Hlusta

Fann 15.000 krónur og er í dag heims­meist­ari í rétt­stöðu­lyftu

5. desember, 2019 - 08:30

BeFunky-collage (6)
Júlían J.K. Jóhannsson, heimsmeistari í réttstöðulyftu. / Mynd tekin frá Instagram-síðu Júlíans (@julianjkj)

Júlían J.K. Jóhannsson bætti sitt eigið heimsmet þegar hann lyfti 405,5 kg þann 23. nóvember síðast liðinn. Júlían er 26 ára gamall og hefur stundað kraftlyftingar síðan hann var 15 ára. Í dag keppir hann í +120kg flokki í kraftlyftingum og honum hefur vægast sagt gengið vel á ferlinum. Júlían er viðmælandi Birnu í Aðeins meira en bara GYM að sinni þar sem þau fara yfir mótið, heimsmetið og margt fleira.

B31B1A50-5EE3-488A-B7C6-8BB27B7F0CB5 Júlían J.K. Jóhannsson.

Lyfti samanlagt 1148kg

Árið 1018 stimplaði hann sig inn sem heimsmeistari þegar hann tvísló fyrra heimsmetið (397,5 kg) þegar hann lyfti 398kg í annarri lyftunni sinni og svo 405 kg í þriðju og síðustu lyftunni. Í ár voru niðurstöðurnar ekki síðri, hann bætti sig í réttstöðulyftu og þar af leiðandi sló sitt eigið met þegar hann lyfti 405,5kg. Sömuleiðis bætti hann sig í hnébeygju með 412,5kg á stönginni og jafnaði þar með Íslandsmetið. Síðast en ekki síst bætti hann Íslandsmetið í bekkpressu með 330kg. Þegar þyngdirnar voru samanlagðar var Júlían með 1148kg í samanlögðu sem skilaði honum bronsið á mótinu.

Fann 15.000 kr og keypti sér Weight Gainer

„Ég var alltaf staðráðinn í því að ég vildi ekki verið í -90kg flokki“ segir Júlían sem langaði að verða þyngri. Þegar hann var tiltölulega nýbyrjaður að lyfta lenti hann í skemmtilegu atviki sem hann segir hafa verið smá örlagavaldur. „Einu sinni þegar ég var að labba út í búð til að kaupa mér hádegismat í MH þá fann ég fimmtán þúsund krónur út á götu. Ég tók þær bara upp og hugsaði strax „Vá, ég ætla að kaupa mér Weight Gainer!“ og fór beint að gera það.“

Dropinn holar steininn

Júlían talar um það hvernig hann setur sér markmið og og hvert hann stefnir. „Ég vil setja mér há markmið og frekar of há en of lág“ og segir það hjálpa til við að æsa hausinn og hugmyndaflugið. „Maður tekur bara eitt skref í einu, dropinn holar steininn.“ segir Júlían. Að lokum ræða þau Júlían og Birna lyfjapróf, kraftlyftingarheiminn og framhaldið hjá honum í íþróttinni.

Hlustaðu á viðtalið við Júlían í spilaranum hér að ofan.

Aðeins meira en bara GYM er vikulegur hlaðvarpsþáttur í stjórn Birnu Maríu Másdóttur. Þátturinn er frumfluttur alla miðvikudaga í síðdegisþættinum Tala saman. Allir þættirnir eru aðgengilegir á Spotify og Apple Podcast.

BeFunky-collage (6)
Júlían J.K. Jóhannsson, heimsmeistari í réttstöðulyftu. / Mynd tekin frá Instagram-síðu Júlíans (@julianjkj)

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

29. apríl - 00:00

Aron Can - Flýg upp x Var­lega

Sambandið býður meðlimum sínum á frumsýningu á nýjasta verki Arons Can.

12. mars - 11:30

Gústi B gefur út lagið Fiðr­ildi

Gústi B ræðir lagið sitt Fiðrildi í útvarpsþættinum Hverfið.

4. mars - 00:00

Út­gáfu­tón­leikar Magnúsar Jó­hanns

Sambandið býður miða á Útgáfutónleika Magnúsar Jóhanns í Norðurljósasal Hörpu þann 12. mars nk.

22. febrúar - 10:00

Ætl­aði aldrei að vinna í tölvu­leikjum en varð yf­ir­fram­leið­andi FIFA hjá EA

Sigurlína Ingvarsdóttir, oftast kölluð Lína, starfaði í þróun tölvuleikja hjá EA DICE, og vann að Star Wars Battlefront en varð síðar yfirframleiðandi FIFA, sem allir ættu að þekkja. Hún er viðmælandi þeirra Vöku og Völu í Þegar ég verð stór.

13. janúar - 21:30

Birnir - Spurn­ingar feat. Páll Óskar

101 Sambandið kynnir frumsýningu á nýju lagi og myndbandi með Birni og Páli Óskari.

13. janúar - 17:05

Æði snýr aftur á skjá­inn

Patrekur Jaime og félagar snúa aftur í Æði 2.

sjá allt