Hlusta

Hvernig yrði ís­lenskt Love Island?

18. júní - 16:10

Screenshot 2019-06-18 13.47.35

Raunveruleikaþátturinn Love Island nýtur gífurlega mikilla vinsælda í Englandi en 3.6 milljónir horfðu á lokaþáttinn í fyrra. Keppendur er á aldrinum 20-30 ára en aðdáendahópurinn er mun dreifðari en það. Love Island tekst að klófesta unga sem aldna. Þetta er svolítið eins og með snakkið í dósunum „einu sinni smakkað, þú getur ekki hætt“.

Love Island þættirnir eru sýndir á sumrin og gerast í rauntíma. Það kemur út nýr þáttur daglega þannig áhorfendur fylgjast með keppendum og hafa áhrif á úrslitin. Líflegar umræður skapast á Twitter þar sem notendur ýmist lofa eða lasta einstaklinga úr þáttunum.

Leikreglurnar í Love Island eru einfaldar. Hópur af ungu fólki er flogið til Mallorca og komið fyrir í lúxus-villu og strípað af allri tengingu við umheiminn. Fólkið parar sig saman og til þess að lifa keppnina af þurfa allir að vera í sambandi við einhvern í villunni, en hvort sambandið byggist á vináttu, ást eða bara til þess að vinna leikinn, er annað mál. Því markmið þáttanna er að standa eftir sem ástfangnasta parið að mati áhorfanda og fá að launum 50.000 pund.

En þetta er aðeins umgjörðin. Til að gera keppendum erfiðara fyrir þurfa pörin að deila einbreiðu rúmi frá fyrsta degi, allir fá síma svo þau geti spjallað innbyrðis og kosið aðra keppendur út. Pörin taka þátt í allskyns keppnum til að hrista sig saman og vinna sér inn rétt til þess að fara á stefnumót utan villunnar. Þau sem stýra þáttunum fylgjast grannt með öllu drama í villunni og gera í því að strá salti í sárin með ýmsum leiðum. Rúsínan í pylsuendanum er að áhorfendur geta tekið þátt í keppninni með því að kjósa fólk af eyjunni í gegnum Love Island appið.

Við á Útvarpi 101 erum miklir aðdáendur Love Island og veltum fyrir okkur hvernig keppnin gæti litið út hér heima. Valið var vandasamt en við höfum sett saman draumahópinn.

Love Island strákarnir

Screenshot 2019-06-18 14.58.57

Flóni, söngvari. Flóni er mikið sjarmatröll með bros sem bræðir. Einnig er hann mikið ljúfmenni og myndi eflaust vilja að enginn dytti úr keppni.

Screen Shot 2019-06-18 at 13.12.50

Björgvin Karl, atvinnumaður í CrossFit. Hann er með breitt bak og ætti að geta lyft upp stemningunni ef þyngsli leggjast yfir hópinn.

Screenshot 2019-06-18 14.56.50

Egill Trausti, íþróttagarpur og fyrrverandi kærasti Örnu Ýrar. Það má segja að Egill myndi rífa keppnina upp á næsta stig, hinir keppendurnir þurfa að passa sig á honum.

Screen Shot 2019-06-18 at 13.11.16

Króli, rappari. Þrátt fyrir að hárið fengi að fjúka þá fauk sjarminn ekki með. Kristinn Óli, Kiddi, Króli er einlægur, ljúfur og góður vinur vina sinna. Króli heillar alla upp úr skónum.

Screenshot 2019-06-18 14.46.56

Sindri Þórhallsson, verslunarstjóri Húrra Reykjavík. Jú krakkar mínir, fatastíll getur skipt máli og þar kemur Sindri Þórhalls sterkur inn með sitt Húrra-game. Krullur og merkjavörur, like?

Screenshot 2019-06-18 14.51.11

Kristófer Acox, körfuboltamaður. Stutt er síðan Kristó tók titil með sér heim, hver veit hvað gerist á eyjunni. Kristó er með mikið keppnisskap og því ættu hinir að vera á tánum.

Love Island stelpurnar

Screen Shot 2019-06-18 at 13.08.04

Aldís Amah, leikkona. Aldís er Fjallkona ársins 2019 enda er henni margt til listanna lagt. Hún hefur mikla reynslu þegar kemur að sviðsframkomu sem myndi eflaust ná henni langt.

Screen Shot 2019-06-18 at 13.04.41

Sunneva Einarsdóttir, áhrifavaldur. Sunneva Einars er vinsæl á Instagram en ætli hún verði jafn vinsæl á ástareyjunni eða verður stelpunum ógnað?

Screenshot 2019-06-18 15.02.12

Kara Kristel, áhrifavaldur. Kara Kristel segir allt sem hún hugsar og með húmorinn á réttum stað. Stór persónuleiki er alltaf vinsælt í raunveruleikasjónvarpi.

Screen Shot 2019-06-18 at 15.12.30

María Thelma, leikkona. Brosmild og ljúf og mun heilla alla upp úr skónum. Hún er týpa margra á pappír (type on paper) en hún er leikkona, þannig passið ykkur!

Screen Shot 2019-06-18 at 15.05.38

Birgitta Líf, markaðsstjóri World Class og áhrifavaldur. Birgitta Líf kann að skemmta sér og það verður gaman að fylgjast með henni í þessari keppni. Ætli hún og Flóni splæsi saman í flöskuborð?

Screen Shot 2019-06-18 at 13.08.30

Thelma Torfadóttir, framleiðandi og fyrirsæta. Thelma er eldklár og mikill töffari. Sem framleiðandi kann hún á sjónvarpsframleiðslu og mun vefja framleiðendur og tökuliðið um fingur sér.

Þau sem koma inn seinna í keppninni til að hræra í súpunni:

Brynjar Barkarson, fjöllistamaður. Brynjar mun klárlega hræra vel í pottinum. Hann er ekki bara fyndinn, hress og skemmtilegur heldur í fanta góðu formi enda búinn að vera duglegur í ræktinni upp á síðkastið. Höfuð munu snúast eða eins og þau segja á meginlandinu heads will be turned.

Screen Shot 2019-06-18 at 15.23.46

Dóra Júlía, plötusnúður og áhrifavaldur. Dóra Júlía kemur með groove-ið. Hún er óhrædd við að taka áskorunum og því myndi hún koma sterk inn í keppnina.

Þáttastjórnendur

Screen Shot 2019-06-18 at 13.30.05

Söng og leikkonan Unnur Eggertsdóttir myndi feta í fótspor Caroline Flack sem þáttastjórnandi Love Island. Hennar hlutverk er að senda fólk heim og taka viðtöl við keppendur. Hún er sú eina sem fær að koma inn í villuna.

Screen Shot 2019-06-18 at 13.30.34

Einn mikilvægasti hlekkur þáttanna er sá sem lýsir því sem er að gerast jafnóðum. Við myndum vilja sjá Jakob Birgisson í því hlutverki.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá bestu klippurnar úr síðustu Love Island seríunni.

Love Island Ísland 2020?

Screenshot 2019-06-18 13.47.35

Screenshot 2019-06-18 13.47.35

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

5. desember - 16:55

For­sæt­is­ráð­herra hittir drottn­ing­una og árslistar Spotify

Sigurbjartur Sturla segir fréttir vikunnar að þessu sinni.

5. desember - 15:00

Spunajóla­da­ga­tal á hverjum degi fram að jólum

Á hverjum degi fram að jólum verður spilaður einn þáttur af Jólatalatal. Það er nýr þáttur úr smiðju spunaleikarana Pálma Freys Haukssonar og Guðmunds Felixsonar.

5. desember - 15:00

Vilja láta klóna Pál Óskar

Nýr þáttur á Útvarpi 101 fjallar um drag og hinseginmenningu og er hann í umsjá drottninganna Gógó Starr og Jenny Purr.

5. desember - 10:00

Herra Hnetu­smjör kemur með jóla­pok­ann í ár

Herra Hnetusmjör er ekki þekktur fyrir að sitja auðum höndum. Síðasta föstudag kom frá honum nýtt lag sem ber nafnið „Þegar Þú Blikkar“. Á laginu fær hann til sín engan annan en stórsöngvaran Björgvin Halldórsson. Lagið hefur vakið mikla athygli en það hefur verið streymt tæplega 80 þúsund sinnum á Spotify á innan við viku. Herra Hentusmjör mætti í tala saman og ræddi lagið, jólin og lífið í tala saman.

5. desember - 10:00

Dagur ís­lenskrar tón­list­ar: Um­deildir textar lesnir upp

Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur í dag. Tónmenntakennarar eru ekki ánægðir með þau 3 lög sem vakin er sérstök áhersla á þetta árið.

5. desember - 08:30

Fann 15.000 krónur og er í dag heims­meist­ari í rétt­stöðu­lyftu

Júlían J.K. Jóhannsson bætti sitt eigið heimsmet þegar hann lyfti 405,5 kg þann 23. nóvember síðast liðinn. Júlían er viðmælandi Birnu í Aðeins meira en bara GYM að sinni þar sem þau fara yfir mótið, heimsmetið og margt fleira.

sjá allt