Hlusta

Gellur elska glæpi: Morðið á John Lennon

10. janúar - 15:00

John Lennon og Yoko Ono
Myndin sem Annie Leibovitz tók af þeim hjónum daginn sem John Lennon var myrtur.

Í þætti vikunnar af Gellur elska glæpi fer Ingibjörg Iða í saumana á morðinu á einum frægasta manni fyrr og síðar, John Lennon.

Þann 8. desember 1980 sló þögn á heiminn þegar fréttir bárust af morði fyrrum bítilsins og friðarsinnans John Lennon. Aðdáendur John's söfnuðust fyrir utan heimili hans og sungu lög söngvarans. Hvað hafði gerst? Hver hafði myrt einn ástsælasta tónlistarmann tuttugustu aldar?

John Lennon Chapman 1980 John Lennon að árita plötu fyrir Mark Chapman, sem myrti hann nokkrum klukkutímum seinna.

Myrtur fyrir utan heimili sitt

John Lennon var myrtur fyrir utan Dakota bygginguna í Manhattan þar sem hann hafði búsetu. Hann var skotinn fjórum sinnum í bakið með byssukúlum með holum oddi, sem eru sérhannaðar til að valda sem mestur skaða. Þegar að lögreglan mætti á svæðið var ákveðið að bíða ekki eftir sjúkrabíl og var hann keyrðum með lögreglubifreið á sjúkrahúsið. En það var um seinan. John Lennon var úrskurðaður látinn klukkan 11.20 þann 8. desember 1980.

500px-The Dakota (48269594271) Dakota byggingin víðfræga

appraisal-jumbo Bogagöngin að inngangi og garði Dakota byggingarinnar, þar sem John var myrtur.

Ólíklegur morðingi

Mark David Chapman er fæddur þann 10. maí 1955 í Texas í Bandaríkjunum. Hann átti erfiða æsku og glímdi við alls kynd andleg vandamál í kjölfarið. Mark lét þó ekkert stöðva sig og hóf starf í kristilegum sumarbúðum eftir að hafa gerst kristinn þegar hann var sextán ára. Eins og flestir á þessum tíma, var hann mikill aðdáandi Bítlana. Hann varð fljótt hugfanginn af skáldsögunni Catcher in the rye eftir J.D. Salinger og fann sig í aðalsöguhetju bókarinnar, Holden Cauldfield. En það varð það sem varð honum að lokum að falli.

ap 16242748084890 Mark Chapman á sínum yngri árum

Markdavidchapman Nýleg mynd af Mark Chapman úr fangelsi, en hann er 64 ára

Gellur elska glæpi með Ingibjörgu Iðu er í beinni alla fimmtudaga í síðdegisþættinum Tala saman.

Þú getur hlustað á alla þætti af Gellur elska glæpi á öllum helstu streymisveitum.
John Lennon og Yoko Ono
Myndin sem Annie Leibovitz tók af þeim hjónum daginn sem John Lennon var myrtur.

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

1. júlí - 12:30

Reykja­vík­ur­dæt­ur: „Vildum vanda okkur meira og skapa eitt heild­ar­verk“

Í nýjasta þætti Kraftbirtingahljóms guðdómsins fær Bergþór til sín Reykjavíkurdætur og þær roastuðu kallinn smá.

29. júní - 10:00

Samdi yfir fimmtán­hundruð verk á sínum þrjá­tíu árum

Nanna Kristjánsdóttir segir frá hinum óvenjulega Schubert í nýjasta þætti Classic

22. júní - 10:45

Donna Cruz: „Hvað ætlar hvít mann­eskja að segja mér um ras­is­ma?“

Leikkonan Donna Cruz hefur átt fullt í fangi með að svara rasistum og kenna Íslendingum að vera ekki rasistar undanfarna daga. Við tókum spjall við hana um þetta allt í Tala saman.

19. júní - 11:00

Frum­varpið sem eng­inn bað um

Frumvarp sem skerðir mannréttindi hælisleitenda. Sara Mansour og Hjördís Lára Hlíðberg fjalla um ómannúðlegar breytingar á útlendingalögunum í síðdegisþættinum Tala saman.

18. júní - 10:15

Ekki steríótýpísk MH hljóm­sveit

Hljómsveitin Inspector Spacetime gaf út lagið Hvað sem er á dögunum.

16. júní - 12:00

Dymbrá: „Þetta er það fyrsta sem við gefum út sjálf­ar“

Þær Eir Ólafsdóttir, Eyrún Úa Þorbjörnsdóttir og Nína Solveig Andersen eru hljómsvetin Dymbrá. Þær eru allar í MH og voru að gefa út sína fyrstu plötu.

sjá allt