Hlusta

Bie­ber á erf­iðum stað

12. mars - 15:00

justin-bieber-51

Frá því að Justin Bieber gaf út plötuna Purpose í nóvember 2015 hefur margt gerst í lífi poppstjörnunar. Hann fylgdi plötunni eftir með tónleikaferðalagi um Bandaríkin og síðarmeir um allan heim, meðal annars spilaði hann í Kórnum í Kópavogi eins og margir muna, en þurfti svo að slaufa ferðalaginu fyrr en áætlað var sökum heilsu sinnar. Saga Biebers og Selenu Gomez lauk árið 2018 þegar Justin giftist Hailey Baldwin en aðdáendur barnastjörnunnar höfðu bundið miklar vonir við að Justin myndi enda með Selenu. Nú bíða aðdáendur Biebers spenntir eftir því að kanadíska poppstjarnan gefi frá sér nýja tónlist en platan Purpose var gríðarvinsæl og ekki má búast við öðru en að næsta plata Biebers muni hafa sömu velgengni að fagna.

Í forsíðuviðtali við Vogue opnaði Justin sig nýverið og talaði opinskátt um hjónaband sitt við Hailey, um þunglyndið sem hann þjáðist af á Purpose tónleikaferðalaginu og misnotkun sína á kvíðastillandi lyfjum í kjölfarið. Poppstjarnan virðist vera að ganga í gegnum erfiða tíma því nú nokkrum vikum eftir Vogue viðtalið birti hann mynd á Instagram af sér ásamt umboðsmanninum sínum, Scooter Braun, og Kanye West að biðja. Undir myndinni segist Bieber vilja láta aðdáendur sína vita að hann sé búinn að vera á erfiðum stað, finnist hann vera aftengdur og líða skringilega. Hann segist þó ekki deyja ráðalaus en biðlar til aðdáenda sinna að biðja fyrir sér.

Myndina má sjá hér að neðan og hægt er að lesa viðtalið við Justin og Hailey hér.

justin-bieber-51

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

18. mars - 15:45

Háska­leik­ur: Felix Leifur

Felix Leifur var gestur Háskaleiks föstudaginn 15. mars. Áskell spurði hann spjörunum úr varðandi ferilinn, Brot seríuna, sömplin og margt fleira. Öll tónlistin í þættinum er frumsamin og mikið af tónlist sem hefur aldrei heyrst í útvarpi áður.

18. mars - 12:05

Úlfur Úlfur gefa út nýtt lag og gefa ráð gegn kulnun

Hljómsveitin Úlfur Úlfur gefa út lag eftir tveggja ára pásu í útgáfu. Þeim finnst heimurinn hreyfast hratt og fjallar nýja lagið um það.

15. mars - 16:50

Hljóm­sveit vik­unn­ar: Vök

Íslenska hljómsveitin Vök er hljómsveit vikunnar hér á Útvarp 101. Serían tónlistarmaður/hljómsveit vikunnar er unnin í samstarfi við Sónar Reykjavík.

15. mars - 14:20

101 Frétt­ir: Sjálfs­fróun kvenna, Ístón og fleira

101 Fréttir er vikulegur poppkúltúrfréttaþáttur Útvarps 101. Í þessum þætti af 101 Fréttir ræðum við Íslensku tónlistarverðlaunin, sjálfsfróun kvenna og fleira.

15. mars - 12:45

Hjóla­brettastrákur með svaka­leg læri

Það hafa fáir haft jafn mikil áhrif á dægurmenningu Íslands undanfarin ár eins og Emmsjé Gauti. Hann kíkti í GYM með Birnu Maríu og ræddi tónlistina, föðurhlutverkið og næstu verkefni.

15. mars - 12:10

Kyn­líf er leikur

Á Sexy föstudegi var Eygló Hilmarsdóttir, leikkona, viðmælandi þáttarins. Hún ræddi við þáttastjórnendur um hluti sem viðkoma kynlífi, einnar nætur gaman, fyrsta skiptið, kynlíf í samböndum og erótík.

sjá allt