Hlusta

Hætt að þynna út per­sónu­leik­ann sinn fyrir aðra

13. ágúst - 15:00

Screen Shot 2019-08-13 at 2.47.14 PM
Athyglisbrestur á lokastigi

„Á fyrsta ári í MH var ég legit að kaupa mér vini. Úr því óx samt besta og dýrmætasta vinátta sem ég á,“ sagði Ásdís María, tónlistarkona og Berlínarbúi. Hún er besta vinkona Sölku og dolfallinn aðdáandi Athyglisbrests á lokastigi.

Í upphafi þáttarins kemur í ljós að Ásdís María og Salka kynntust vegna þess að Ásdís fór í sleik við gaur sem Salka var að deita í MH. Það er löngu gleymt og fyrirgefið í dag, enda vinskapur þeirra sterkari en samband Sölku við menntaskóla-crushið.

Ásdís María Viðarsdóttir tók þátt í söngvakeppni sjónvarpsins áður en það var nett að gera það, töluvert áður en aðrir hipsterar fóru að taka þátt. Segja má að hún beri að einhverju leyti ábyrgð á eftirminnilegri þátttöku Hatara í Eurovision.

67922305 2429537627368945 2526139836104966144 n

„Fyrst þegar ég hitti þig þá hataði ég þig“

er eitthvað sem Ásdís María fær alltof oft að heyra frá fólki. Því hún er athyglissjúk og skemmtileg gella. „Því ég er á svo háu orkustigi þá heldur fólk að ég meiki að heyra hvað öllum finnst um persónuleikann minn, ég bara geri það alls ekki.“ Hún nennir hinsvegar ekki lengur að þynna persónuleikann sinn til að óspennandi fólki líki vel við sig. Í þætti vikunnar opnaði Ásdís sig um vandræðalegt augnablik með Felixi Bergssyni í söngkeppninni á sínum tíma, uppáhalds bíómyndasleikina sína, uppáhalds íslensku söngkonurnar sínar og hvað hún dýrkar íslenska menningu og Frón-kex.

„Ætlum við ekki að tala um hvað craft-bjórar eru kraftvondir“

Það er kominn tími til þess að við sem samfélag viðurkennum að þessi bjór er ekki góður og hann mun ekki koma í staðinn fyrir alvöru áhugamál. Já, þátturinn Athyglisbrestur á lokastigi er ekki fullkomnaður fyrr en við tölum um íslenska alkóhólista og karlmenn og alkahólíska karlmenn.

Athyglisbrestur á lokastigi er útvarps- og hlaðvarpsþáttur um menningu, tilfinningar, trúnó, málefni líðandi stundar og grín. Fyrst og fremst gegnir hann þó mikilvægu aðhaldshlutverki í þjóðfélagsumræðunni. Hægt er að hlusta á hann á Spotify, Apple podcast og öllum helstu hlaðvarpsveitum. Hlustendur eru hvattir til að skrifa umsögn um þáttinn.

Screen Shot 2019-08-13 at 2.47.14 PM

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

17. ágúst - 02:00

Tón­leik­ar, gjörn­ingur og þátt­töku­dans­verk í Tjarn­ar­bíó

Teknófiðludúóið Geigen lætur ekki skilgreningar stöðva sig og blása til veislu í Tjarnarbíó í kvöld ásamt DJ Dominatricks.

16. ágúst - 11:00

Skoð­ana­bræð­ur: Ber er hver að baki nema sér móður eigi

Skoðanamóðirin, Margrét Jónsdóttir Njarðsvík eða Magga Mundo er viðmælandi Snorra og Bergþórs í nýjasta þætti Skoðanabræðra.

16. ágúst - 10:00

Brak­andi fersk tónlist á föstu­degi

Það er heill haugur af nýrri tónlist sem hefur komið út síðustu daga. Morgunþátturinn Múslí fór yfir helstu útgáfur vikunnar.

16. ágúst - 00:00

Á Conor McGregor heima í fang­elsi?

Tala Saman ræddi við Pétur Marinó ritstjóra MMA Frétta um nýjasta skandalinn hans Conor McGregor og hvað sé í vændum hjá UFC.

15. ágúst - 14:00

101 Frétt­ir: Smá óhapp hjá nýjum kær­asta Katrínar Tönju

Ný Playstation, nýtt kærustupar, nýtt lið og fyrst og fremst glænýjar 101 Fréttir.

15. ágúst - 10:15

Dóra Júlía leysir vanda­mál: „Fjöl­skyldan áhyggju­full því ég deita bara fólk sem er lægra en ég.“

Ástfanginn hlustandi er á leið í skiptinám og hefur áhyggjur af fjarsambandinu, hávaxinn hlustandi deitar aðeins fólk sem er lægra en hann og fjölskyldan er áhyggjufull. Ekki örvænta, Dóra Júlía er til staðar að leysa þessi vandamál.

sjá allt