Hlusta

Hverjir eru kepp­endur Love Is­land 2020?

21. janúar, 2020 - 13:00

love island 2020

Það hefur ef til vill ekki farið framhjá neinum að raunveruleikaþátturinn vinsæli Love Island var að byrja aftur. Svo virðist sem Íslendingar hafi mikið dálæti á þáttunum en þar keppast þátttakendur um að finna ástina og það par sem vinsælast er í lok seríunnar hlýtur £50,000 vinning, sem eru um átta milljónir íslenskra króna. Ný sería af Love Island hóf göngu sína 12. janúar en þetta er í fyrsta skipti sem þátturinn er í loftina að vetri til. Því hafa þau fært sig frá Spáni til Suður Afríku til að tryggja góða veðráttu. Tólf afar myndirlegir keppendu stigi inn í Love Island villuna til að hefja leika og því tilvalið að kynnast þeim aðeins betur.

Athugið! Það eru engir spoilerar í þessari grein heldur einungis skemmtilegar staðreyndir um þessa 12 nýju keppendur.

Paige Turley

Paige-Tirley

Paige er 22 ára söngkona frá Skotlandi. Hún öðlaðist fyrst frama þegar hún tók þátt í Britain's Got Talent árið 2012 og komst hún alla leið í undanúrslitin, en þá var hún einungis fjórtán ára gömul. Þess má einnig geta að hún og heimsfrægi söngvarinn Lewis Capaldi voru saman um skeið og halda margir því fram að lagið Someone you loved sé samið um hana.

Ollie Williams

ollie

Ollie er 23 ára gamall, frá Cornwall. Hann sjálfan sig landeiganda, en það eru kannski frekar vægt til orða tekið þar sem hann fjölskyldan hans er afar vel stæð og á stórt landsvæði í Cornwall. Ollie hefur hins vegar verið afar gagnrýndur eftir að myndir af honum stunda sportveiðar (e. trophy hunting) fóru í dreifingu á netinu. Hann neitar þó þessum staðhæfingum og segir að hann hafi unnið með verndunarsamtökum sem vinna m.a. gegn veiðiþjóðnaði, en þar séu dýr stundum aflífuð vegna heilsufarskvilla eða offjölgunar. Dæmi hver fyrir sig!

Leanne Amaning

leanne

Leanne er 22 ára þjónusturáðgjafi frá London en hún er með mastersgráðu í sálfræði. Hún hefur þó alls ekki setið auðum höndum þar sem hún tók þátt í fegurðarsamkeppninni Miss Ghana UK árið 2016.

Connor Durman

connor durman

Connor er 25 ára strákur frá Brighton. Hann á sitt eigið fyrirtæki, Naked Barista en eins og nafnið gefur til kynna sérhæfir fyrirtækið sig í sölu á kaffitengdum vörum.

Siannise Fudge

siannise

Siannise er 25 ára gömul frá Bristol og er lærður snyrtifræðingur. Skemmtilegt er að segja frá því að Siannise vann með Molly Mae, fyrrum keppanda í Love Island. Molly Mae, og Tommy kærasti hennar, eru eitt af fáum pörum síðustu seríu sem eru enn saman en þau höfnuðu í öðru sæti. Molly segir í nýju myndbandi á Youtube rásinni sinni að Siannise sé frábær stelpa og að hún haldi með henni.

Nas Majeed

nas

Nas er 23 ára smiður frá London. Hann er þó ekki við eina fjölina felldur þar sem hann er einnig lærður íþróttafræðingur.

Mike Boateng

mike

Mike er 24 ára lögreglumaður frá London. Fyrir tíma hans í lögreglunni var hann mikill fótboltakappi og lék á tímapunkti fyrir Sheffield United.

Shaugna Phillips

shaugna

Shaugna er 25 ára gömul frá London og vinnur sem þjónustufulltrúi fyrir demokrata/lýðræðissinna. Skemmtileg staðreynd um Shaugna er að hún er mikill aðdáendi sjónvarpsmannsins Piers Morgan, en hún nýtur þess mikið að horfa á hann rífast við aðra.

Callum Jones

callum

Callum er 23 ára frá Manchester en hann vinnur í byggingar vinnu. Skemmtileg staðreynd um Callum er að honum finnst Megan Fox vera hin fullkomna kona. Vonandi finnur hann einhverja henni líkri í Love Island villunni.

Sophie Piper

Sophie-Piper

Sophie er 21 árs frá Essex og vinnur sem aðstoðarkona á spítala. Eldri systir Sophie er Rochelle Humes, en hún er fræg sjónvarpskona í Englandi.

Tvíburarnir Eve og Jess Gale

eve and jess

Eve og Jess eru 20 ára gamlar og eru frá London. Þær eru báðar í skóla en vinna á skemmtistað í borginni þar á milli. Þær eru fyrstu tvíburasysturnar til að taka þátt í Love Island, en áður hafa tvíburabræður keppt í Love Island Australia. Þess má einnig geta að Tyga, fyrrverandi kærasti Kylie Jenner, sendi Eve eitt sinn einkaskilaboð á Instagram!

Love Island er á dagsskrá öll kvöld í Bretlandi.

love island 2020

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

10. október - 11:00

Vel­komin til 101 Producti­ons

101 Productions er framleiðslufyrirtæki sem einnig rekur útvarpsstöðina Útvarp 101. Ert þú með hugmynd? Sendu okkur línu á idea@101.live.

27. janúar - 10:30

Kapí­tal­ism­inn í sögu­legu sam­hengi

Í nýjasta þætti Heimsenda ræðir Stefán Þór við hagfræðinginn Ólaf Kjaran Árnason um kapítalisma.

24. janúar - 13:00

Heimsend­ir: Síteng­ing

Eruð þér límd við skjáinn? Er símtækið besti vinur þinn? Í nýjasta þætti Heimsenda er rætt um sítengingu og skilgreiningu hennar.

24. janúar - 12:30

Þetta full­orðna fólk er svo skrýtið

Í hlaðvarpinu „Þetta fullorðna fólk er svo skrýtið“ velta Annalísa Hermannsdóttir og Björk Guðmundsdóttir fyrir sér hegðun og hugarstarfi fullorðins fólks á heimspekilegan, sálfræðilegan en þó óvísindalegan hátt.

19. janúar - 14:40

Ein­hleyp, einmana og eirð­ar­laus: Live date

Þáttastjórnendur Einhleyp, einmana og eirðarlaus eru mætt aftur í stúdíóið að jólafríi loknu.

17. janúar - 14:30

„Hopp­andi á rúm­inu og syngj­andi í hár­burst­ann“

„Þetta er bara hreint og beint svefnherbergisdjamm, hoppandi á rúminu og syngjandi í hárburstann“ segir tónlistarkonan Salóme Katrín um lagið „The Other Side“ sem hún sendi frá sér í vikunni.

sjá allt