Hlusta

Gellur elska glæpi: Morðið á John Lennon

10. janúar - 15:00

John Lennon og Yoko Ono
Myndin sem Annie Leibovitz tók af þeim hjónum daginn sem John Lennon var myrtur.

Í þætti vikunnar af Gellur elska glæpi fer Ingibjörg Iða í saumana á morðinu á einum frægasta manni fyrr og síðar, John Lennon.

Þann 8. desember 1980 sló þögn á heiminn þegar fréttir bárust af morði fyrrum bítilsins og friðarsinnans John Lennon. Aðdáendur John's söfnuðust fyrir utan heimili hans og sungu lög söngvarans. Hvað hafði gerst? Hver hafði myrt einn ástsælasta tónlistarmann tuttugustu aldar?

John Lennon Chapman 1980 John Lennon að árita plötu fyrir Mark Chapman, sem myrti hann nokkrum klukkutímum seinna.

Myrtur fyrir utan heimili sitt

John Lennon var myrtur fyrir utan Dakota bygginguna í Manhattan þar sem hann hafði búsetu. Hann var skotinn fjórum sinnum í bakið með byssukúlum með holum oddi, sem eru sérhannaðar til að valda sem mestur skaða. Þegar að lögreglan mætti á svæðið var ákveðið að bíða ekki eftir sjúkrabíl og var hann keyrðum með lögreglubifreið á sjúkrahúsið. En það var um seinan. John Lennon var úrskurðaður látinn klukkan 11.20 þann 8. desember 1980.

500px-The Dakota (48269594271) Dakota byggingin víðfræga

appraisal-jumbo Bogagöngin að inngangi og garði Dakota byggingarinnar, þar sem John var myrtur.

Ólíklegur morðingi

Mark David Chapman er fæddur þann 10. maí 1955 í Texas í Bandaríkjunum. Hann átti erfiða æsku og glímdi við alls kynd andleg vandamál í kjölfarið. Mark lét þó ekkert stöðva sig og hóf starf í kristilegum sumarbúðum eftir að hafa gerst kristinn þegar hann var sextán ára. Eins og flestir á þessum tíma, var hann mikill aðdáandi Bítlana. Hann varð fljótt hugfanginn af skáldsögunni Catcher in the rye eftir J.D. Salinger og fann sig í aðalsöguhetju bókarinnar, Holden Cauldfield. En það varð það sem varð honum að lokum að falli.

ap 16242748084890 Mark Chapman á sínum yngri árum

Markdavidchapman Nýleg mynd af Mark Chapman úr fangelsi, en hann er 64 ára

Gellur elska glæpi með Ingibjörgu Iðu er í beinni alla fimmtudaga í síðdegisþættinum Tala saman.

Þú getur hlustað á alla þætti af Gellur elska glæpi á öllum helstu streymisveitum.
John Lennon og Yoko Ono
Myndin sem Annie Leibovitz tók af þeim hjónum daginn sem John Lennon var myrtur.

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

17. janúar - 15:30

GYM: Mar­grét Lára Við­ars­dóttir

Margrét Lára Viðarsdóttir er gestur Birnu í nýjasta þættinum af GYM.

17. janúar - 11:30

Um­deild­asta hlað­varp lands­ins snýr aftur

Bergþór og Snorri Mássynir gerðu garðinn frægan síðasta sumar með hlaðvarpi sínu Skoðanabræður. Nú hefja þeir aftur leik og að þessu sinni er hlaðvarpið með breyttu sniði þar sem annar bræðranna er staddur erlendis.

16. janúar - 16:00

„Bát­arnir sem lentu undir snjóflóð­inu gátu verið húsin okk­ar“

Völundur Hafstað er búsettur á Flateyri og segir frá upplifun sinni af snjóflóðunum sem féllu þann 14. janúar.

16. janúar - 15:00

Hversu gáfuð eru Lóa og Jói?

Jóhann og Lóa fóru í æsispennandi gátukeppni í beinni og fengu hlustendur það loksins á hreint hvor þáttarstjórandinn er gáfaðri.

16. janúar - 15:00

101 Frétt­ir: Borg nefnd í höf­uðið á Akon

Sigurbjartur fer með fréttir vikunnar að sinni þar sem hann fjallar um Akon City, eitrað andrúmsloft í konungsfjölskyldunni, gerð lagsins Aquaman og fleira.

16. janúar - 14:30

„Þú tapar þegar þú vinnur Tind­erlaug­ina“

Hlaðvarpsþátturinn Athyglisbrestur á lokastigi hefur snúið aftur í seríu 2. Salka og Lóa fjalla m.a. um uppáhaldssjónvarpsþáttinn sinn, Tinderlaugina.

sjá allt