Hlusta

Fyrsta uppist­andið hét „Af hverju ég sef ekki hjá stelp­um“

16. september, 2019 - 13:30

70454421 482587362522784 3598673962545971200 n
Pálmi, Salka og Lóa

Pálmi Freyr Hauksson er gestur vikunnar í Athyglisbresti á lokastigi. Hann er spunaleikari, sketsahöfundur, leikskáld og hefur helgað líf sitt gríninu. Á dögunum fór hann af stað með hlaðvarpið Einhleyp, einmana og eirðarlaus og það er undarleg tilfinning fyrir Pálma að aðaláherslan sé ekki að vera fyndinn.

Fyrsta uppistandið einlæg vitundarvakning

Salka, Pálmi og Lóa kryfja í þættinum hina aldagömlu spurningu spuni v.s. uppistand? Pálmi segir frá því þegar hann var með uppistand í fyrsta skipti. „Uppistönd eru algjör snilld, en mér finnst erfitt að fara á uppistönd sjálfur, eftir að hafa verið í þessu þegar ég var 22 ára, þegar ég dýfði tánni í uppistandslaugina,“ segir Pálmi „Það var svo mikill kvíði sem fylgdi uppistandinu. Ég var sjálfur að tala um svo ótrúlega persónulega hluti. Ég var þekktur sem gaurinn sem fór heim með stelpum en svaf aldrei hjá þeim.“

Pálmi las Stríð og frið og er þar af leiðandi betri en við

Af hverju les fólk bækur? Örugglega til þess að skilja sjónvarpsþætti betur. „Mig langaði að skilja vísanir í Stríð og frið,“ segir Pálmi sem tekur þó fram að Kópavogskrónika hafi verið betri en Stríð og friður eftir Tolstoy. “Já, þannig þú last basically langa Wikipedia grein,“ segir Lóa sem trúir ekki á gildi bókmennta lengur.

Hlustaðu á podcastið í heild sinni í spilaranum að ofan eða í hlaðvarpsveitu að eigin vali.

70454421 482587362522784 3598673962545971200 n
Pálmi, Salka og Lóa

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

10. október - 11:00

Vel­komin til 101 Producti­ons

101 Productions er framleiðslufyrirtæki sem einnig rekur útvarpsstöðina Útvarp 101. Ert þú með hugmynd? Sendu okkur línu á idea@101.live.

27. janúar - 10:30

Kapí­tal­ism­inn í sögu­legu sam­hengi

Í nýjasta þætti Heimsenda ræðir Stefán Þór við hagfræðinginn Ólaf Kjaran Árnason um kapítalisma.

24. janúar - 13:00

Heimsend­ir: Síteng­ing

Eruð þér límd við skjáinn? Er símtækið besti vinur þinn? Í nýjasta þætti Heimsenda er rætt um sítengingu og skilgreiningu hennar.

24. janúar - 12:30

Þetta full­orðna fólk er svo skrýtið

Í hlaðvarpinu „Þetta fullorðna fólk er svo skrýtið“ velta Annalísa Hermannsdóttir og Björk Guðmundsdóttir fyrir sér hegðun og hugarstarfi fullorðins fólks á heimspekilegan, sálfræðilegan en þó óvísindalegan hátt.

19. janúar - 14:40

Ein­hleyp, einmana og eirð­ar­laus: Live date

Þáttastjórnendur Einhleyp, einmana og eirðarlaus eru mætt aftur í stúdíóið að jólafríi loknu.

17. janúar - 14:30

„Hopp­andi á rúm­inu og syngj­andi í hár­burst­ann“

„Þetta er bara hreint og beint svefnherbergisdjamm, hoppandi á rúminu og syngjandi í hárburstann“ segir tónlistarkonan Salóme Katrín um lagið „The Other Side“ sem hún sendi frá sér í vikunni.

sjá allt