Hlusta

Jack White sigrar Eurovision

8. febrúar - 13:50

Jack White - mynd eftir David James Swanson
Jack White - mynd eftir David James Swanson

Rokkstjarnan, goðsögnin og lagasmíðasnillingurinn Jack White getur bætt við sigri í söngvakeppninni Eurovision á ferilskránna. Nú í vikunni bárust nefnilega fréttir þess efnis að Jack White væri skráður sem lagasmiður á laginu Toy með ísraelsku söngkonunni Netta.

Ísraelski fréttamiðilinn Kan greindi fyrst frá þessu í vikunni. Þar er greint frá því að Universal Music Group sendi beiðni þess efnis eftir sigur lagsins í Eurovision 2018 að Jack White yrði bætt við sem lagahöfund vegna líkinda viðlagsins við hið sívinsæla Seven Nation Army með hljómsveit hans The White Stripes. Miklar samningaviðræður hafa staðið yfir síðan þá og lítur út fyrir að samningar hafi náðst í vikunni.

Ekkert hefur heyrst frá Jack White en fjölmiðlafulltrúi sendinefndar Ísrael í Eurovision 2018, hann Amnon Szpektor, greindi frá því að trúnaður ríkti um smáatriði samningsins og að hún Netta myndi ekki tjá sig efnislega um þessar fréttir.

Eurovision verður haldið í Ísrael 2019 og hafa margir kallað eftir sniðgöngu íslendinga í keppninni í ár vegna mannréttindabrota og aðskilnaðarstefnu Ísraela. Blásið var til undirskriftarsöfnunar þess efnis þegar ljóst var að keppnin yrði haldin í Ísrael.

Undraland, alla virka daga á milli kl. 11 og 15, í boði Macland.

Jack White - mynd eftir David James Swanson
Jack White - mynd eftir David James Swanson

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

15. júlí - 17:00

At­hygl­is­brestur á loka­stigi: Gígja Sara Björns­son, kyn­lífs­vinna, Aziz Ans­ari og Beyoncé

Gigja Sara Björnsson er gestur í Athyglisbresti vikunnar. Stelpurnar hætta sér á eldfimar slóðir og fullyrða jafnvel ýmislegt um Íslenska femínista.

15. júlí - 16:20

Throwback Thurs­day: Mann­talið á Ís­landi árið 1703 ein­stakt

Jón Kristinn Einarsson hefur verið tíður gestur í útvarpinu. Hann fjallar um fortíðina á Fortíðar Fimmtudögum, að þessu sinni var það manntalið frá árinu 1703 sem Jón fræddi hlustendur um.

15. júlí - 15:00

Odda­tal: Reglum um inn­flytj­enda­mál lít­il­lega breytt

Tvær afganskar fjölskyldur fá að vera áfram á Íslandi eftir að Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir breytti lítillega reglum um innflytjendamál í síðustu viku í kjölfar mótmæla í samfélaginu. Oddur Þórða útskýrir hvað það merkir í Oddatali vikunnar.

15. júlí - 14:30

Lá inni á spjall­borðum hryðju­verka­manna

Siffi G. er kannski sniðugur á Twitter en er hverjar eru hans raunverulegu skoðanir? Er hann sannur Skoðanabróðir?

15. júlí - 14:25

Youtube perla í haf­sjó al­gór­i­þ­manns

Týnda YouTube perlan að mati Arons Má.

15. júlí - 10:15

„Ég komst að því að ég væri ólétt á leið á dimm­isi­on“

Mæðgurnar Halldóra Geirharðsdóttir og Steiney Skúladóttir eru viðmælendur Þegar ég verð stór að þessu sinni. Þær ræða rokkið og rappið, samband sitt og fortíðina.

sjá allt