Hlusta

Feta í fót­spor Baltas­ars í Kæru Jelenu

12. apríl - 11:00

kjilli

Í kvöld verður leiksýningin Kæra Jelena frumsýnd í Borgarleikhúsinu en þau Sigurður Þór og Þuríður Blær, leikarar í sýningunni kíktu í viðtal í síðdegisþáttinn Tala Saman í gær.

Kæra Jelena fjallar um fjögur bekkjarsystkini sem mæta óvænt heim til kennara síns Jelenu á afmælisdaginn hennar - færandi gjafir og fögur orð en þegar líður á verkið kemur í ljós hver raunveruleg ástæða heimsóknarinnar er. Segja Sigurður og Blær sýninguna fjalla um misjafnt gildismat einstaklinga og kynslóða og hversu langt fólk sé tilbúið að ganga til fá það sem það vill. Leikritið var skrifað árið 1980 í Sóvétríkjunum og var það síðar bannað vegna hve háskalegt það þótti.

jessir

Mikil eftirvænting ríkir eftir Kæru Jelenu en fyrir 30 árum var sýningin sett á fjalirnar í Þjóðleikhúsinu. Sýningin sló þá rækilega í gegn og var sýnd oftar en 100 sinnum en í henni tóku Baltasar Kormákur og Ingvar E. Sigurðsson sín fyrstu skref á leiksviði. Sigurður og Blær segja að ný uppfærsla á Kæru Jelenu höfðaði því ekki einungis til yngri áhorfendahóps heldur einnig til þeirra sem eldri eru sem sáu jafnvel gömlu sýninguna á sínum tíma. Með önnur hlutverk fara Haraldur Ari, Aron Már - sem tekur í kvöld sín fyrstu skref í atvinnuleikhúsi og Halldóra Geirharðsdóttir sem leikur Jelenu sjálfa.

Tala Saman er á dagskrá alla virka daga á milli 16 & 18 í boði Stöð 2 Maraþon

kjilli

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

25. apríl - 12:00

Blaða­kona myrt í Norð­ur-Ír­landi

Í Oddatali vikunnar voru samtök lýðveldissinna í Norður-Írlandi, Nýi írski lýðveldisherinn (e. The New IRA) rædd. Samtökin hafa lýst sig ábyrga á fráfalli Lyru McKee, þarlendrar blaðakonu sem lést á skírdag.

24. apríl - 14:00

Hall­dór Lax­ness Hall­dórs­son gefur út bók í haust

Halldór Laxness Halldórsson gefur út sína fyrstu skáldsögu í haust, áður hefur hann gefið út tvær ljóðabækur. Hann les upp úr bókinni á Bókmenntahátíð Reykjavíkur í Iðnó í kvöld.

24. apríl - 12:00

Frægir fjöl­menntu í messu hjá Kanye West

Rapparinn og fatahönnuðurinn Kanye West heldur áfram að stuða lýðinn. Hann hélt sunnudagsþjónustu á Coachella síðustu helgi en náði að vekja netverja til reiði yfir verði á sokkum sem hann var með til sölu á hátíðinni.

23. apríl - 10:40

Lemonade komin á Spotify

Lemonade plata Beyoncé komin á streymisveitur þremur árum eftir útgáfu plötunnar.

17. apríl - 12:40

Til­nefnd til Ósk­ar­s­verð­launa hönn­un­ar­brans­ans

Nú á dögunum komust hönnuðir Jónsson og Lemacks á úrvalslista hönnunar- og auglýsingaverðlaunana One Show, þar sem verðlaunahafar fá veitta hina eftirsóttu Blýanta.

16. apríl - 12:00

Raun­veru­legur Battle Royale við­burður hald­inn á eyðieyju

Ónafngreindur milljónamæringur hefur hafið þróun á raunverulegum Battle Royale viðburði að hætti Fortnite og margra annara tölvuleikja.

sjá allt