Hlusta

Jack White sigrar Eurovision

8. febrúar - 13:50

Jack White - mynd eftir David James Swanson
Jack White - mynd eftir David James Swanson

Rokkstjarnan, goðsögnin og lagasmíðasnillingurinn Jack White getur bætt við sigri í söngvakeppninni Eurovision á ferilskránna. Nú í vikunni bárust nefnilega fréttir þess efnis að Jack White væri skráður sem lagasmiður á laginu Toy með ísraelsku söngkonunni Netta.

Ísraelski fréttamiðilinn Kan greindi fyrst frá þessu í vikunni. Þar er greint frá því að Universal Music Group sendi beiðni þess efnis eftir sigur lagsins í Eurovision 2018 að Jack White yrði bætt við sem lagahöfund vegna líkinda viðlagsins við hið sívinsæla Seven Nation Army með hljómsveit hans The White Stripes. Miklar samningaviðræður hafa staðið yfir síðan þá og lítur út fyrir að samningar hafi náðst í vikunni.

Ekkert hefur heyrst frá Jack White en fjölmiðlafulltrúi sendinefndar Ísrael í Eurovision 2018, hann Amnon Szpektor, greindi frá því að trúnaður ríkti um smáatriði samningsins og að hún Netta myndi ekki tjá sig efnislega um þessar fréttir.

Eurovision verður haldið í Ísrael 2019 og hafa margir kallað eftir sniðgöngu íslendinga í keppninni í ár vegna mannréttindabrota og aðskilnaðarstefnu Ísraela. Blásið var til undirskriftarsöfnunar þess efnis þegar ljóst var að keppnin yrði haldin í Ísrael.

Undraland, alla virka daga á milli kl. 11 og 15, í boði Macland.

Jack White - mynd eftir David James Swanson
Jack White - mynd eftir David James Swanson

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

19. febrúar - 14:00

Spreyj­aði kampa­víni yfir fullan skemmti­stað

Það er að miklu að huga þegar halda skal ball. Við fengum að fylgjast með deginum hans Flona þegar hann hélt stórtónleika í Austurbæ.

19. febrúar - 13:00

Fólk stundar BDSM óaf­vit­andi

Magnús Hákonarson formaður BDSM á Íslandi segir flesta sem stunda BDSM ekki kalla það BDSM. Hann segir það mikilvægt að fólk tali saman um hvað sé í gangi í svefnherberginu.

19. febrúar - 13:00

Lög­reglan í rifr­ildum á Twitter

Lögreglan á Twitter vekur athygli fyrir klunnaleg svör undanfarin misseri. #okthen.

19. febrúar - 11:55

Tískugoðið Karl Lag­er­feld lát­inn

Karl Lagerfeld er fallin frá 85 ára að aldri.

19. febrúar - 10:00

McDon­ald's grillar tísk­uris­ann Balenciaga

Athyglisverðir skór franska tískurisans Balenciaga settir í skoplegt samhengi af McDonalds.

18. febrúar - 12:00

Lúxus kanna­bis-verslun opnar í Beverly Hills

Hátískuverslunin Barneys New York opnar búðina The High End þar sem meðal annars verður hægt að kaupa kannabis-kvörn á 180 þúsund krónur.

sjá allt