Hlusta

Gjörn­inga­klúbbur­inn: Töl­uðu við Ás­grím Jóns­son með miðil á FaceTime

8. nóvember, 2019 - 10:00

74602865 2492499090833508 250659136117669888 n
Ljósmynd: Alexía Rós Gylfadóttir

Þær Eirún Sigurðardóttir og Jóní Jónsdóttir hafa verið í Gjörningaklúbbnum síðan 1996, þær eru frumkvöðlar í íslenskri gjörningalist. Þær töluðu um nýjasta verkið sitt, Vatn og blóð, við Jóhann og Lóu í Tala saman.

Miðill/miðill

Verkið Vatn og blóð er vídeóverk, pantað af Listasafni Íslands og til sýningar þar þangað til í mars. Það er unnið út frá ævi og störfum myndlistarmannsins Ásgríms Jónssonar. Ásgrímur Jónsson (1876-18958) var einn af fyrstu myndlistarmönnum þjóðarinnar og lærði við konunglega háskólann í Kaupmannahöfn. Eirún og Jóní segja að lítið sé vitað um tilfinningalíf listamannsins. Hann hafi ekki gift sig og átti engin börn. Þær hafi því notast við miðil til að auðga skilning sinn á skáldinu víðfræga. „Það kom margt í ljós en aðallega bara hvað hann var mikill listamunkur. Hann helgaði sig alveg listinni." Þær kalla þessa aðferð, að tala við miðil í vinnslu verksins, miðill/miðill.

Ásgrímur Jónsson

Listin er kvenlæg orka

Eirún og Jóní segja kjarnann í list Ásgríms vera samvinna, sköpunarkraftur, innsæið og náttúran. Þær segja jafnframt að Ásgrímur hafi sagt þeim, í gegnum miðilinn, að listin væri í eðli sínu kvenlæg orka. Þær settu jafn mikinn þunga í ævisögu hans og upplýsingar frá miðlinum við vinnslu verksins. Hægt er að nálgast fleiri upplýsingar um Vatn og blóð hér.

Hlustaðu í viðtalið í heild sinni í spilaranum að ofan

Tala saman er alla virka daga milli 4 og 6 í boði Domino's og Zombielamb:Double Tap

74602865 2492499090833508 250659136117669888 n
Ljósmynd: Alexía Rós Gylfadóttir

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

10. október - 11:00

Vel­komin til 101 Producti­ons

101 Productions er framleiðslufyrirtæki sem einnig rekur útvarpsstöðina Útvarp 101. Ert þú með hugmynd? Sendu okkur línu á idea@101.live.

27. janúar - 10:30

Kapí­tal­ism­inn í sögu­legu sam­hengi

Í nýjasta þætti Heimsenda ræðir Stefán Þór við hagfræðinginn Ólaf Kjaran Árnason um kapítalisma.

24. janúar - 13:00

Heimsend­ir: Síteng­ing

Eruð þér límd við skjáinn? Er símtækið besti vinur þinn? Í nýjasta þætti Heimsenda er rætt um sítengingu og skilgreiningu hennar.

24. janúar - 12:30

Þetta full­orðna fólk er svo skrýtið

Í hlaðvarpinu „Þetta fullorðna fólk er svo skrýtið“ velta Annalísa Hermannsdóttir og Björk Guðmundsdóttir fyrir sér hegðun og hugarstarfi fullorðins fólks á heimspekilegan, sálfræðilegan en þó óvísindalegan hátt.

19. janúar - 14:40

Ein­hleyp, einmana og eirð­ar­laus: Live date

Þáttastjórnendur Einhleyp, einmana og eirðarlaus eru mætt aftur í stúdíóið að jólafríi loknu.

17. janúar - 14:30

„Hopp­andi á rúm­inu og syngj­andi í hár­burst­ann“

„Þetta er bara hreint og beint svefnherbergisdjamm, hoppandi á rúminu og syngjandi í hárburstann“ segir tónlistarkonan Salóme Katrín um lagið „The Other Side“ sem hún sendi frá sér í vikunni.

sjá allt