Hlusta

Fyrsta rapp­stjarna Ís­lands, lista­maður í lík­brennslu og „cancel cult­ure“

26. október, 2020 - 15:05

plútó
Útvarpsþátturinn Plútó sér um að spila frábæra tónlist fyrir hlustendur Útvarps 101 öll laugardagskvöld.

Fyrsta rappstjarna Íslands

Ragna Kjartansdóttir, Cell7, er almennt talin vera fyrsta „rappstjarna“ Íslands. Hún stofnaði rapphljómsveitina Subterranean árið 1997 og flutti síðan til New York í aldarbyrjun í hljóðnám. Árið 2013 snéri hún síðan aftur í rappið með útgáfu plötunnar „Cellf“. Í fyrra gaf hún síðan út plötuna “Is Anybody Listening?“. Hér fer Cell7 yfir ferilinn, íslenskt rapp á tíunda áratugnum, útvarpsþáttinn Kronik, dvölina í New York og stúdíóvinnu þar, Erykah Badu, Mac Miller og ný tónlistarverkefni.

Hvað gerði Chris Pratt af sér?

Ísland er ekki eini staðurinn þar sem allt skelfur: Twitter SKELFUR af reiði gagnvart Chris Pratt. Jenny Purr fór að rannsaka málið til að komast að því hvað fyrrverandi uppáhalds Chris-inn hennar gerði af sérDragdrottningarnar Jenny Purr og Gógó Starr fjalla um Cancel culture, stjórnarskrár og jarðskjálfta - og að sjálfsögðu Drag Race Holland; Snatch Game í nýjasta þætti af Ráðlögðum Dragskammti. Þættirnir eru alla miðvikudaga klukkan 20:00.

Einhleyp, einmana og eirðarlaus en fróð um viðreynslur

Steiney er komin með nóg af samfélagsmiðlum. Pálmi fór í stjörnukortalestur. Þau reyna að finna lykilinn að góðri viðreynslu. Þetta er önnur sería af þessu frábæra hlaðvarpi þar sem Steiney og Pálmi eru óhrædd við að líta inn á við og deila lífi sínu með hlustendum.

Listamaður og vinnur í líkbrennslu

Skoðanabræðurnir og bræðurnir Snorri og Bergþór Mássynir halda úti vikulega hlaðvarpinu Skoðanabræður. Þórsteinn Sigurðsson er viðmælandi þeirra í þætti vikunnar. Hann er ljósmyndari fyrrum þekktur sem Xdeathrow og hefur gefið út bækurnar Container Society Pt. 1 og Juvenile Bliss. Umræðuefni eru meðal annars: ljósmyndun, jaðarhópar, villtir unglingar, gámarnir úti á Granda, dagvinna Dodda í líkbrennslunni, Instagram, arfleið, tilgangur lífsins, graffiti, Jakob Frímann, Kegr, rapp, slagsmál og eiturlyf.

Snorri og Bergþór gefa einnig út þátt vikulega þar sem þeir eru tveir og fara þeir þar yfir málefni líðandi stundar.

Tilraunakenndir tónar af útjaðri sólkerfisins

Plútó er hópur plötusnúða sem starfrækt hefur vikulegan útvarpsþátt í rúm fjögur ár auk þess að standa fyrir mýmörgum klúbbakvöldum víðs vegar í Reykjavík. Tónlistarþátturinn Plútó er í loftinu öll laugardagskvöld á Útvarpi 101. Í þessum þætti af Plútó frá síðastliðnu laugardagskvöldi sjá Skurður og Ewok um að DJ-a.

plútó
Útvarpsþátturinn Plútó sér um að spila frábæra tónlist fyrir hlustendur Útvarps 101 öll laugardagskvöld.

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

28. júlí - 00:00

Já OK: Var Ís­lend­ingur þar?

Fjölnir og Stefán Ingvar ræða ævi Leifs Müller í hlaðvarpinu Já OK.

27. júlí - 16:05

Heimsend­ir: Geim­verur

Stefán Þór ræðir við leikkonuna Ellen M. Bæhrenz um geimverur í hlaðvarpinu Heimsendir. Hvar eru allar geimverurnar? Hvernig líta þær út? Og hvað ef við erum alein?

26. júlí - 13:00

Skoð­anir Sölku Vals­dóttur

Tónlistarkonan Salka Valsdóttir er gestur Skoðanabræðra þessa vikuna.

23. júlí - 13:08

Já OK: Líf eftir þræl­dóm­inn

Seinni þáttur Já OK um Hans Jónatan.

19. júlí - 14:30

Heimsend­ir: Zombie Apoca­lypse

Hvað myndir þú gera ef almannavarnir gæfu út eftirfarandi SMS: "Uppvakningar ganga um göturnar, vinsamlegast komdu þér í skjól hið snarasta!"? Gæti Covid-19 stökkbreyst í Zombid-21? Væri það þess virði að lifa af?

19. júlí - 14:00

Já Ok: Hans Jónatan fær frelsið sitt

Villi og Fjölnir þræða ævi Hans Jónatans í nýjasta þætti Já OK.

sjá allt