Hlusta

Herra Hnetu­smjör og Hug­inn frum­flytja nýja plötu

14. mars - 21:45

herra huginn

Hlustaðu í beinni hér og á FM 94.1 .

Herra Hnetusmjör og Huginn eru nöfn sem flestir tónlistaráhugamenn landsins ættu að kannast við en félagarnir frá útgáfufyrirtækinu KBE hafa átt mikilli velgengni að fagna síðustu misseri.

Báðir gáfu þeir út plötur á síðasta ári. Huginn þreytti frumraun sína með plötunni Eini Strákur Vol. 1 þar sem lög eins og Hætti ekki slógu í gegn auk laganna Hetjan og Aftan ásamt Herra Hnetusmjör. Hinn síðarnefndi náði einnig nýjum hæðum í vinsældum sínum með útgáfu plötunnar KBE Kynnir: Hetjan úr hverfinu en hún innihélt lög líkt og Keyra og hið geysivinsæla Upp Til Hópa sem var eitt vinsælasta lag landsins árið 2018.

Þeir hafa nú leitt saman hesta sína í enn eitt skiptið og á miðnætti kemur nýjasta sköpunarverk þeirra, platan KBE Kynnir: DÖGUN, á allar betri streymisveitur. Þeir eru mættir í Útvarp 101 til að frumflytja plötuna, ræða málin og svara spurningum aðdáenda. Þú getur hlustað á útsendinguna hér og á FM 94.1 en hún hefst klukkan 22:00. Með strákunum er Jóhann Kristófer dagskrárgerðamaður Útvarps 101.

Samstarfsmerki KBE

KBE Special

herra huginn

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

18. mars - 15:45

Háska­leik­ur: Felix Leifur

Felix Leifur var gestur Háskaleiks föstudaginn 15. mars. Áskell spurði hann spjörunum úr varðandi ferilinn, Brot seríuna, sömplin og margt fleira. Öll tónlistin í þættinum er frumsamin og mikið af tónlist sem hefur aldrei heyrst í útvarpi áður.

18. mars - 12:05

Úlfur Úlfur gefa út nýtt lag og gefa ráð gegn kulnun

Hljómsveitin Úlfur Úlfur gefa út lag eftir tveggja ára pásu í útgáfu. Þeim finnst heimurinn hreyfast hratt og fjallar nýja lagið um það.

15. mars - 16:50

Hljóm­sveit vik­unn­ar: Vök

Íslenska hljómsveitin Vök er hljómsveit vikunnar hér á Útvarp 101. Serían tónlistarmaður/hljómsveit vikunnar er unnin í samstarfi við Sónar Reykjavík.

15. mars - 14:20

101 Frétt­ir: Sjálfs­fróun kvenna, Ístón og fleira

101 Fréttir er vikulegur poppkúltúrfréttaþáttur Útvarps 101. Í þessum þætti af 101 Fréttir ræðum við Íslensku tónlistarverðlaunin, sjálfsfróun kvenna og fleira.

15. mars - 12:45

Hjóla­brettastrákur með svaka­leg læri

Það hafa fáir haft jafn mikil áhrif á dægurmenningu Íslands undanfarin ár eins og Emmsjé Gauti. Hann kíkti í GYM með Birnu Maríu og ræddi tónlistina, föðurhlutverkið og næstu verkefni.

15. mars - 12:10

Kyn­líf er leikur

Á Sexy föstudegi var Eygló Hilmarsdóttir, leikkona, viðmælandi þáttarins. Hún ræddi við þáttastjórnendur um hluti sem viðkoma kynlífi, einnar nætur gaman, fyrsta skiptið, kynlíf í samböndum og erótík.

sjá allt