Hlusta

Út­varps­þættir

2. janúar, 2019 - 15:00

Poster vefsida3

Útvarpsþættir

Morgunþátturinn Múslí

Morgunþátturinn Múslí er í stjórn Sigurbjarts Sturlu Atlasonar og Loga Pedro Stefánssonar.

Morgunþátturinn Múslí leiðir hlustendur inn í daginn með nýjustu fréttum, áhugaverðum um tónlist, tísku, menningu og poppkúltúr.

Múslí er á dagskrá alla virka daga frá kl. 08.00 - 10.00.

Síðdegisþátturinn Tala saman

Fyndnustu og skoðanamestu einstaklingar landsins sameinaðir í einn síðdegisþátt. Það eru þau Lóa Björk Björnsdóttir, Jóhann Kristófer Stefánsson og Birna María Másdóttir. Öll hafa þau reynslu af útvarpi og dagskráðgerð.

Tala Saman er skemmti- og spjallþáttur. Í honum er fjallað um poppkúltúr og menningu hvaðan að úr heiminum og hluti sem móta daglegt líf okkar á Íslandi.

Tala saman er með ykkur alla virka daga frá kl. 16-18 á Útvarpi 101.

Plútó

Plútó er hópur plötusnúða sem starfrækt hefur vikulegan útvarpsþátt í rúm fjögur ár auk þess að standa fyrir mýmörgum klúbbakvöldum víðsvegar í Reykjavík. Hópurinn hefur flutt inn listamenn á borð við techno tónlistarmanninn Perc, grime tónlistarmanninn Spooky, plötusnúðahópinn Ectotherm og listamenn af bresku tónlistarútgáfunni Opal Tapes. Plútó hópurinn spilaði í Boiler Room í fyrra og á Redbull Music Academy sýningarkvöldi ásamt DJ Earl (TEKLIFE). Plútó var einnig lokunaratriði Sónar Reykjavík 2017 en Resident Advisor valdi það sem eitt af fimm bestu atriðum hátíðarinnar.

Það er greinilega komið að ákveðnum vatnaskilum í útvarpssögu Plútó og eru meðlimir hópsins að eigin sögn gríðarlega stoltir og spenntir að fá að flytja starfsemi sína yfir á Útvarp 101.

Plútó er á dagskrá öll laugardagskvöld á milli kl. 20.00 - 22.00.

Radio J’adora

Plötusnúðurinn Dóra Júlía er í beinni útsendingu öll fimmtudagskvöld með DJ-set og góða gesti. Dóra Júlía hefur notið mikilla vinsælda síðastliðin ár sem plötusnúður en hún gaf einnig frá sér smellinn Zazaza undir listamannanafninu J’dora. Þátturinn er á partýnótunum og er hann líkt og Dóra

*Radio J'adora er á dagskrá á fimmtudögum frá kl. 20.00 - 22.00 í boði Sæta Svínsins. *

Háskaleikur

Háskaleikur er glænýr danstónlistarþáttur með Áskeli (BORG) en hann er einn vinsælasti plötusnúður landsins. Þátturinn er klukkutími af tónlist og tali þar sem Áskell rennir yfir nýjustu strauma og stefnur í danstónlistarheiminum auk klukkutíma af gestamix. Í gestamixunum verður jafnt kynjahlutfall plötusnúða með blöndu af íslenskum og erlendum gestum.

Háskaleikur er á dagskrá öll föstudagskvöld á milli kl. 20.00 - 22.00.

Þegar ég verð stór

Þær Vaka Njálsdóttir og Vala Rún Magnúsdóttir fara með þáttastjórn á hlaðvarpsþættinum Þegar ég verð stór. Þátturinn hefur notið mikilla vinsælla, ekki síst í podcast útgáfunni, og er hann orðinn einn af vinsælli podcast þáttum landsins. Þær stöllur fá til sín konur úr ýmsum geirum atvinnulífsins og fá að skyggnast inn í þeirra líf og feril. Þegar hafa sjö þættir verið framleiddir og má nálgast þá hér.

Þegar ég verð stór er á dagskrá alla miðvikudaga kl. 20.00 og eru síðan aðgengilegir á Spotify og iTunes.

Þunnudagskvöld

Þáttastjórnendur eru þeir Aron Már (Aron Mola) og Arnar Ingi Ingason (Young Nazareth). Þátturinn er sérstaklega tileinkaður þeim sem eru að takast á við timburmennina. Arnar og Aron spila þægilega tóna og koma hlustendum í gegnum erfiði helgarinnar með góðu spjalli og opinskáu samtali við hlustendur. Young Nazareth er á meðal vinsælustu plötusnúðum landsins og má því treysta á vel valda tónlist í þættinum á meðan leikarinn og samfélagsmiðlastjarnan Aron Mola lofar að breiða yfir hlustendur sængina og hella upp á heitan kakóbolla.

Þunnudagskvöld er á dagskrá alla sunnudaga frá kl. 19.00 - 21.00.

Vefþættir

Lag verður til

Í þáttunum Lag verður til fáum við innsýn í hvernig mörg af vinsælustu lögum þjóðarinnar urðu til. Á meðal gesta eru Friðrik Dór, Bríet, Cyber og ClubDub.

Lag verður til er í boði Metro og má nálgást þá hér.

GYM

Líkamsrækt er meginstef þáttarins GYM. Þættirnir eru undir stjórn Birnu Maríu Másdóttur. Í þáttunum fær Birna til sín þjóðþekkta einstaklinga og fer með þeim í ræktina. Oftast er tekið vel á því en stundið er bara farið á trúnó. Þegar hafa þau Gísli Marteinn, Sunneva Einars, Dóra Júlía og Indíana Jóns verið gestir og eigum við von á fleiri góðum.

GYM er í boði World Class, GOGO, Nike og Now og má nálgast þá hér.

ÞETTA ER

Þættirnir ÞETTA ER eru stuttir heimildarþættir um ungt listafólk sem fæst við spennandi verkefni. Í þáttunum fáum við að skyggnast inn í þeirra hugarheim, heimsækjum vinnustofur og stúdíó. Gestir ÞETTA ER hafa verið Korkimon, xdeathrow, CCTV, Fríða Ísberg og JFDR.

ÞETTA ER er í boði Húrra Reykjavík og má nálgast þá hér.

Poster vefsida3

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

27. mars - 13:00

Skipt­inemar flykkj­ast heim: „Ég hef aldrei nokk­urn tím­ann haft það verra“

Íslenskir skiptinemar flykkjast heim til Íslands um þessar mundir vegna Covid-19 og skólalokanna. Snorri Másson, blaðamaður og íslenskunemi er einn þeirra.

26. mars - 13:30

Enn einn list­inn af hlutum til að gera í sótt­kví

Stór hluti þjóðarinnar er ýmist í sóttkví eða heimavinnandi um þessar mundir. Við settum saman lista af hlutum sem hægt er að gera til að drepa tímann.

26. mars - 13:00

Mennt­skæl­ingur lítur á lokun skól­ans sem frí

Grettir Valsson er einn þeirra fjöldamörgu menntskælinga sem fer ekki í skólann um þessar mundir. Hann lítur á þetta sem frí og hefur verið mikið úti.

25. mars - 12:00

Fyndn­ustu tíst vik­unnar

Ertu að leita að einhverju fyndnu? Við tókum saman lista yfir fyndustu tíst vikunnar.

25. mars - 09:00

Lét mynda sig á dán­ar­beð­inum

Nanna Kristjánsdóttir fjallar um tónskáldið Edward Elgar í nýjasta þættinum af Classic. Classic er þáttur um klassíska tónlist með óhefðbundinni nálgun fyrir byrjendur og lengra komna.

24. mars - 13:00

Að­gerðarpakki Tala saman vegna COVID-19

Um helgina kynnti ríkisstjórn Íslands aðgerðarpakka til að koma til móts við einstaklinga og fyrirtæki sem lenda í hremmingum vegna COVID-19. Það var þó alls ekki komið nægilega til móts við hlustendahóp Útvarps 101 og tóku því Jóhann og Lóa málin í sínar hendur.

sjá allt