Hlusta

Krabba Mane: „Rappa um meira en bara dóp“

19. ágúst, 2019 - 12:23

IMG 2982

„Ég hef verið betri, en gæti verið verri,“ segir Ástþór Hjörleifsson betur þekktur sem Krabba Mane en hann hélt útgáfuhóf í tilefni nýrrar plötu á Prikinu kvöldið áður en hann kíkti í Tala saman.

Breytir nú um stefnu

Platan Krabba Mane er sjö laga útgáfa unnin af þeim Krabba Mane og Bngrboy. Platan kom út á föstudaginn en hefur verið í bígerð síðan 2017. Krabba Mane segir þema plötunnar snúa að sínu lífi. „Ég er að rappa um lífið mitt síðustu tvö árin. Seinustu tvö lögin endurspegla meira hver ég er í dag, þetta er smá svona karakter þróun. Ég ætla að breyta um stefnu og rappa um meira en bara dóp og þannig.

Ekki að lofyngja neitt

Aðspurður um ábyrgðartilfinningu gagvart því að vera fyrirmynd segist Krabba Mane ekki finna til hennar. „Fólk þarf ekki að taka neitt inn á sig, það er allavega ekki á minni ábyrgð ef svo er. Ég er heldur ekki að lofsyngja neitt. Síðustu lögin á plötunni eru svolítið um það, ef einhver krakki er að hlusta og heldur að hann eigi að apa upp eftir mér þá er hann ekki að meðtaka þetta rétt.“

Þekktur sem Rúv gæinn

„Ég byrjaði í tónlist 2012 - 2013 og hélt úti Soundcloud síðu sem fékk alveg smá athygli.“ Víðfrægt er orðið remix af Rúv stefinu sem má finna á Soundcloud. „Fólk kemur enn upp að mér í dag og þekkir mig sem Rúv gæjann en ekki sem rappara,“ segir Krabba Mane.

Hvernig byrjaðirðu að rappa?

„Í einhverju rugli bara, djammi með strákunum. Síðan kynntist ég Marteini Hjartarsyni eða Bngrboy, hann bauð mér upp í studio og ég var búinn að semja texta. Hann sagði: Þú verður að segja þetta eins og þú meinir þetta. Það var ekki aftur snúið.“

Hverju skal ekki spyrja að

Lagið þitt á plötunni Ekki spyrja. Hverju á ekki að spyrja þig að?

„Ekki spyrja mig hvort ég sé með eitthvað á mér. Ekki skipta þér að því hvort ég sé enn að drekka eða reykja. Þetta kemur þér ekki við. Ekki vera að tjá þig ef þú veist ekkert um málið.“

Hlustaðu á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Tala saman er alla virka daga á milli kl. 16-18 á Útvarpi 101

IMG 2982

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

10. október - 11:00

Vel­komin til 101 Producti­ons

101 Productions er framleiðslufyrirtæki sem einnig rekur útvarpsstöðina Útvarp 101. Ert þú með hugmynd? Sendu okkur línu á idea@101.live.

27. janúar - 10:30

Kapí­tal­ism­inn í sögu­legu sam­hengi

Í nýjasta þætti Heimsenda ræðir Stefán Þór við hagfræðinginn Ólaf Kjaran Árnason um kapítalisma.

24. janúar - 13:00

Heimsend­ir: Síteng­ing

Eruð þér límd við skjáinn? Er símtækið besti vinur þinn? Í nýjasta þætti Heimsenda er rætt um sítengingu og skilgreiningu hennar.

24. janúar - 12:30

Þetta full­orðna fólk er svo skrýtið

Í hlaðvarpinu „Þetta fullorðna fólk er svo skrýtið“ velta Annalísa Hermannsdóttir og Björk Guðmundsdóttir fyrir sér hegðun og hugarstarfi fullorðins fólks á heimspekilegan, sálfræðilegan en þó óvísindalegan hátt.

19. janúar - 14:40

Ein­hleyp, einmana og eirð­ar­laus: Live date

Þáttastjórnendur Einhleyp, einmana og eirðarlaus eru mætt aftur í stúdíóið að jólafríi loknu.

17. janúar - 14:30

„Hopp­andi á rúm­inu og syngj­andi í hár­burst­ann“

„Þetta er bara hreint og beint svefnherbergisdjamm, hoppandi á rúminu og syngjandi í hárburstann“ segir tónlistarkonan Salóme Katrín um lagið „The Other Side“ sem hún sendi frá sér í vikunni.

sjá allt