Hlusta

CCTV og 66°N­orður í eina sæng

7. júní - 12:30

66N CCTV 0786 01 1

Tískumerkið CCTV er efalaust flestum ungmennum landsins kunnugt en merkið hefur verið starfrækt í 2 ár og haldið fjórar „pop-up“ búðir við góðar viðtökur. Stofnendur merkisins þeir Guðmundur Magnússon og Aron Freyr Kristjánsson kynntust í MH og komust fljótt að því að þá langaði að skapa eitthvað saman og svo var það nokkru síðar, í júní 2017 að fyrsta lína CCTV kom út.

66N CCTV 2396 01 1

Hugmyndin að samstarfinu spratt þegar þeir félagar fundu regnkápuefni í Álnavörubúðinni í Hveragerði og þróuðu prufueintak af jakka sem þeir svo sýndu 66°Norður. Í samtali við Fréttablaðið segir Aron að fyrirtækinu hafi strax litist vel á jakkann, því hann vísi í arfleið 66°Norður og sé á sama tíma settur í samhengi við nútímann og nálgun CCTV á fagurfræði. Í kjölfarið voru fleiri vöru þróaðar.

Boðið verður til veislu í „pop-up“ versluninni að Hverfisgötu 39 kl. 17:00 í dag þar sem hægt verður að hlusta á tónlist, fá sér léttar veitingar og versla nýju línu CCTV og 66°Norður.

Hér að neðan má sjá vefþáttinn ÞETTA ER: CCTV en þeir félagar voru viðmælendur fyrsta þáttar seríunnar.

66N CCTV 0786 01 1

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

18. október - 10:40

Herra Hnetu­smjör fór á Nickel­back tón­leika í Búdapest

Það dregur til tíðinda þegar Herra Hnetusmjör heldur stórtónleika. Hann ætlar að fylla Gamla bíó og bjóða upp á svakalegt sjónarspil. Hann kom í skemmtilegt viðtal til Jóa og Lóu í Tala saman.

18. október - 10:20

Vanda­málið: Vin­konu­drama og reitti ein­stak­ling til reiði á net­inu

Við leysum vandamál hlustenda í Tala saman, sama hversu flókin þau kunna að vera.

18. október - 00:00

Gleymdir Hollywood skandalar

Enginn er fullkominn. Öll gerum við mistök en það vekur þó athygli fleiri þegar fræga og fallega fólkið í Hollywood fer út af sporinu. Hér er listi af nokkrum eftirminnilegum klúðrum.

17. október - 15:00

101 Frétt­ir: Floni berst við leð­ur­blöku

Það helsta úr fréttum vikunnar hjá Útvarpi 101

17. október - 12:00

Lista­maður vik­unn­ar: DaBaby

Tvímælalaust einn stærsti rappari ársins 2019 kemur frá Charlotte í Bandaríkjunum og kallar sig DaBaby. Önnur plata hans, Kirk, kom út á dögunum og er DaBaby listamaður vikunnar á Útvarp 101.

17. október - 08:00

Tommi á Búll­unni: „Ég ætl­aði alltaf að verða for­sæt­is­ráð­herra“

Í nýjasta þætti GYM fer Birna María í ræktina með Tómasi Andrési Tómassyni, betur þekktur sem Tommi á Búllunni.

sjá allt