Hlusta

Birnir opnar sig um með­ferð­ina í Sví­þjóð

26. júlí - 10:15

5F602396-B3F4-4D7D-B06A-291A1AB2A51F
Skoðanabræður skrifa:

Lífið er erfið veisla! Eða lífið er veisla, en þangað mæta nokkrir óboðnir gestir.

Eins og til dæmis eiturlyfjafíkn. Karlmaður vikunnar hefur kynnst því. Og hann virðist jafnframt hafa sigrast á því. Af hverju ertu að spyrja mig, af hverju, á hverju ertu, eða hvað sem í fjandanum er sagt í þessu lagi. En Birnir er ekki á neinu, það er punkturinn. Hann er frjáls maður.

Birnir gekk í öndverðu með drauma í eistunum, hann tjáði þá við karlmenn í portinu á Prikinu, hann ætlaði að verða stór, hann ætlaði að sigra leikinn, og hvað gerðist. Draumarnir rættust. Þeir sem sé gera það, en til þess að útskýra það þarf að spóla nokkur ár til baka. Hver er Birnir! er því spurt og því svarað skilmerkilega.

Þátturinn er með óhefðbundnu sniði: Birnir fylgist ekki með bullshittinu sem Skoðanabræður hafa lifibrauð sitt af. Skoðunum. Hann er meira að líta inn á við, að mæta sínum innri manni og kanna aðeins hvert stefnir. Hann er nýkominn úr meðferð við áfengis- og eiturlyfjafíkn. Hann dvaldist í Svíþjóð um hríð.

Þetta virðist vera fyrsta opinskáa mannlífsviðtal sem hann fer í eftir það og um leið afsveinar hann Skoðanabræður í að framleiða slíkt efni fyrir útvarp. Útkoman er alvöru opinskár lasleiki í beinni. Nema vitaskuld ekki í beinni, enda öldur ljósvakans teknar nýstárlegum tökum af Skoðanabræðrum, hlaðvarpið er aðgengilegt hvenær sem er.

Og „ég held að ég þurfi að fara að kveikja aðeins á perunni, fullt af wack motherfuckers hérna í senunni.“ Hverjir eru þessir ræfilslegu móðurriðlar, Birnir, hverjir eru þeir?

Safinn er á lofti, hann er heilandi í eðli sínu og hann er á vegum Útvarps 101, eins og kveðið var á um í öndverðu.

67498554 2379611045695906 7448553389639598080 n

(Skoðanabræður má og á að styrkja í síma 661-4648 á Kass eða Aur)

Skoðanabræður er útvarpsþáttur á vegum Útvarps 101 og hóf göngu sína í vor. Þáttastjórnendur eru bræðurnir Snorri og Bergþór Mássynir. Þeir fá til sín vikulegan gest og krefja hann skoðanna. Á meðal annarra gesta eru þau Þóra Tómasdóttir, Danni Deluxe, ClubDub, Berglind Festival, Birgitta Líf, Logi Pedro og Lóa Björk. Þættina má nálgast á Spotify og hér á síðu Útvarps 101.

5F602396-B3F4-4D7D-B06A-291A1AB2A51F

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

20. september - 12:30

Óvina­saga Kar­dashian systr­anna

Þær eru elskaðar og hataðar. Í gegnum tíðina hafa Kardahsian systurnar átt í ýmsum útistöðum við fólk í bransanum enda elskar fólk að tjá skoðanir sínar á þeim. Allar helstu erjur systranna og hvernig þær hafa svarað fyrir sig.

19. september - 14:00

Tók starf­inu eftir sann­fær­andi sím­tal Kára Stef­áns­sonar

Tanya Zharov aðstoðarforstjóri Íslenskrar erfðagreiningar er nýjast viðmælandi þáttarins Þegar ég verð stór. Hún ræðir ferilinn sinn, hvernig það er að vera eina konan í stjórninni og mikilvægi fjölbreytileikans.

19. september - 13:30

Fund­ust engin íþrótta­föt á Birgittu dúkk­una

Birgitta Haukdal fór með Bibbu í GYM þar sem Bibba kenndi henni á ketilbjöllur og Birgitta tók svo Bibbu í smá jóga. Í þættinum spjalla þær um heilsuna, tónlistina og Birgittu dúkkuna.

19. september - 12:00

Um­hverf­is­hetjan í stríði við um­hverf­is­sóða

Umhverfishetjan kíkti í viðtal í Múslí í vikunni og sagði strákunum frá plönum sínum.

17. september - 13:00

Rapp­ar­inn Birgir Há­kon: Ný plata og ár af ed­rú­mennsku

Rapparinn úr Breiðholtinu, Birgir Hákon, gaf út sína fyrstu plötu á dögunum. Hann hefur verið edrú í ár og segir það vera kraftaverk.

16. september - 15:00

Lista­maður vik­unn­ar: Kelsey Lu

Kelsey Lu er listamaður vikunnar á Útvarp 101.

sjá allt