Hlusta

Fund­ust engin íþrótta­föt á Birgittu dúkk­una

19. september, 2019 - 13:30

Screenshot 2019-09-19 14.29.03
Birgitta Haukdal er viðmælandi Birnu Maríu í nýjasta þætti GYM.

Birgitta Haukdal var gestur Birnu í nýjasta þættinum af GYM. Í þættinum spjalla þær saman um ferilinn, heilsuna og frægu Birgittu dúkkuna.

„Mér finnst eins og ég hafi ekki andað í 40 ár,“ segir Birgitta en hún talar um hvað jóga hefur hjálpað henni mikið við að stoppa aðeins og anda. Hún segir að þegar allt Írafár ævintýrið fór stað hafi hún sjaldan haft tíma til að stoppa og anda.

Þær Birgitta og Birna tóku vel á því saman. Birna kenndi Birgittu nokkrar ketilbjölluæfingar og svo komu þær sér vel fyrir uppi í jógasal þar sem Birgitta leiðir Birnu í gegnum nokkrar jógaæfingar. Að lokum var Birgittu-dúkkan sjálf með innkomu og Birna spyr hvað Birgitta vill segja við þessa Birgittu. Því miður fundust engin íþróttaföt á Birgittu dúkkuna en engu að síður flýgur hún í splitt.

Flutti í bæinn til að syngja

Birgittu Haukdal þarf vart að kynna en hún hefur notið hylli þjóðarinnar í meira en tuttugu ár. Birgitta er alin upp á Húsavík og flutti í bæinn til þess að gerast söngkona. Stuttu síðar var hún orðin meðlimur hljómsveitarinnar Írafár og þá fór boltinn að rúlla. Þjóðþekkt lög litu dagsins ljós, lög eins og Fingur, Ég sjálf og Stórir hringir. Írafár fór að gigga um land allt.

Birgitta var þó hvergi nærri hætt og tók þátt í ýmsum öðrum verkefnum. Meðal þeirra verkefna var sýningin Grease sem var sett upp í Borgarleikhúsinu árið 2003 þar sem hún fór með hlutverk Sandy. Sama ár hélt hún út til Riga í Lettlandi fyrir Íslands hönd og tók þar þátt í Eurovision með laginu Segðu mér (e. Open your heart).

Sömuleiðis lék hún Geddu gulrót í Ávaxtakörfunni sem var sett upp árið 2015.

GYM er unninn í samstarfi við World Class.

Screenshot 2019-09-19 14.29.03

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

10. október - 11:00

Vel­komin til 101 Producti­ons

101 Productions er framleiðslufyrirtæki sem einnig rekur útvarpsstöðina Útvarp 101. Ert þú með hugmynd? Sendu okkur línu á idea@101.live.

27. janúar - 10:30

Kapí­tal­ism­inn í sögu­legu sam­hengi

Í nýjasta þætti Heimsenda ræðir Stefán Þór við hagfræðinginn Ólaf Kjaran Árnason um kapítalisma.

24. janúar - 13:00

Heimsend­ir: Síteng­ing

Eruð þér límd við skjáinn? Er símtækið besti vinur þinn? Í nýjasta þætti Heimsenda er rætt um sítengingu og skilgreiningu hennar.

24. janúar - 12:30

Þetta full­orðna fólk er svo skrýtið

Í hlaðvarpinu „Þetta fullorðna fólk er svo skrýtið“ velta Annalísa Hermannsdóttir og Björk Guðmundsdóttir fyrir sér hegðun og hugarstarfi fullorðins fólks á heimspekilegan, sálfræðilegan en þó óvísindalegan hátt.

19. janúar - 14:40

Ein­hleyp, einmana og eirð­ar­laus: Live date

Þáttastjórnendur Einhleyp, einmana og eirðarlaus eru mætt aftur í stúdíóið að jólafríi loknu.

17. janúar - 14:30

„Hopp­andi á rúm­inu og syngj­andi í hár­burst­ann“

„Þetta er bara hreint og beint svefnherbergisdjamm, hoppandi á rúminu og syngjandi í hárburstann“ segir tónlistarkonan Salóme Katrín um lagið „The Other Side“ sem hún sendi frá sér í vikunni.

sjá allt