hann fylgdi plötunni eftir með tónleikaferðalagi um Bandaríkin og síðarmeir um allan heim, meðal annars spilaði hann í Kórnum í Kópavogi eins og margir muna, en þurfti svo að slaufa ferðalaginu fyrr en áætlað var sökum heilsu sinnar. Saga Biebers og Selenu Gomez lauk árið 2018 þegar Justin giftist Hailey Baldwin en aðdáendur barnastjörnunnar höfðu bundið miklar vonir við að Justin myndi enda með Selenu. Nú bíða aðdáendur Biebers spenntir eftir því að kanadíska poppstjarnan gefi frá sér nýja tónlist en platan Purpose var gríðarvinsæl og ekki má búast við öðru en að næsta plata Biebers muni hafa sömu velgengni að fagna.

Í forsíðuviðtali við Vogue opnaði Justin sig nýverið og talaði opinskátt um hjónaband sitt við Hailey, um þunglyndið sem hann þjáðist af á Purpose tónleikaferðalaginu og misnotkun sína á kvíðastillandi lyfjum í kjölfarið. Poppstjarnan virðist vera að ganga í gegnum erfiða tíma því nú nokkrum vikum eftir Vogue viðtalið birti hann mynd á Instagram af sér ásamt umboðsmanninum sínum, Scooter Braun, og Kanye West að biðja. Undir myndinni segist Bieber vilja láta aðdáendur sína vita að hann sé búinn að vera á erfiðum stað, finnist hann vera aftengdur og líða skringilega. Hann segist þó ekki deyja ráðalaus en biðlar til aðdáenda sinna að biðja fyrir sér.

Myndina má sjá hér að neðan og hægt er að lesa viðtalið við Justin og Hailey hér.

justin-bieber-51

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

23. maí - 07:30

Twilight stjarna næsti Bat­man?

Eftir mislukkaða dvöl sem Leðurblökumaðurinn stígur Ben Affleck til hliðar og áhugavert verður að sjá hvernig tekið verður í eftirmann hans.

22. maí - 14:15

Lítil um­ræða um smá­skömmtun of­skynj­un­ar­lyfja á Ís­landi

Smáskömmtun ofskynjunarefna er orðið stórt *trend* í Bandaríkjunum en bera neytendur neyslu sína í hljóði á Íslandi?

22. maí - 11:24

Þetta er svo gaman að það tímir eng­inn að hætta

Þann 29. Maí munu ritlistarnemar fagna útgáfu smásagnasafnsins Það er alltaf eitthvað í Mengi. Bókin er afrakstur áfanga í ritlistarnámi Háskóla Íslands. Una útgáfuhús stendur að baki útgáfunni. Nemunum þykir námið svo skemmtilegt að þau tíma varla að hætta.

22. maí - 10:38

Kær­asti Kylie Jenner leggur kven­fólki í Banda­ríkj­unum lið

Travis Scott, rapparinn og kærasti Kylie Jenner, hyggst gefa ágóðann af sölum á tónleikavarning Hangout Fest til samtakanna Planned Parenthood. Samtökin Planned Parenthood sjá um kvensjúkdómalækningar og framkvæma m.a. þungunarrof.

22. maí - 10:15

Stærstu tískumiðlar heims fjalla um nýj­ustu línu 66° Norður

Tveir stærstu götutískumiðlar heims fjölluðu báðir um íslenska fatamerkið 66°Norður í vikunni.

21. maí - 13:15

Allt sem við vitum um fram­haldsseríu af Game of Thrones

Nú þegar áttunda sería Game of Thrones hefur lokið göngu sinni bíða aðdáendur spenntir eftir nýrri seríu sem fer mörg þúsund ár aftur í tímann.

sjá allt