Hlusta

James gegn Tati málið út­skýrt: upp­lausn í Youtube sam­fé­lag­inu

14. maí - 13:30

1c7ffe25-1619-4134-8bc8-4e3126843b86-james-tati

Það ætlaði allt um koll að keyra í Youtube samfélaginu í síðustu viku. Öll spjót beinast gegn einum vinsælasta förðunarbloggara heims, hinum 19 ára James Charles. James er þekktur fyrir farðanir sínar og litríkan persónuleika og er hann fyrsti Youtube bloggarinn að hljóta boð á Met Gala viðburðinn.

James hefur unnið með stjörnum á borð við Kardashian systurnar, Katy Perry og Iggy Azalea sem hafa nú allar hætt að fylgja honum á Instagram. Hann var áður með 16 milljónir fylgjenda en er nú kominn niður í um 13 milljónir.

Upptök málsins má rekja til auglýsingar sem James birti á Instagram þar sem hann talar um vítamínin Sugar Bair Hair og hvernig þau nýttust honum vel á Coachella. Þetta fór sérstaklega fyrir brjóstið á góð vinkonu hans og stjörnubloggaranum Tati Westbrook en vítamínin eru hennar stærsti samkeppnisaðili. Hún tók því til Instagram og birti þar sögu af sér grátandi og segist sár og illa svikin.

Ástæða þess að Tati tók málið nærri sér er sú að hún tók James undir sinn verndarvæng og kom honum á þann stað sem hann er í dag. Í kjölfarið birti James myndband þar sem hann biður Tati afsökunnar, segir hana hafa verið sér sem móðir, veitt sér stuðning og ráðleggingar í gegnum tíðina. Málinu var ekki þar með lokið í dramatískum heimi áhrifavalda.

Fleiri áhrifavaldar blönduðu sér í málið og var hinn vinsæli Gabriel Zamora fljótur að taka upp hanskann fyrir James. Honum þótti Tati taka málið heldur nærri sér, því aðeins um vítamín væri að ræða.

Tati fann sig knúna til þess að svara fyrir sig og birti 43 mínútna langt myndband undir yfirskrftinni „Bye Sister“ eða Bless systir. Myndbandið nálgast nú 40 milljónir áhorf þar sem Tati þræðir sögu hennar James. Hún fer hörðum orðum manninn sem James hefur að geyma. Að hennar sögn stundar James það að áreita menn sem hafa ekki áhuga á honum og stætir sig af því að reyna að snúa mönnum og þeirra kynhneigð. Hún segir hann baktala aðra bloggara og hún sé langþreytt á því að þurfa að afsaka hegðun hans.

Í kjölfarið birti James myndband á síðunni sinni þar sem hann biður Tati og eiginmann hennar afsökunnar. Hann segir þau ávallt hafa bæði staðið þétt við bakið á sér. Á þessum tímapunkti hafa netverjar tætt James í sig og er farið ófögrum orðum um hann. Listinn af stjörnun sem hafa hætt að fylgja James lengist en þá ber að nefna Kylie Jenner, Kim Kardashian, Demi Lovato, Miley Cyrus, Katy Perry, Shawn Mendes, Iggy Azalea og Jeffree Star.

Birta Líf Ólafsdóttir markaðsfræðingur og stofnandi hlaðvarpsins Íslenskir frumkvöðlar var gestur þáttarins Tala saman og fór í saumana á þessu merkilega máli. Hún ásamt þáttastjórnendum Aroni Má og Sigurbjarti ræða hvort James eigi afturkvæmt í förðunar- og snyrtisamfélagið á Youtube. Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

1c7ffe25-1619-4134-8bc8-4e3126843b86-james-tati

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

23. maí - 07:30

Twilight stjarna næsti Bat­man?

Eftir mislukkaða dvöl sem Leðurblökumaðurinn stígur Ben Affleck til hliðar og áhugavert verður að sjá hvernig tekið verður í eftirmann hans.

22. maí - 14:15

Lítil um­ræða um smá­skömmtun of­skynj­un­ar­lyfja á Ís­landi

Smáskömmtun ofskynjunarefna er orðið stórt *trend* í Bandaríkjunum en bera neytendur neyslu sína í hljóði á Íslandi?

22. maí - 11:24

Þetta er svo gaman að það tímir eng­inn að hætta

Þann 29. Maí munu ritlistarnemar fagna útgáfu smásagnasafnsins Það er alltaf eitthvað í Mengi. Bókin er afrakstur áfanga í ritlistarnámi Háskóla Íslands. Una útgáfuhús stendur að baki útgáfunni. Nemunum þykir námið svo skemmtilegt að þau tíma varla að hætta.

22. maí - 10:38

Kær­asti Kylie Jenner leggur kven­fólki í Banda­ríkj­unum lið

Travis Scott, rapparinn og kærasti Kylie Jenner, hyggst gefa ágóðann af sölum á tónleikavarning Hangout Fest til samtakanna Planned Parenthood. Samtökin Planned Parenthood sjá um kvensjúkdómalækningar og framkvæma m.a. þungunarrof.

22. maí - 10:15

Stærstu tískumiðlar heims fjalla um nýj­ustu línu 66° Norður

Tveir stærstu götutískumiðlar heims fjölluðu báðir um íslenska fatamerkið 66°Norður í vikunni.

21. maí - 13:15

Allt sem við vitum um fram­haldsseríu af Game of Thrones

Nú þegar áttunda sería Game of Thrones hefur lokið göngu sinni bíða aðdáendur spenntir eftir nýrri seríu sem fer mörg þúsund ár aftur í tímann.

sjá allt