Hlusta

Hjartað úr bulli slær á ný!

26. ágúst - 11:00

Með hjarta úr bulli
Með hjarta úr bulli er í beinni alla föstudaga kl. 16:00

Skemmtiþátturinn Með hjarta úr bulli hefur göngu sína á ný að loknu sumarleyfi þáttastjórnenda á föstudaginn. Það eru þau Ari Hallgrímsson, Sunna Tryggvadóttir og barnastjarnan Grettir Valsson sem halda uppi bullinu í beinni alla föstudaga klukkan 16:00 í haust.

Með hjarta úr bulli hóf fyrst göngu sína á útvarpi 101 á vormánuðum 2020. „Þetta er gamanþáttur sem leggur mikið upp úr stuði og alvöru–“ segir Grettir og meðstjórnendur hans taka undir. „Já þetta er bara fínn þáttur.“ Bætir hann við.

Mona lisa að dab-a og Moderna

Sumarið hefur verið mis viðburðaríkt hjá þáttastjórnendum, Grettir kíkti til Parísar í miðjum heimsfaraldri og segir þar lítið um að vera. „Ég fór upp í Eiffelturninn og keypti mér bol með Monu Lísu að dab-a.“

Þá lagði hann einnig land undir fót og fór hringinn í kringum landið ásamt Sunnu, en samkvæmt ferðafélögunum kom Ari ekki með vegna þess að var sofandi þegar þau lögðu í hann, enda nýbúinn í Moderna sprautunni. „Ég var eyðilagður, þetta var ógeðslegt“ segir Ari um ástandið, „Ég var líka nýbúinn í Moderna, fíflið þitt,“ bætir Grettir þó við.

Helsti munurinn að nú er alltaf fössari

„Helsti munurinn á þættinum núna og áður en við fórum í sumarfrí er að núna er alltaf fössari,“ segir Ari aðspurður um helstu breytingarnar á þættinum og meðstjórnendur hans taka undir. „Það verður alltaf fössari og þar að leiðandi alltaf stuð og stemming“ segir Sunna og bætir við að það sem var áður síðdegisþáttur sé nú helgarþáttur og því annars eðlis.

Kermit heppnasti froskurinn á hjólinu

Aðspurð segja þau vinirnir að þátturinn muni halda í fasta liði á borð við Frosk vikunnar og Pizza shit, þó verði líka eitthvað um nýjungar. Froskur vikunnar er líklegast rótgrónasti liður þáttarins, þar sem þáttastjórnendur snúa þar til gerðu hjóli með 30 froskum en alltaf virðist Kermit úr Prúðuleikurunum hreppa titilinn sem verður að teljast nokkuð vafasamt. „Þetta er allt undir hjólinu komið,“ segir Sunna. „Ekki vera að spyrja svona“ bætir Ari við, en lofar þó að smyrja hjólið betur áður en þátturinn fer í loftið á föstudaginn. „Það er ekki hægt að lasta Kermit fyrir það að vera heppnasti froskurinn á hjólinu.“ Segir hann að lokum.

Með hjarta úr bulli er í beinni alla föstudaga klukkan 16:00 á Útvarp 101 frá og með 27. ágúst.

Með hjarta úr bulli
Með hjarta úr bulli er í beinni alla föstudaga kl. 16:00

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

16. september - 11:10

Gameweek #5: Lé­lega hluta­bréfa­podcastið með Há­koni

Leikarinn og Fantasy þjálfarinn Hákon Jóhannesson heimsækir strákana í Lélega Fantasy podcastinu þessa vikuna.

16. september - 11:00

Leyn­ist draugur á Al­þingi?

Fjölnir Gísla fjallar um sannar íslenskar draugasögur í hlaðvarpinu Draugavarpið, sem hóf göngu sína á Útvarp 101 í vikunni.

31. ágúst - 12:25

At­hygl­is­brestur á loka­stigi: Keta­mín­kyn­slóðin

White Lotus, 9 Líf, Íslandsleiði og Ketamín er til umræðu í Athyglisbresti á lokastigi þessa vikuna.

30. ágúst - 15:40

Brodies: Donna Cruz segir væg­ast sagt áhuga­verða sögu

Strákarnir í Brodies voru allir fjórir í stúdíói þennan laugardaginn og fengu þar að auki Donnu Cruz til sín í létt spjall.

28. ágúst - 11:00

Skoð­anir Krist­ínar Ei­ríks­dóttur

Skáldip Kristín Eiríksdóttir fer yfir stóru málin með Skoðanabræðrum.

27. ágúst - 15:08

Geisha Cartel að ei­lífu!

Geisha Cartel stígur á svið á Húrra í kvöld eftir þriggja ára þögn, ásamt hljómsveitunum PLP, Gróu og rapparanum Bassa Maraj.

sjá allt