Hlusta

„Ég vissi að við­talið myndi mæta and­stöðu“

13. ágúst - 15:20

94D194EB-7BFF-4888-AA9E-269DB10F8C54-2

„Ég var mjög stressuð að segja heiminum frá þessu. Ég vissi að viðtalið myndi mæta mikilli andstöðu. En mér þótti mikilvægt að segja fólki, þá sérstaklega konum, að þær hafa val,“ segir Ronja Mogensen sem greindi frá heimafæðingu sinni í forsíðuviðtali Fréttablaðsins um helgina. Hún ítrekar að hennar val sé ekkert réttara en annað. „Þetta snýst bara um að konur hafi ákvörðunarvald yfir eigin líkama.“

Viðtalið vakti mikla athygli en þar lýsir Ronja hvernig hún fæddi dóttur sína án aðkomu heilbrigðiskerfisins í baðkari heima hjá sér. Ákvörðunina tók Ronja eftir að hafa átt eldri stúlkuna sína á spítala, þar sem hún hafði enga stjórn á aðstæðum. Foreldrar, fagfólk og starfsfólk heilbrigðisgeirans hafa tjáð sig um viðtalið og gagnrýnt ýmislegt sem þar kom fram.

Ber fulla virðingu fyrir heilbrigðisfólki

„Þetta viðtal var margra klukkutíma langt samtal pakkað í ein frásögn sem er ritstýrt á sjokkerandi vegu til þess og draga að lesningu. Það var margt sem kom ekki fram,“ segir Ronja aðspurð hvort hún hefði gert eitthvað öðruvísi. „Það hefði mátt koma fram að ég ber fulla virðingu fyrir heilbrigðisstarfsfólki og þeirra vinnu. Mér finnst frábært að þau séu til staðar fyrir þær konur sem það kjósa.“

Ekki að mömmu-skamma

Ronja áréttar að það var aldrei hennar vilji að mömmu-skamma neinn (mom-shame). „Ég veit að það voru mæður sem tóku þetta nærri sér sem margar áttu erfiðar fæðingarsögur. Ég ber fulla virðingu fyrir vali kvenna, hvernig sem þær kjósa að fæða. Mér finnst mikilvægt að maður fái sömu virðingu til baka.“

Voruð þið með plan ef eitthvað skyldi koma upp á?

Ég hefði að sjálfsögðu farið upp á spítala en við búum rétt hjá spítalanum. Þetta snerist ekki um að fæða heima sama hvað.

Hvað með alla karlmennina sem eru að tjá sig um viðtalið?

Ég hef ekki skoðað mikið af skoðunum annarra á þessu því ég veit að þetta er viðkvæmt. Það er skemmtilega fyndið hvað það eru margir karlmenn sem hafa skoðun á hvað ég geri við minn líkama. Það kom mér þó ekkert sérstaklega á óvart.

Mikil hræðsla í kringum fæðingar

„Samfélagið okkar er þannig uppbyggt að það er mikil hræðsla í kringum fæðingar. Það kemur fram í gegnum samfélagsmiðla og kvikmyndir. Það er lítið af frásögnum um jákvæðar fæðingarsögur.“

„Ég veit að margir hafa vísað í hlutann úr viðtalinu þar sem ég segi að fæðingar séu ekki læknisfræðilegur viðburður. Það eru margir ósammála því sem mér þykir undarlegt, því þetta er ekki skoðun heldur staðreynd. Þetta er líffræðilegur viðbuður, þetta gerist bara. Auðvitað gengur það ekki alltaf eins og það á gera. En að tönnlast á því að þetta sé læknisfræðilegur viðburður þykir mér undarleg skilaboð.“

Hlustaðu á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

94D194EB-7BFF-4888-AA9E-269DB10F8C54-2

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

17. ágúst - 02:00

Tón­leik­ar, gjörn­ingur og þátt­töku­dans­verk í Tjarn­ar­bíó

Teknófiðludúóið Geigen lætur ekki skilgreningar stöðva sig og blása til veislu í Tjarnarbíó í kvöld ásamt DJ Dominatricks.

16. ágúst - 11:00

Skoð­ana­bræð­ur: Ber er hver að baki nema sér móður eigi

Skoðanamóðirin, Margrét Jónsdóttir Njarðsvík eða Magga Mundo er viðmælandi Snorra og Bergþórs í nýjasta þætti Skoðanabræðra.

16. ágúst - 10:00

Brak­andi fersk tónlist á föstu­degi

Það er heill haugur af nýrri tónlist sem hefur komið út síðustu daga. Morgunþátturinn Múslí fór yfir helstu útgáfur vikunnar.

16. ágúst - 00:00

Á Conor McGregor heima í fang­elsi?

Tala Saman ræddi við Pétur Marinó ritstjóra MMA Frétta um nýjasta skandalinn hans Conor McGregor og hvað sé í vændum hjá UFC.

15. ágúst - 14:00

101 Frétt­ir: Smá óhapp hjá nýjum kær­asta Katrínar Tönju

Ný Playstation, nýtt kærustupar, nýtt lið og fyrst og fremst glænýjar 101 Fréttir.

15. ágúst - 10:15

Dóra Júlía leysir vanda­mál: „Fjöl­skyldan áhyggju­full því ég deita bara fólk sem er lægra en ég.“

Ástfanginn hlustandi er á leið í skiptinám og hefur áhyggjur af fjarsambandinu, hávaxinn hlustandi deitar aðeins fólk sem er lægra en hann og fjölskyldan er áhyggjufull. Ekki örvænta, Dóra Júlía er til staðar að leysa þessi vandamál.

sjá allt