Hlusta

Jack White sigrar Eurovision

8. febrúar - 13:50

Jack White - mynd eftir David James Swanson
Jack White - mynd eftir David James Swanson

Rokkstjarnan, goðsögnin og lagasmíðasnillingurinn Jack White getur bætt við sigri í söngvakeppninni Eurovision á ferilskránna. Nú í vikunni bárust nefnilega fréttir þess efnis að Jack White væri skráður sem lagasmiður á laginu Toy með ísraelsku söngkonunni Netta.

Ísraelski fréttamiðilinn Kan greindi fyrst frá þessu í vikunni. Þar er greint frá því að Universal Music Group sendi beiðni þess efnis eftir sigur lagsins í Eurovision 2018 að Jack White yrði bætt við sem lagahöfund vegna líkinda viðlagsins við hið sívinsæla Seven Nation Army með hljómsveit hans The White Stripes. Miklar samningaviðræður hafa staðið yfir síðan þá og lítur út fyrir að samningar hafi náðst í vikunni.

Ekkert hefur heyrst frá Jack White en fjölmiðlafulltrúi sendinefndar Ísrael í Eurovision 2018, hann Amnon Szpektor, greindi frá því að trúnaður ríkti um smáatriði samningsins og að hún Netta myndi ekki tjá sig efnislega um þessar fréttir.

Eurovision verður haldið í Ísrael 2019 og hafa margir kallað eftir sniðgöngu íslendinga í keppninni í ár vegna mannréttindabrota og aðskilnaðarstefnu Ísraela. Blásið var til undirskriftarsöfnunar þess efnis þegar ljóst var að keppnin yrði haldin í Ísrael.

Undraland, alla virka daga á milli kl. 11 og 15, í boði Macland.

Jack White - mynd eftir David James Swanson
Jack White - mynd eftir David James Swanson

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

25. apríl - 12:00

Blaða­kona myrt í Norð­ur-Ír­landi

Í Oddatali vikunnar voru samtök lýðveldissinna í Norður-Írlandi, Nýi írski lýðveldisherinn (e. The New IRA) rædd. Samtökin hafa lýst sig ábyrga á fráfalli Lyru McKee, þarlendrar blaðakonu sem lést á skírdag.

24. apríl - 14:00

Hall­dór Lax­ness Hall­dórs­son gefur út bók í haust

Halldór Laxness Halldórsson gefur út sína fyrstu skáldsögu í haust, áður hefur hann gefið út tvær ljóðabækur. Hann les upp úr bókinni á Bókmenntahátíð Reykjavíkur í Iðnó í kvöld.

24. apríl - 12:00

Frægir fjöl­menntu í messu hjá Kanye West

Rapparinn og fatahönnuðurinn Kanye West heldur áfram að stuða lýðinn. Hann hélt sunnudagsþjónustu á Coachella síðustu helgi en náði að vekja netverja til reiði yfir verði á sokkum sem hann var með til sölu á hátíðinni.

23. apríl - 10:40

Lemonade komin á Spotify

Lemonade plata Beyoncé komin á streymisveitur þremur árum eftir útgáfu plötunnar.

17. apríl - 12:40

Til­nefnd til Ósk­ar­s­verð­launa hönn­un­ar­brans­ans

Nú á dögunum komust hönnuðir Jónsson og Lemacks á úrvalslista hönnunar- og auglýsingaverðlaunana One Show, þar sem verðlaunahafar fá veitta hina eftirsóttu Blýanta.

16. apríl - 12:00

Raun­veru­legur Battle Royale við­burður hald­inn á eyðieyju

Ónafngreindur milljónamæringur hefur hafið þróun á raunverulegum Battle Royale viðburði að hætti Fortnite og margra annara tölvuleikja.

sjá allt