Hlusta

Fyrsta konan til að vinna rapp­plötu árs­ins

11. febrúar - 17:00

Cardi B - mynd eftir Jora Frantzis
Cardi B - mynd eftir Jora Frantzis

Grammy-verðlaunin voru haldin hátíðleg í nótt í Los Angeles borg. Hin geðþekka söngkona Alicia Keys var kynnir á hátíðinni í ár og stóð sig með einstakri prýði.

Um fátt annað hefur verið rætt á þessu blessaða ári en tilnefningar og tilvonandi sigurvegara Grammy-verðlaunanna en miklar deilur hafa blossað upp síðustu daga á milli listamanna sem áttu að koma fram og framleiðanda verðlaunahátíðarinnar. Til að mynda mætti söngkonan Ariana Grande ekki en hún hafði verið áberandi í kynningarefni hátíðarinnar, hún hlaut þó verðlaun fyrir plötuna sína Sweetener í flokki sunginna poppplatna (e. Vocal Pop Album).

Kántrí-söngkonan Kacey Musgraves hlaut svo aðalverðlaun kvöldins, plötu ársins, fyrir plötuna sína Golden Hour. Golden Hour hefur ekki selst mikið, einungis 131.000 eintök hafa selst sem telst lítið fyrir plötu ársins, en platan hlaut hinsvegar frábæra dóma. Hún endaði hátt á mörgum virtum árslistum og varð plata ársins hjá tæknirisanum Apple sem dæmi.

Rappkvendið Cardi B heldur áfram að skrifa söguna en hún er fyrsta konan til að hljóta Grammy-verðlaun fyrir rappplötu ársins. Platan Invasion of Privacy sló í gegn og hefur náð tvöfaldri platínusölu í Bandaríkjunum. Eins varð Cardi B fyrsta rappkvendið til að ná lagi á topp bandaríska smáskífulistans Billboard Hot 100 síðan Lauryn Hill gerði það í lok tíunda áratugarins.

Rapparinn Childish Gambino náði einnig merkilegum áfanga en lagið hans This is America varð fyrsta rapplagið til að hljóta Grammy-verðaun sem lag ársins. Lagið vann alls fjögur verðlaun.

Hér eru niðurstöður úr helstu flokkum hátíðarinnar:

Plata ársins

“Golden Hour,” Kacey Musgraves

Lag ársins

“This Is America,” Childish Gambino

Lagasmíði ársins

“This Is America,” Childish Gambino

Nýliði ársins

Dua Lipa

Rappplata ársins

“Invasion of Privacy,” Cardi B

Rappflutningur ársins (jafntefli)

“King’s Dead,” Kendrick Lamar, Jay Rock, Future og James Blake

“Bubblin,” Anderson .Paak

Rapplag ársins

“God’s Plan,” Drake

Rappflutningur ársins, sungið og rappað

“This Is America,” Childish Gambino

R&B plata ársins

“H.E.R.,” H.E.R.

R&B lag ársins

“Boo’d Up,” Ella Mai

R&B flutningur ársins

“Best Part,” H.E.R. ásamt Daniel Caesar

Urban contemporary plata ársins

“Everything Is Love,” the Carters

Sungin poppplata ársins

“Sweetener,” Ariana Grande

Undraland, alla virka daga á milli kl. 11 og 15, í boði Macland.

Cardi B - mynd eftir Jora Frantzis
Cardi B - mynd eftir Jora Frantzis

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

19. febrúar - 14:00

Spreyj­aði kampa­víni yfir fullan skemmti­stað

Það er að miklu að huga þegar halda skal ball. Við fengum að fylgjast með deginum hans Flona þegar hann hélt stórtónleika í Austurbæ.

19. febrúar - 13:00

Fólk stundar BDSM óaf­vit­andi

Magnús Hákonarson formaður BDSM á Íslandi segir flesta sem stunda BDSM ekki kalla það BDSM. Hann segir það mikilvægt að fólk tali saman um hvað sé í gangi í svefnherberginu.

19. febrúar - 13:00

Lög­reglan í rifr­ildum á Twitter

Lögreglan á Twitter vekur athygli fyrir klunnaleg svör undanfarin misseri. #okthen.

19. febrúar - 11:55

Tískugoðið Karl Lag­er­feld lát­inn

Karl Lagerfeld er fallin frá 85 ára að aldri.

19. febrúar - 10:00

McDon­ald's grillar tísk­uris­ann Balenciaga

Athyglisverðir skór franska tískurisans Balenciaga settir í skoplegt samhengi af McDonalds.

18. febrúar - 12:00

Lúxus kanna­bis-verslun opnar í Beverly Hills

Hátískuverslunin Barneys New York opnar búðina The High End þar sem meðal annars verður hægt að kaupa kannabis-kvörn á 180 þúsund krónur.

sjá allt