Hlusta

Jack White sigrar Eurovision

8. febrúar, 2019 - 13:50

Jack White - mynd eftir David James Swanson
Jack White - mynd eftir David James Swanson

Rokkstjarnan, goðsögnin og lagasmíðasnillingurinn Jack White getur bætt við sigri í söngvakeppninni Eurovision á ferilskránna. Nú í vikunni bárust nefnilega fréttir þess efnis að Jack White væri skráður sem lagasmiður á laginu Toy með ísraelsku söngkonunni Netta.

Ísraelski fréttamiðilinn Kan greindi fyrst frá þessu í vikunni. Þar er greint frá því að Universal Music Group sendi beiðni þess efnis eftir sigur lagsins í Eurovision 2018 að Jack White yrði bætt við sem lagahöfund vegna líkinda viðlagsins við hið sívinsæla Seven Nation Army með hljómsveit hans The White Stripes. Miklar samningaviðræður hafa staðið yfir síðan þá og lítur út fyrir að samningar hafi náðst í vikunni.

Ekkert hefur heyrst frá Jack White en fjölmiðlafulltrúi sendinefndar Ísrael í Eurovision 2018, hann Amnon Szpektor, greindi frá því að trúnaður ríkti um smáatriði samningsins og að hún Netta myndi ekki tjá sig efnislega um þessar fréttir.

Eurovision verður haldið í Ísrael 2019 og hafa margir kallað eftir sniðgöngu íslendinga í keppninni í ár vegna mannréttindabrota og aðskilnaðarstefnu Ísraela. Blásið var til undirskriftarsöfnunar þess efnis þegar ljóst var að keppnin yrði haldin í Ísrael.

Undraland, alla virka daga á milli kl. 11 og 15, í boði Macland.

Jack White - mynd eftir David James Swanson
Jack White - mynd eftir David James Swanson

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

10. október - 11:00

Vel­komin til 101 Producti­ons

101 Productions er framleiðslufyrirtæki sem einnig rekur útvarpsstöðina Útvarp 101. Ert þú með hugmynd? Sendu okkur línu á idea@101.live.

27. janúar - 10:30

Kapí­tal­ism­inn í sögu­legu sam­hengi

Í nýjasta þætti Heimsenda ræðir Stefán Þór við hagfræðinginn Ólaf Kjaran Árnason um kapítalisma.

24. janúar - 13:00

Heimsend­ir: Síteng­ing

Eruð þér límd við skjáinn? Er símtækið besti vinur þinn? Í nýjasta þætti Heimsenda er rætt um sítengingu og skilgreiningu hennar.

24. janúar - 12:30

Þetta full­orðna fólk er svo skrýtið

Í hlaðvarpinu „Þetta fullorðna fólk er svo skrýtið“ velta Annalísa Hermannsdóttir og Björk Guðmundsdóttir fyrir sér hegðun og hugarstarfi fullorðins fólks á heimspekilegan, sálfræðilegan en þó óvísindalegan hátt.

19. janúar - 14:40

Ein­hleyp, einmana og eirð­ar­laus: Live date

Þáttastjórnendur Einhleyp, einmana og eirðarlaus eru mætt aftur í stúdíóið að jólafríi loknu.

17. janúar - 14:30

„Hopp­andi á rúm­inu og syngj­andi í hár­burst­ann“

„Þetta er bara hreint og beint svefnherbergisdjamm, hoppandi á rúminu og syngjandi í hárburstann“ segir tónlistarkonan Salóme Katrín um lagið „The Other Side“ sem hún sendi frá sér í vikunni.

sjá allt