Hlusta

Já OK: Flatus lifir

17. nóvember - 00:00

Flatus lifir

Í síðasta mánuði málaði listamaðurinn Edda Karólína Ævarsdóttir hinn víðfræga Flatus-vegg í Kollafirði á ný – en veggurinn á sér langa og dularfulla sögu.

Frægasti skjólveggur landsins

Flatus-veggurinn er líklegast vinsælasti skjólveggur landsins en hann var fyrst reistur til þess að sporna gegn sandfoki. Í nýjasta þætti Já OK rekja þáttastjórnendur, Villi Neto og Fjölnir Gísla, sögu veggsins og reifa til að mynda hinar margvíslegu kenningar um fyrsta Flatus „taggið“ sem príddi vegginn á 9. áratungum.

Er Flatus okkar Banksy?

Fyrst stóð bara „Flatus“ en þegar málað var yfir krotið kom frasinn frægi fram: „Flatus lifir.“ Frasinn hefur þó tekið fleiri breytingum í tímans rás en stundum hefur veggurinn prýtt frasann „Flatlús“ eða „Flatus lifir enn.“

Margir vilja halda því fram að nokkrir ungir drengir á leiðinni Norður á land séu upphafsmenn krotsins, en aðrir halda því fram að listakonan Róska sé ábyrg. Á spjallþráðum frá árdögum internetsins má finna þriðju kenninguna; að Flatus hafi í raun verið nafn á hljómsveit frá 10. áratugnum og hafi meðlimir hljómsveitarinnar viljað ritað sig á spjöld sögunnar með krotinu á skjólvegginn.

Einhver veit sannleikann – en enginn hefur viljað ljóstra honum upp. Er Flatus ef til vill hinn íslenski Banksy?

Flatus lifir

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

1. desember - 14:30

Já OK: Pereat!

Hópur ungra pilta strunsa í átt að húsi rektors MR og hrópa „Rektor Sveinbjörn Egilsson pereat!“ En hverju eru þeir eiginlega að mótæla?

1. desember - 14:30

Hvað ef við ættum bara 6 mán­uði eftir ólif­aða?

Í nýjasta þætti Heimsenda spyr Stefán Þór: Hvað ef við ættum bara 6 mánuði eftir ólifaða? Kemur til óeirða eða má búast við heimsendapartí-um um allan bæ?

29. nóvember - 13:30

Já OK: Flökku­sögur

Þessa vikuna eru þáttastjórnendur Já OK mættir til þess eins að dreifa út flökkusögum, þær eiga sér kannski litla sem enga stoð í raunveruleikanum — en þær eru vissulega út um allt!

29. nóvember - 12:15

Lé­lega Fantasy podcast­ið: Ralli Ragnarök

Fjórtánda leikvika og þáttastjórnendur Lélega Fantasy podcastsins eru enn og aftur mættir í stúdíóið með misáreiðanleg ráð.

23. nóvember - 14:00

Heimsend­ir: Geim­sjúk­dómar og gervi­greind

Stefán Þór, þáttastjórnandi Heimsenda ræðir við Jónas Alfreð Birkisson um geðsjúkdóma og gervigreind.

23. nóvember - 13:30

Vaxta­verk­ir: Birgitta Líf leysir frá skjóð­unni

Gelluþáttur í Vaxtaverkjum þessa vikuna, en engin önnur en athafnakonan Birgitta Líf er mætt í stúdíóið.

sjá allt