Hlusta

Hætt að þynna út per­sónu­leik­ann sinn fyrir aðra

13. ágúst - 15:00

Screen Shot 2019-08-13 at 2.47.14 PM
Athyglisbrestur á lokastigi

„Á fyrsta ári í MH var ég legit að kaupa mér vini. Úr því óx samt besta og dýrmætasta vinátta sem ég á,“ sagði Ásdís María, tónlistarkona og Berlínarbúi. Hún er besta vinkona Sölku og dolfallinn aðdáandi Athyglisbrests á lokastigi.

Í upphafi þáttarins kemur í ljós að Ásdís María og Salka kynntust vegna þess að Ásdís fór í sleik við gaur sem Salka var að deita í MH. Það er löngu gleymt og fyrirgefið í dag, enda vinskapur þeirra sterkari en samband Sölku við menntaskóla-crushið.

Ásdís María Viðarsdóttir tók þátt í söngvakeppni sjónvarpsins áður en það var nett að gera það, töluvert áður en aðrir hipsterar fóru að taka þátt. Segja má að hún beri að einhverju leyti ábyrgð á eftirminnilegri þátttöku Hatara í Eurovision.

67922305 2429537627368945 2526139836104966144 n

„Fyrst þegar ég hitti þig þá hataði ég þig“

er eitthvað sem Ásdís María fær alltof oft að heyra frá fólki. Því hún er athyglissjúk og skemmtileg gella. „Því ég er á svo háu orkustigi þá heldur fólk að ég meiki að heyra hvað öllum finnst um persónuleikann minn, ég bara geri það alls ekki.“ Hún nennir hinsvegar ekki lengur að þynna persónuleikann sinn til að óspennandi fólki líki vel við sig. Í þætti vikunnar opnaði Ásdís sig um vandræðalegt augnablik með Felixi Bergssyni í söngkeppninni á sínum tíma, uppáhalds bíómyndasleikina sína, uppáhalds íslensku söngkonurnar sínar og hvað hún dýrkar íslenska menningu og Frón-kex.

„Ætlum við ekki að tala um hvað craft-bjórar eru kraftvondir“

Það er kominn tími til þess að við sem samfélag viðurkennum að þessi bjór er ekki góður og hann mun ekki koma í staðinn fyrir alvöru áhugamál. Já, þátturinn Athyglisbrestur á lokastigi er ekki fullkomnaður fyrr en við tölum um íslenska alkóhólista og karlmenn og alkahólíska karlmenn.

Athyglisbrestur á lokastigi er útvarps- og hlaðvarpsþáttur um menningu, tilfinningar, trúnó, málefni líðandi stundar og grín. Fyrst og fremst gegnir hann þó mikilvægu aðhaldshlutverki í þjóðfélagsumræðunni. Hægt er að hlusta á hann á Spotify, Apple podcast og öllum helstu hlaðvarpsveitum. Hlustendur eru hvattir til að skrifa umsögn um þáttinn.

Screen Shot 2019-08-13 at 2.47.14 PM

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

5. desember - 16:55

For­sæt­is­ráð­herra hittir drottn­ing­una og árslistar Spotify

Sigurbjartur Sturla segir fréttir vikunnar að þessu sinni.

5. desember - 15:00

Spunajóla­da­ga­tal á hverjum degi fram að jólum

Á hverjum degi fram að jólum verður spilaður einn þáttur af Jólatalatal. Það er nýr þáttur úr smiðju spunaleikarana Pálma Freys Haukssonar og Guðmunds Felixsonar.

5. desember - 15:00

Vilja láta klóna Pál Óskar

Nýr þáttur á Útvarpi 101 fjallar um drag og hinseginmenningu og er hann í umsjá drottninganna Gógó Starr og Jenny Purr.

5. desember - 10:00

Herra Hnetu­smjör kemur með jóla­pok­ann í ár

Herra Hnetusmjör er ekki þekktur fyrir að sitja auðum höndum. Síðasta föstudag kom frá honum nýtt lag sem ber nafnið „Þegar Þú Blikkar“. Á laginu fær hann til sín engan annan en stórsöngvaran Björgvin Halldórsson. Lagið hefur vakið mikla athygli en það hefur verið streymt tæplega 80 þúsund sinnum á Spotify á innan við viku. Herra Hentusmjör mætti í tala saman og ræddi lagið, jólin og lífið í tala saman.

5. desember - 10:00

Dagur ís­lenskrar tón­list­ar: Um­deildir textar lesnir upp

Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur í dag. Tónmenntakennarar eru ekki ánægðir með þau 3 lög sem vakin er sérstök áhersla á þetta árið.

5. desember - 08:30

Fann 15.000 krónur og er í dag heims­meist­ari í rétt­stöðu­lyftu

Júlían J.K. Jóhannsson bætti sitt eigið heimsmet þegar hann lyfti 405,5 kg þann 23. nóvember síðast liðinn. Júlían er viðmælandi Birnu í Aðeins meira en bara GYM að sinni þar sem þau fara yfir mótið, heimsmetið og margt fleira.

sjá allt