Hlusta

Hlað­vörp

2. janúar, 2019 - 15:00

SKOÐANABRÆÐR

Dagskráin á Útvarpi 101 stækkar og breiddin er sífelt að verða meiri. Útvarpsþáttum og hlaðvarpsþáttum fjölgar og nýtt dagskrágerðarfólk bætist í hópinn.

Skoðanabræður

Skoðanabræður halda ótrauðir áfram. Bergþór og Snorri Mássynir eru bræður sem hafa miklar skoðanir á hlutunum. Þeim þótti 280 stafir á Twitter ekki nóg og ákváðu því að byrja með sitt eigið hlaðvarp síðasta sumar, Skoðanabræður. Í þáttunum fá þeir til sín gest og krefja hann um skoðanir á hinum ýmsu málefnum. Útvarpsþættirnir hafa alið af sér dyggan aðdáendahóp, hópur sem kallast Skoðanabræðralagið.

Skoðanabræður gefa út þátt á hverjum föstudegi og eru á dagskrá á mánudögum kl. 11 á Útvarp 101.

Ráðlagður dragskammtur

Dragdrottningarnar Gógó Starr og Jenny Purr stýra hlaðvarpsþættinum Ráðlagður Dragskammtur. Þessar úrvals Íslands-drottningar munu spjalla um drag, hinsegin menningu, og allt sem þeim dettur í hug, svo það má búast við að farið verði um víðan völl og glimmeri dreift alla leiðina.

Ráðlagður Dragskammtur kemur annan hvorn fimmtudag kl. 20:00 á Útvarpi 101 og Spotify.

Athyglisbrestur á lokastigi

Athyglisbrestur á lokastigi er hlaðvarp um þjóðfélagsmál, poppmenningu og samtímann út frá sjónarhorni tveggja kvenna sem vita allt um allt. Salvör Gullbrá og Lóa Björk eru sviðslistakonur, grínistar og sérfræðingar í poppkúltúr. Þær fá reglulega til sín gesti og ræða þau menningarfyrirbæri sem eru í brennidepli þá stundina.

Athyglisbrestur á lokastigi er á dagskrá alla fimmtudaga kl. 16:00 á Útvarpi 101 og er aðgegnilegur á öllum helstu streymisveitum.

Sunshine and lollypops

Sunshine and Lollipops er skemmtilegur viðtalsþáttur þar sem uppistandarinn og diskódrottningin Anna Þóra lætur gamminn geysa. Hún fær til sín gesti og eins og kunnugir vita þá er ekkert ómögulegt og allt uppi á borðum.

Sunshine and lollypops kemur út á spotify alla mánudaga kl. 17:00

Já OK

Vinirnir og leikararnir Vilhelm Neto og Fjölnir Gíslason eru fluttir með hlaðvarpið sitt Já OK frá RÚV yfir í notalegheitin á Útvarp 101. Til umfjöllunar er íslenska saga og poppkúltúr þar sem markmiðið félaganna er að fræða án þess að vera leiðinlegir, leyfa sér að hafa gaman að umræðuefninu - og kannski fá bláan ópal til baka í leiðinni. Ef þig hefur alltaf langað að læra um Jörund Hundadagakonung eða Þorskastríðið en ekki nennt að pikka upp bók, þá er fullkomið tækifæri fyrir þig að byrja að hlusta á Já OK. Ekki bara það, heldur fara strákarnir alltaf alla leið við upplýsingaöflun og leggja á sig alls kyns rannsóknarvinnu, eins og að komast að hvar Tommi Tómatur hafi endað, eða hvaða lög hafa verið spiluð á Sirkus á sínum tíma.

Já OK er á dagskrá öll þriðjudagskvöld klukkan 20:00

Innlendingar

Þær Kelechi Hastað og Sonja Steinunn halda utan um þáttinn Innlendingar sem setur upplifanir nýbúa á Íslandi í kastljósið. Þær ræða um eigin reynslu af því að skjóta rótum í nýju landi ásamt því að fá til sín góða gesti í vikulegum þáttum sem hampa fjölbreytileikanum í Íslensku samfélagi.

Lélega Fantasy podcastið

Þrír vinir hafa gríðarlega ástríðu fyrir Fantasy Premier League en eru samt ekkert sérstaklega góðir í leiknum. Þeir láta þó ekki vankunnáttu stoppa sig og bjóða þér að hlusta á léleg ráð og lélegar pælingar um FPL í hverri viku.

Guðmundur Einar, Guðmundur Felixson og Pálmi Freyr Hauksson eru spunaleikarar sem hafa kennt og sýnt spuna með Improv Ísland frá upphafi. Þeir eru einnig höfundar og leikarar í sketsahópnum Kanarí.

Heimsendir

Heimsendir eru umræðuþættir þar sem þung málefni mæta skapandi hugsun og heimspekilegum vangaveltum um framtíð Íslands og jafnvel alls mannkyns. Málefnin eiga það sameiginlegt að geta á einn eða annan hátt leitt til endaloka þessa heims. Í þáttunum fær Stefán Þór, leikari með verkfræðimenntun, til sín alls konar skapandi einstaklinga til að velta vöngum yfir mögulegum sviðsmyndum komandi ára og áratuga.

Draugavarpið

Draugavarpið er ný hlaðvarpssería í tíu þáttum um sannar íslenskar draugasögur. Draugar, afturgöngur og óútskýranlegir atburðir á okkar frægustu stöðum á Íslandi koma hér við sögu. Hver þáttur er byggður upp með skemmtilegri frásögn og kafar djúpt í sagnfræðilegu hliðina á sögunum og hvaðan þær koma. Þáttastjórnandi er leikarinn Fjölnir Gíslason.

Vaxtaverkir

Hlaðvarpið Vaxtaverkir er fyrir þá sem vilja læra um fjármálaheiminn á mannamáli. Þættirnir eru gerðir fyrir ungt fólk á öllum aldri. Ef þú kæri hlustandi svitnar við það að ræða peningamál eða verkjar við það að heyra um vexti þá ertu að réttum stað. Þáttastjórnendur eru Brynja Bjarnadóttir og Kristín Hildur Ragnarsdóttir.

SKOÐANABRÆÐR

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

10. október - 11:00

Vel­komin til 101 Producti­ons

101 Productions er framleiðslufyrirtæki sem einnig rekur útvarpsstöðina Útvarp 101. Ert þú með hugmynd? Sendu okkur línu á idea@101.live.

27. janúar - 10:30

Kapí­tal­ism­inn í sögu­legu sam­hengi

Í nýjasta þætti Heimsenda ræðir Stefán Þór við hagfræðinginn Ólaf Kjaran Árnason um kapítalisma.

24. janúar - 13:00

Heimsend­ir: Síteng­ing

Eruð þér límd við skjáinn? Er símtækið besti vinur þinn? Í nýjasta þætti Heimsenda er rætt um sítengingu og skilgreiningu hennar.

24. janúar - 12:30

Þetta full­orðna fólk er svo skrýtið

Í hlaðvarpinu „Þetta fullorðna fólk er svo skrýtið“ velta Annalísa Hermannsdóttir og Björk Guðmundsdóttir fyrir sér hegðun og hugarstarfi fullorðins fólks á heimspekilegan, sálfræðilegan en þó óvísindalegan hátt.

19. janúar - 14:40

Ein­hleyp, einmana og eirð­ar­laus: Live date

Þáttastjórnendur Einhleyp, einmana og eirðarlaus eru mætt aftur í stúdíóið að jólafríi loknu.

17. janúar - 14:30

„Hopp­andi á rúm­inu og syngj­andi í hár­burst­ann“

„Þetta er bara hreint og beint svefnherbergisdjamm, hoppandi á rúminu og syngjandi í hárburstann“ segir tónlistarkonan Salóme Katrín um lagið „The Other Side“ sem hún sendi frá sér í vikunni.

sjá allt