Hlusta

Hlað­vörp

2. janúar, 2019 - 15:00

SKOÐANABRÆÐR

Dagskráin á Útvarpi 101 stækkar og breiddin er sífelt að verða meiri. Útvarpsþáttum og hlaðvarpsþáttum fjölgar og nýtt dagskrágerðarfólk bætist í hópinn.

Skoðanabræður

Skoðanabræður halda ótrauðir áfram. Bergþór og Snorri Mássynir eru bræður sem hafa miklar skoðanir á hlutunum. Þeim þótti 280 stafir á Twitter ekki nóg og ákváðu því að byrja með sitt eigið hlaðvarp síðasta sumar, Skoðanabræður. Í þáttunum fá þeir til sín gest og krefja hann um skoðanir á hinum ýmsu málefnum. Útvarpsþættirnir hafa alið af sér dyggan aðdáendahóp, hópur sem kallast Skoðanabræðralagið.

Skoðanabræður gefa út þátt á hverjum föstudegi og eru á dagskrá á mánudögum kl. 11 á Útvarp 101.

Ráðlagður dragskammtur

Dragdrottningarnar Gógó Starr og Jenny Purr stýra hlaðvarpsþættinum Ráðlagður Dragskammtur. Þessar úrvals Íslands-drottningar munu spjalla um drag, hinsegin menningu, og allt sem þeim dettur í hug, svo það má búast við að farið verði um víðan völl og glimmeri dreift alla leiðina.

Ráðlagður Dragskammtur kemur út alla fimmtudaga kl. 20:00 á Útvarpi 101 og Spotify.

Kraftbirtingarhljómur guðdómsins

Bergþór Másson stýrir þættinum Kraftbirtingahljómur guðdómsins, en dyggir hlustendur útvarpsins kannast ef til vill við hann úr Skoðanabræðrum.

Kraftbirtingahljómur guðdómsins er hlaðvarpsþáttur þar sem Bergþór Másson fær til sín rappara til að ræða lög sín og annarra ásamt því að mega að velja eitt lag sem þeim finnst fanga kraftbirtingahljóm guðdómsins. Nýr þáttur er gefinn út annan hvern mánudag.

Kraftbirtingarhljómur guðdómsins kemur út annan hvern mánudag á öllum helstu hlaðvarpsveitum og er á dagskrá á miðvikudögum kl. 11 á Útvarpi 101.

Plútó

Plútó er hópur plötusnúða sem starfrækt hefur vikulegan útvarpsþátt í rúm fjögur ár auk þess að standa fyrir mýmörgum klúbbakvöldum víðsvegar í Reykjavík. Hópurinn hefur flutt inn listamenn á borð við techno tónlistarmanninn Perc, grime tónlistarmanninn Spooky, plötusnúðahópinn Ectotherm og listamenn af bresku tónlistarútgáfunni Opal Tapes. Plútó hópurinn spilaði í Boiler Room í fyrra og á Redbull Music Academy sýningarkvöldi ásamt DJ Earl (TEKLIFE). Plútó var einnig lokunaratriði Sónar Reykjavík 2017 en Resident Advisor valdi það sem eitt af fimm bestu atriðum hátíðarinnar.

Það er greinilega komið að ákveðnum vatnaskilum í útvarpssögu Plútó og eru meðlimir hópsins að eigin sögn gríðarlega stoltir og spenntir að fá að flytja starfsemi sína yfir á Útvarpi 101.

Plútó er á dagskrá öll laugardagskvöld á milli kl. 20.00 - 22.00.

Einhleyp, einmana og eirðarlaus

Pálmi Freyr og Steiney Skúladóttir kynntust í Improv Ísland og hafa brallað ýmislegt saman síðan þá. Nú stýra þau saman þáttunum Einhleyp, einmana og eirðarlaus.

Hlaðvarpsþátturinn fjallar umbúðalaust um tilfinningar þeirra og líf. Ein kveikjan að því að búa til þáttinn var meðal annars sú að skapa eitthvað mótvægi við glansmyndinni sem er allsráðandi á samfélagsmiðlum.

Einhleyp, einamana og eirðarlaus kemur út á föstudögum á öllum helstu hlaðvarpsveitum og er á dagskrá á mánudögum kl. 20 á Útvarpi 101.

Classic

Nanna Kristjánsdóttir stýrir þættinum Classic. Þátturinn er frumraun Nönnu í útvarpi. „Mig langaði að gera þætti um íslenska tónlist sem væru aðgengilegir fyrir sem flesta, sérstaklega fyrir þeim sem finnst þeir ekki eiga erindi við að hlusta á klassíska tónlist“ segir Nanna og segja má að vel hafi tekist því þættirnir hafa hlotið mikla lukku meðal almennings.

Classic eru aðgengilegir á öllum helstu hlaðvarpsveitum og er á dagskrá útvarpsins kl. 11:00 á þriðjudögum.

Bransakjaftæði

Leiðist þér bransakjaftæði? Það þarf ekki að vera leiðinlegt. Geri ég ekki bara geggjaða tónlist og hitt fylgir á eftir? Stundum, en ekki alltaf. Í þessu hlaðvarpi ræðir tónlistarfólk við fólk í tónlistargeiranum um allan fjandann sem gaman er að vita um.

Bransakjaftæði er aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum og á dagskrá útvarpsins kl. 11:00 á föstudögum.

SKOÐANABRÆÐR

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

12. mars - 11:30

Gústi B gefur út lagið Fiðr­ildi

Gústi B ræðir lagið sitt Fiðrildi í útvarpsþættinum Hverfið.

4. mars - 00:00

Út­gáfu­tón­leikar Magnúsar Jó­hanns

Sambandið býður miða á Útgáfutónleika Magnúsar Jóhanns í Norðurljósasal Hörpu þann 12. mars nk.

22. febrúar - 10:00

Ætl­aði aldrei að vinna í tölvu­leikjum en varð yf­ir­fram­leið­andi FIFA hjá EA

Sigurlína Ingvarsdóttir, oftast kölluð Lína, starfaði í þróun tölvuleikja hjá EA DICE, og vann að Star Wars Battlefront en varð síðar yfirframleiðandi FIFA, sem allir ættu að þekkja. Hún er viðmælandi þeirra Vöku og Völu í Þegar ég verð stór.

13. janúar - 21:30

Birnir - Spurn­ingar feat. Páll Óskar

101 Sambandið kynnir frumsýningu á nýju lagi og myndbandi með Birni og Páli Óskari.

13. janúar - 17:05

Æði snýr aftur á skjá­inn

Patrekur Jaime og félagar snúa aftur í Æði 2.

1. desember, 2020 - 15:30

Saga kvenna sem sköp­uðu sér rými til að móta líf sitt og sam­fé­lag

Ragnheiður Kristjánsdóttir, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, ræddi við þau Gunnar og Lóu í útvarpsþættinum Hverfið um bókina Konur sem kjósa. Bókin er skrifuð í tilefni þess að öld er liðin frá því að íslenskar konur hlutu kosningarétt.

sjá allt