Hlusta

Tók plöt­una upp í eld­húsi

13. febrúar, 2020 - 16:00

MYND/ BERGLAUG GARÐARSDÓTTIR

Rapparinn Elli Grill gaf út nýja plötu aðfaranótt fimmtudags en platan ber heitið Eldhúspartý. Um er að ræða fjórðu plötu Ella en von er á þeirri fimmtu í sumar.

Byrjaði að semja rímur á sjó

Elli Grill stofnaði hljómsveitina Shades of Reykjavík en hélt sig fjarri míkrófóninum en tók upp tónlistarmyndbönd sveitarinnar þess í stað. „Ég ætlaði aldrei að verða tónlistarmaður, mig dreymdi um að vera kvikmyndamaður. Ég var með klikkaðar hugmyndir sem byrjuðu að virka vel og allir voru að segja að þær voru góðar en þegar ég fór að ýta á eftir því að aðrir framkvæmdu þær þá sögðu þau við mig: „Elli, vilt þú ekki bara gera þetta?““. Elli hafði um þetta skeið verið mikið á sjó til að fjármagna kaup á tæknibúnaði fyrir myndbandsgerðina. „Þá rann allt viský af mér og ég gat hugsað geðveikt skýrt og gat skrifað einhverjar rímur.“ Þessar rímur leiddu til lagsins Töfrateppi, sem varð eitt vinsælasta lag Shades of Reyjavík.

Tónleikaplötur aðaláherslan

„Þetta eru allt svona tónleikaplötur. Elli Grill er náttúrulega bara tónleika material dauðans, vegna þess að ég hef að einbeitt mér að því. Ég hef alltaf einbeitt mér að því vegna þess að það eru djassarar í fjölskyldunni og þeir eru þekktir fyrir að vera legend í að spila live. Ég fann það strax að mig langaði að gera tónleikaplötur. Ég skil vel að fólk sé ekki að setja á Eldhúspartý í vinnunni, en þessi fimmta plata verður meira þannig og hún kemur út í maí.“ segir Elli Grill.

Heitir Eldhúspartý því hún var tekin upp í eldhúsi

Elli segir að platan gleymi samansafn af lögum sem hann samdi á liðnu ári og þegar þeim hafi verið raðað saman hafi Eldhúspartý orðið til. „Ég flutti í nýja íbúð og ætlaði alltaf að gera stúdíó inni hjá mér inn í herbergi, en það gekk aldrei. Ambiance-inn var í eldhúsinu. Þannig ég og Bjarki, sem sér um að porducer-a hjá mér, tókum þetta bara upp í eldhúsinu.“ segir Elli. Hann segir að Eldhúspartý geymi ákveðinn trap-fíling og minni hann á fyrstu sólóplötuna sem hann gaf út árið 2017, Þykk Fitan, en sú plata naut gífurlegra vinsælda. Elli hefur gefið út meira en 70 lög á síðustu tveimur árum og segist þakklátur fyrir að fá að gefa út tónlist, enda sé það alls ekki sjálfsagt.

Þú getur hlustað á viðtalið við Ella Grill í spilaranum hér að ofan. Tala saman er alla virka daga á milli 16 & 18 í boði Domino's og Smárabíó.

MYND/ BERGLAUG GARÐARSDÓTTIR

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

10. október - 11:00

Vel­komin til 101 Producti­ons

101 Productions er framleiðslufyrirtæki sem einnig rekur útvarpsstöðina Útvarp 101. Ert þú með hugmynd? Sendu okkur línu á idea@101.live.

27. janúar - 10:30

Kapí­tal­ism­inn í sögu­legu sam­hengi

Í nýjasta þætti Heimsenda ræðir Stefán Þór við hagfræðinginn Ólaf Kjaran Árnason um kapítalisma.

24. janúar - 13:00

Heimsend­ir: Síteng­ing

Eruð þér límd við skjáinn? Er símtækið besti vinur þinn? Í nýjasta þætti Heimsenda er rætt um sítengingu og skilgreiningu hennar.

24. janúar - 12:30

Þetta full­orðna fólk er svo skrýtið

Í hlaðvarpinu „Þetta fullorðna fólk er svo skrýtið“ velta Annalísa Hermannsdóttir og Björk Guðmundsdóttir fyrir sér hegðun og hugarstarfi fullorðins fólks á heimspekilegan, sálfræðilegan en þó óvísindalegan hátt.

19. janúar - 14:40

Ein­hleyp, einmana og eirð­ar­laus: Live date

Þáttastjórnendur Einhleyp, einmana og eirðarlaus eru mætt aftur í stúdíóið að jólafríi loknu.

17. janúar - 14:30

„Hopp­andi á rúm­inu og syngj­andi í hár­burst­ann“

„Þetta er bara hreint og beint svefnherbergisdjamm, hoppandi á rúminu og syngjandi í hárburstann“ segir tónlistarkonan Salóme Katrín um lagið „The Other Side“ sem hún sendi frá sér í vikunni.

sjá allt