Hlusta

Geisha Cartel að ei­lífu!

27. ágúst - 15:08

Geisha Cartel
Geisha Cartel samanstendur af þeim Bleache, Prince Fendi og Plastic Boy.

„Þetta er eitthvað time machine type beat.“ Segir Prince Fendi, réttu nafni Jón Múli um tónleika hljómsveitarinnar Geisha Cartel á Húrra í kvöld. Er þetta í fyrsta skipti í tæp þrjú ár sem hljómsveitin kemur saman, og því mikið tilhlökkunarefni!

„Já við erum alveg getting back together.“

Ásamt því að halda tónleika í kvöld sendu Geisha Cartel frá sér lagið „Ná í brauð“ fyrr í dag, sem er fyrsta smáskífan af væntanlegri EP-plötu hljómsveitarinnar. Eftir tæplega þriggja ára hlé voru meðlimir Geisha allir saman komnir á landinu aftur og lá því beint við að taka upp þráðinn. „Það var bara eitthvað vibe, Krissi kominn heim og við vorum í einhverju partýi, það var bara kominn tími á þetta.“ Segir Prince Fendi og bætir við að mestu máli skipti hvað þeim þætti vænt um tónlistina. „What‘s the point of making music ef maður er ekki að gefa neitt út?“

Stígur tvisvar á svið

Ásamt Geisha koma fram PLP, Gróa og Bassi Maraj, en Jón Múli er einnig meðlimur PLP og kemur því tvisvar fram í kvöld. „Þetta verður intense kvöld en það er bara music biz – daglegt brauð að gera of mikið,“ segir Jón Múli um kvöldið og bætir við að þó að tónlist PLP sé nokkuð frábrugðin því sem hann hefur gefið út með Geisha Cartel sé orkan og DIY hugsunin sem liggur að baki tónlistarinnar sú hin sama.

„Þetta er same shit, þetta er bara youth culture – maður er young að gera skemmtilegt og energetic dót.“ Umbúðirnar séu því ólíkar en innihaldið í raun og veru hið sama, „Það er vibeið hjá okkur í Geisha og í PLP, bara gera þetta og gera þetta af ástríðu.“

Tónleikar Geisha Cartel fara fram í kvöld, föstudaginn 27. ágúst kl. 20:00 á skemmtistaðnum Húrra. Geisha Cartel 4Ever!

Geisha Cartel
Geisha Cartel samanstendur af þeim Bleache, Prince Fendi og Plastic Boy.

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

16. september - 11:10

Gameweek #5: Lé­lega hluta­bréfa­podcastið með Há­koni

Leikarinn og Fantasy þjálfarinn Hákon Jóhannesson heimsækir strákana í Lélega Fantasy podcastinu þessa vikuna.

16. september - 11:00

Leyn­ist draugur á Al­þingi?

Fjölnir Gísla fjallar um sannar íslenskar draugasögur í hlaðvarpinu Draugavarpið, sem hóf göngu sína á Útvarp 101 í vikunni.

31. ágúst - 12:25

At­hygl­is­brestur á loka­stigi: Keta­mín­kyn­slóðin

White Lotus, 9 Líf, Íslandsleiði og Ketamín er til umræðu í Athyglisbresti á lokastigi þessa vikuna.

30. ágúst - 15:40

Brodies: Donna Cruz segir væg­ast sagt áhuga­verða sögu

Strákarnir í Brodies voru allir fjórir í stúdíói þennan laugardaginn og fengu þar að auki Donnu Cruz til sín í létt spjall.

28. ágúst - 11:00

Skoð­anir Krist­ínar Ei­ríks­dóttur

Skáldip Kristín Eiríksdóttir fer yfir stóru málin með Skoðanabræðrum.

27. ágúst - 15:08

Geisha Cartel að ei­lífu!

Geisha Cartel stígur á svið á Húrra í kvöld eftir þriggja ára þögn, ásamt hljómsveitunum PLP, Gróu og rapparanum Bassa Maraj.

sjá allt