Hlusta

„Ég vissi að við­talið myndi mæta and­stöðu“

13. ágúst, 2019 - 15:20

94D194EB-7BFF-4888-AA9E-269DB10F8C54-2

„Ég var mjög stressuð að segja heiminum frá þessu. Ég vissi að viðtalið myndi mæta mikilli andstöðu. En mér þótti mikilvægt að segja fólki, þá sérstaklega konum, að þær hafa val,“ segir Ronja Mogensen sem greindi frá heimafæðingu sinni í forsíðuviðtali Fréttablaðsins um helgina. Hún ítrekar að hennar val sé ekkert réttara en annað. „Þetta snýst bara um að konur hafi ákvörðunarvald yfir eigin líkama.“

Viðtalið vakti mikla athygli en þar lýsir Ronja hvernig hún fæddi dóttur sína án aðkomu heilbrigðiskerfisins í baðkari heima hjá sér. Ákvörðunina tók Ronja eftir að hafa átt eldri stúlkuna sína á spítala, þar sem hún hafði enga stjórn á aðstæðum. Foreldrar, fagfólk og starfsfólk heilbrigðisgeirans hafa tjáð sig um viðtalið og gagnrýnt ýmislegt sem þar kom fram.

Ber fulla virðingu fyrir heilbrigðisfólki

„Þetta viðtal var margra klukkutíma langt samtal pakkað í ein frásögn sem er ritstýrt á sjokkerandi vegu til þess og draga að lesningu. Það var margt sem kom ekki fram,“ segir Ronja aðspurð hvort hún hefði gert eitthvað öðruvísi. „Það hefði mátt koma fram að ég ber fulla virðingu fyrir heilbrigðisstarfsfólki og þeirra vinnu. Mér finnst frábært að þau séu til staðar fyrir þær konur sem það kjósa.“

Ekki að mömmu-skamma

Ronja áréttar að það var aldrei hennar vilji að mömmu-skamma neinn (mom-shame). „Ég veit að það voru mæður sem tóku þetta nærri sér sem margar áttu erfiðar fæðingarsögur. Ég ber fulla virðingu fyrir vali kvenna, hvernig sem þær kjósa að fæða. Mér finnst mikilvægt að maður fái sömu virðingu til baka.“

Voruð þið með plan ef eitthvað skyldi koma upp á?

Ég hefði að sjálfsögðu farið upp á spítala en við búum rétt hjá spítalanum. Þetta snerist ekki um að fæða heima sama hvað.

Hvað með alla karlmennina sem eru að tjá sig um viðtalið?

Ég hef ekki skoðað mikið af skoðunum annarra á þessu því ég veit að þetta er viðkvæmt. Það er skemmtilega fyndið hvað það eru margir karlmenn sem hafa skoðun á hvað ég geri við minn líkama. Það kom mér þó ekkert sérstaklega á óvart.

Mikil hræðsla í kringum fæðingar

„Samfélagið okkar er þannig uppbyggt að það er mikil hræðsla í kringum fæðingar. Það kemur fram í gegnum samfélagsmiðla og kvikmyndir. Það er lítið af frásögnum um jákvæðar fæðingarsögur.“

„Ég veit að margir hafa vísað í hlutann úr viðtalinu þar sem ég segi að fæðingar séu ekki læknisfræðilegur viðburður. Það eru margir ósammála því sem mér þykir undarlegt, því þetta er ekki skoðun heldur staðreynd. Þetta er líffræðilegur viðbuður, þetta gerist bara. Auðvitað gengur það ekki alltaf eins og það á gera. En að tönnlast á því að þetta sé læknisfræðilegur viðburður þykir mér undarleg skilaboð.“

Hlustaðu á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

94D194EB-7BFF-4888-AA9E-269DB10F8C54-2

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

10. október - 11:00

Vel­komin til 101 Producti­ons

101 Productions er framleiðslufyrirtæki sem einnig rekur útvarpsstöðina Útvarp 101. Ert þú með hugmynd? Sendu okkur línu á idea@101.live.

27. janúar - 10:30

Kapí­tal­ism­inn í sögu­legu sam­hengi

Í nýjasta þætti Heimsenda ræðir Stefán Þór við hagfræðinginn Ólaf Kjaran Árnason um kapítalisma.

24. janúar - 13:00

Heimsend­ir: Síteng­ing

Eruð þér límd við skjáinn? Er símtækið besti vinur þinn? Í nýjasta þætti Heimsenda er rætt um sítengingu og skilgreiningu hennar.

24. janúar - 12:30

Þetta full­orðna fólk er svo skrýtið

Í hlaðvarpinu „Þetta fullorðna fólk er svo skrýtið“ velta Annalísa Hermannsdóttir og Björk Guðmundsdóttir fyrir sér hegðun og hugarstarfi fullorðins fólks á heimspekilegan, sálfræðilegan en þó óvísindalegan hátt.

19. janúar - 14:40

Ein­hleyp, einmana og eirð­ar­laus: Live date

Þáttastjórnendur Einhleyp, einmana og eirðarlaus eru mætt aftur í stúdíóið að jólafríi loknu.

17. janúar - 14:30

„Hopp­andi á rúm­inu og syngj­andi í hár­burst­ann“

„Þetta er bara hreint og beint svefnherbergisdjamm, hoppandi á rúminu og syngjandi í hárburstann“ segir tónlistarkonan Salóme Katrín um lagið „The Other Side“ sem hún sendi frá sér í vikunni.

sjá allt