Hlusta

Frum­varpið sem eng­inn bað um

19. júní - 11:00

hjordissara
Sara Mansour og Hjördís Lára Hlíðberg

Sara Mansour og Hjördís Lára Hlíðberg vilja vekja almenning á til vitundar um frumvarp sem Dómsmálaráðuneytið lagði til í apríl. Frumvarpið snýr að breytingum á útlendingalögum. Nú þegar hafa fleiri en fimm þúsund manns skrifað undir undirskriftarlista og Rauði Kross Íslands tekur undir með þeim. Í heiminum í dag eru 25 milljónir manns á flótta og helmingurinn er undir 18 ára aldri.

Ómannúðlegt frumvarp

Um þessar mundir liggur fyrir frumvarp á Alþingi sem varðar breytingar á útlendingalögum. Þær Sara Mansour og Hjördís Lára Hlíðberg eru meðal þeirra sem hafa vakið athygli á því hversu ómannúðlegar breytingar þetta eru. Breytingar sem eiga að „auka skilvirkni“ og „flýta afgreiðslu“ en eru í raun og veru skerðing á mannréttindum hælisleitenda sem koma til Íslands, undir því yfirskyni að spara pening.

103861628 4229943647017517 8036191783461104602 o

„Við megum ekki gleyma því að stór hluti af þessu snýr að endursendingum. Ef þetta frumvarp kæmist í gegn þá verður normið að senda fólk til baka til þeirra ríkja þar sem þau hafa fengið „vernd“. Öll þessi ríki sem eru á jaðri Evrópu, því þau eru ekki að höndla þetta flóð af flóttamönnum og hælisleitendum síðan 2015. Það hefur aldrei verið jafn mikið af fólki á flótta í heiminum síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Og við erum í raun ekki að tala nógu mikið um þetta, það eru alltaf einhver mál sem taka yfir umræðuna eins og Kórónavírusinn og á meðan þá gleymir heimurinn bara öllu. Og ef þetta frumvarp gengi í gegn þá erum við ekki neitt tillit til þess hvernig aðstæður þessa fólks eru í Grikklandi eða Ungverjalandi, þeir sem fylgjast eitthvað með vita að þessar flóttamannabúðir eru gjörsamlega yfirfullar,“ segir Hjördís.

Hjördís Lára er meistaranemi í Alþjóðasamskiptum og gerði það að verkefni sínu að skoða þetta frumvarp til hlítar.

Á undirskriftarsíðunni sem Hjördís bjó til stendur eftirfarandi:

Þann 10. apríl 2020 lagði dómsmálaráðherra fram frumvarp sem herðir verulega lög um útlendinga. Málið var áður lagt fram fyrir ári, en þá vakti það hörð viðbrögð og var ekki samþykkt. Í annað sinn er reynt að fá frumvarpið í gegn, nú með nokkrum breytingum. Á sama tíma og þjóðin hefur verið upptekin við að berjast við heimsfaraldur hefur lítið borið á fréttaflutningi um frumvarpið og því mikil hætta að í þetta skiptið verði frumvarpinu laumað fram hjá þjóðinni og gert að lögum.

Kostnaður við hælisleitendur ekki hlutfallslega mikill

„Rannsóknir sýna að innflytjendur eru undir fimm ár að „borga sig upp“, auðvitað á ekki að tala þannig um fólk. Sú fjárhagsaðstoð sem hælisleitendur fá er alltaf að fara að skila sér til baka bæði í skattpeningi og öðru framlagi til samfélagsins. Og að sjálfsögðu fjölmenningin. Við græðum alltaf á því að vera með allskonar fólk í samfélaginu. Fyrst og fremst er þetta mannúðarmál. Það styðst ekki við rök að segja þetta vera útaf sparnaði vegna þess að kostnaður við hælisleitendur er ekki hlutfallslega mikill,“ segir Sara Mansour, aktívisti.

Sara Mansour hefur talað um málefni hælisleitanda á Íslandi, kynþáttafordóma og menningarnám. Hægt er að fylgja henni á Instagram-síðu hennar.

Frumvarpið mætti harðri andstöðu seinast

Frumvarpið hefur áður verið lagt fram á Alþingi. Upphaflega kom þá frá Þórdísi Kolbrúnu, svo lagði Sigríður Á. Andersen það fram og nú seinast var það Áslaug Arna.

Hvers vegna kemur það alltaf aftur ef það mætir svona harðri andstöðu?

Hjördís Lára tekur fram að þetta sé afar torlesið og langt frumvarp, sem gerir það erfitt fyrir almenning að skilja það og átta sig á afleiðingum þess. „Vissulega er einhverjar góðar breytingar en það er samt verið að lauma inn hræðilegum breytingum. Það ver verið að gera þetta undir þeim formerkjum að gera þessa stjórnsýslu skilvirkari,“ segir Hjördís.

Hvert er markmiðið með undirskriftarlistanum? Hversu margar undirskriftir viljið þið fá?

Markmiðið er ekki beint tölulegt á þessum tímapunkti segir Sara því ólíklegt sé að málið verið tekið fyrir áður en þingi er slitið. Það sé hins vegar gríðarlega mikilvægt að við séum alltaf að tala um þetta og minna hvort annað að láta í okkur heyra þegar brotið er á mannréttindum á Íslandi.

„Við erum með vitundarvakningarmarkmið. Að fólk viti af því að þó þessi lög hafi ekki komist í gegn í núna og hafa ekki komist í gegn á seinasta árið, þau munu vera lögð fram aftur og aftur, þar til að þau komast í gegn. Af því að það eru ákveðin öfl sem vilja að þessi lög verði að veruleika. Við verðum að vera á verðinum,“ segir Sara.

Sara hefur sjálf staðið í því að fjármagna og hengja upp plaköt út um allan bæ til að vekja almenning til vitundar um nýju lögin. Plakötin eru hönnuð af Margréti Aðalheiði Önnu Þorgeirsdóttur.

104181370 4229943900350825 4210820776222494196 o

Ef þú vilt skora á stjörnvöld til að stöðva ómannúðlegar breytingar á útlendingalögum þá getur þú skrifað undir hér og sent á vini þína.

Þú getur hlustað á viðtalið við Söru og Hjördísi í heild sinni í spilaranum að ofan.

Tala saman er alla virka daga milli 4 og 6 á Útvarpi 101, FM94.1, í boði Domino's.

hjordissara
Sara Mansour og Hjördís Lára Hlíðberg

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

1. júlí - 12:30

Reykja­vík­ur­dæt­ur: „Vildum vanda okkur meira og skapa eitt heild­ar­verk“

Í nýjasta þætti Kraftbirtingahljóms guðdómsins fær Bergþór til sín Reykjavíkurdætur og þær roastuðu kallinn smá.

29. júní - 10:00

Samdi yfir fimmtán­hundruð verk á sínum þrjá­tíu árum

Nanna Kristjánsdóttir segir frá hinum óvenjulega Schubert í nýjasta þætti Classic

22. júní - 10:45

Donna Cruz: „Hvað ætlar hvít mann­eskja að segja mér um ras­is­ma?“

Leikkonan Donna Cruz hefur átt fullt í fangi með að svara rasistum og kenna Íslendingum að vera ekki rasistar undanfarna daga. Við tókum spjall við hana um þetta allt í Tala saman.

19. júní - 11:00

Frum­varpið sem eng­inn bað um

Frumvarp sem skerðir mannréttindi hælisleitenda. Sara Mansour og Hjördís Lára Hlíðberg fjalla um ómannúðlegar breytingar á útlendingalögunum í síðdegisþættinum Tala saman.

18. júní - 10:15

Ekki steríótýpísk MH hljóm­sveit

Hljómsveitin Inspector Spacetime gaf út lagið Hvað sem er á dögunum.

16. júní - 12:00

Dymbrá: „Þetta er það fyrsta sem við gefum út sjálf­ar“

Þær Eir Ólafsdóttir, Eyrún Úa Þorbjörnsdóttir og Nína Solveig Andersen eru hljómsvetin Dymbrá. Þær eru allar í MH og voru að gefa út sína fyrstu plötu.

sjá allt