Hlusta

Tók plöt­una upp í eld­húsi

13. febrúar - 16:00

MYND/ BERGLAUG GARÐARSDÓTTIR

Rapparinn Elli Grill gaf út nýja plötu aðfaranótt fimmtudags en platan ber heitið Eldhúspartý. Um er að ræða fjórðu plötu Ella en von er á þeirri fimmtu í sumar.

Byrjaði að semja rímur á sjó

Elli Grill stofnaði hljómsveitina Shades of Reykjavík en hélt sig fjarri míkrófóninum en tók upp tónlistarmyndbönd sveitarinnar þess í stað. „Ég ætlaði aldrei að verða tónlistarmaður, mig dreymdi um að vera kvikmyndamaður. Ég var með klikkaðar hugmyndir sem byrjuðu að virka vel og allir voru að segja að þær voru góðar en þegar ég fór að ýta á eftir því að aðrir framkvæmdu þær þá sögðu þau við mig: „Elli, vilt þú ekki bara gera þetta?““. Elli hafði um þetta skeið verið mikið á sjó til að fjármagna kaup á tæknibúnaði fyrir myndbandsgerðina. „Þá rann allt viský af mér og ég gat hugsað geðveikt skýrt og gat skrifað einhverjar rímur.“ Þessar rímur leiddu til lagsins Töfrateppi, sem varð eitt vinsælasta lag Shades of Reyjavík.

Tónleikaplötur aðaláherslan

„Þetta eru allt svona tónleikaplötur. Elli Grill er náttúrulega bara tónleika material dauðans, vegna þess að ég hef að einbeitt mér að því. Ég hef alltaf einbeitt mér að því vegna þess að það eru djassarar í fjölskyldunni og þeir eru þekktir fyrir að vera legend í að spila live. Ég fann það strax að mig langaði að gera tónleikaplötur. Ég skil vel að fólk sé ekki að setja á Eldhúspartý í vinnunni, en þessi fimmta plata verður meira þannig og hún kemur út í maí.“ segir Elli Grill.

Heitir Eldhúspartý því hún var tekin upp í eldhúsi

Elli segir að platan gleymi samansafn af lögum sem hann samdi á liðnu ári og þegar þeim hafi verið raðað saman hafi Eldhúspartý orðið til. „Ég flutti í nýja íbúð og ætlaði alltaf að gera stúdíó inni hjá mér inn í herbergi, en það gekk aldrei. Ambiance-inn var í eldhúsinu. Þannig ég og Bjarki, sem sér um að porducer-a hjá mér, tókum þetta bara upp í eldhúsinu.“ segir Elli. Hann segir að Eldhúspartý geymi ákveðinn trap-fíling og minni hann á fyrstu sólóplötuna sem hann gaf út árið 2017, Þykk Fitan, en sú plata naut gífurlegra vinsælda. Elli hefur gefið út meira en 70 lög á síðustu tveimur árum og segist þakklátur fyrir að fá að gefa út tónlist, enda sé það alls ekki sjálfsagt.

Þú getur hlustað á viðtalið við Ella Grill í spilaranum hér að ofan. Tala saman er alla virka daga á milli 16 & 18 í boði Domino's og Smárabíó.

MYND/ BERGLAUG GARÐARSDÓTTIR

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

22. febrúar - 15:00

Hófstilltur drykkju­maður en fikt­aði við gras sem ung­menni

Snorri og Bergþór Mássynir, Skoðanabræður halda áfram að gefa út vel skoðanahlaðna þætti. Viðmælandi þeirra þessa vikna er Logi Einarsson.

21. febrúar - 10:00

„Hún þarf greini­lega á hjálp að halda“

The Brogan Davison Show hefur farið út um alla Evrópu og er nú loks til sýningar á Íslandi, í Tjarnarbíói.

20. febrúar - 12:00

Frum­sýna heim­ild­ar­mynd um sörf á Ís­landi

Heiðar Logi kíkti í Tala saman og sagði frá nýjasta verkefni sínu, Chasing the Shot sem er heimildamynd um brimbrettaumhverfið á Íslandi.

19. febrúar - 15:00

Vanda­málið: Er í lagi að fólk innan vina­hóps sofi saman?

Fjöllistakonan Rebecca Lord leysti vandamál hlustenda í síðdegisþættinum Tala saman, en það getur reynst þrautinni þyngri.

19. febrúar - 14:00

Klaufa­leg­asti dauð­dagi mann­kyns­sög­unn­ar?

Nanna Kristjánsdóttir fjallar um tónskáldið Jean Baptiste Lully í nýjasta þættinum af Classic. Classic er þáttur um klassíska tónlist með óhefðbundinni nálgun fyrir byrjendur og lengra komna.

18. febrúar - 14:00

Ný plata á leið­inni og stefna á er­lendan markað

Blær og Ragga Holm eru á nýja laginu frá Daughters of Reykjavík.

sjá allt