Hlusta

Feta í fót­spor Baltas­ars í Kæru Jelenu

12. apríl, 2019 - 11:00

kjilli

Í kvöld verður leiksýningin Kæra Jelena frumsýnd í Borgarleikhúsinu en þau Sigurður Þór og Þuríður Blær, leikarar í sýningunni kíktu í viðtal í síðdegisþáttinn Tala Saman í gær.

Kæra Jelena fjallar um fjögur bekkjarsystkini sem mæta óvænt heim til kennara síns Jelenu á afmælisdaginn hennar - færandi gjafir og fögur orð en þegar líður á verkið kemur í ljós hver raunveruleg ástæða heimsóknarinnar er. Segja Sigurður og Blær sýninguna fjalla um misjafnt gildismat einstaklinga og kynslóða og hversu langt fólk sé tilbúið að ganga til fá það sem það vill. Leikritið var skrifað árið 1980 í Sóvétríkjunum og var það síðar bannað vegna hve háskalegt það þótti.

jessir

Mikil eftirvænting ríkir eftir Kæru Jelenu en fyrir 30 árum var sýningin sett á fjalirnar í Þjóðleikhúsinu. Sýningin sló þá rækilega í gegn og var sýnd oftar en 100 sinnum en í henni tóku Baltasar Kormákur og Ingvar E. Sigurðsson sín fyrstu skref á leiksviði. Sigurður og Blær segja að ný uppfærsla á Kæru Jelenu höfðaði því ekki einungis til yngri áhorfendahóps heldur einnig til þeirra sem eldri eru sem sáu jafnvel gömlu sýninguna á sínum tíma. Með önnur hlutverk fara Haraldur Ari, Aron Már - sem tekur í kvöld sín fyrstu skref í atvinnuleikhúsi og Halldóra Geirharðsdóttir sem leikur Jelenu sjálfa.

Tala Saman er á dagskrá alla virka daga á milli 16 & 18 í boði Stöð 2 Maraþon

kjilli

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

10. október - 11:00

Vel­komin til 101 Producti­ons

101 Productions er framleiðslufyrirtæki sem einnig rekur útvarpsstöðina Útvarp 101. Ert þú með hugmynd? Sendu okkur línu á idea@101.live.

27. janúar - 10:30

Kapí­tal­ism­inn í sögu­legu sam­hengi

Í nýjasta þætti Heimsenda ræðir Stefán Þór við hagfræðinginn Ólaf Kjaran Árnason um kapítalisma.

24. janúar - 13:00

Heimsend­ir: Síteng­ing

Eruð þér límd við skjáinn? Er símtækið besti vinur þinn? Í nýjasta þætti Heimsenda er rætt um sítengingu og skilgreiningu hennar.

24. janúar - 12:30

Þetta full­orðna fólk er svo skrýtið

Í hlaðvarpinu „Þetta fullorðna fólk er svo skrýtið“ velta Annalísa Hermannsdóttir og Björk Guðmundsdóttir fyrir sér hegðun og hugarstarfi fullorðins fólks á heimspekilegan, sálfræðilegan en þó óvísindalegan hátt.

19. janúar - 14:40

Ein­hleyp, einmana og eirð­ar­laus: Live date

Þáttastjórnendur Einhleyp, einmana og eirðarlaus eru mætt aftur í stúdíóið að jólafríi loknu.

17. janúar - 14:30

„Hopp­andi á rúm­inu og syngj­andi í hár­burst­ann“

„Þetta er bara hreint og beint svefnherbergisdjamm, hoppandi á rúminu og syngjandi í hárburstann“ segir tónlistarkonan Salóme Katrín um lagið „The Other Side“ sem hún sendi frá sér í vikunni.

sjá allt