Hlusta

Kanye á kúp­unni fyrir þremur ár­um, en met­inn á millj­arða í dag

11. júlí - 11:55

Forsíða Forbes tímaritsins
Forsíða Forbes tímaritsins

Kanye West er á komandi forsíðu fjármálatímaritsins Forbes. Í ítarlegu viðtali við blaðið ræðir Kanye West um Yeezy fatamerkið sitt og hvernig hann byggði upp eitt stærsta tískumerki samtímans á skömmum tíma. Þeir Sigurbjartur og Logi Pedro í morgunþættinum Múslí ræddu um forsíðuna og ótrúlega sögu Yeezy fatamerkisins í útvarpinu. Hægt er að hlusta á spjallið í spilaranum hér að ofan.

Einungis 3 ár eru síðan Kanye West fór mikinn á Twitter og ræddi opinskátt um himinháar skuldir sínar, heila 53 milljónir dollara. Í einni tíst-rununni bað hann Mark Zuckerberg um að lána sér milljarð bandaríkjadollara til að hann gæti unnið að hugmyndum sínum. Stuttu seinna kom í ljós að Kanye glímdi við andleg veikindi og fór hann að lokum inn á spítala. Kanye slær á létta strengi þegar blaðamaður Forbes, Zack O'Malley Greenburg, spyr hann út í þetta og segir að hann hafi heyrt að Mark Zuckerberg væri að leita að geimverum og því hefði legið við að geimveran Kanye hefði beðið hann um lán.

Við mælum með því að horfa á myndbandsviðtalið sem fylgir með umfjölluninni, en þar ræðir Kanye um skóhönnun, bílahönnun, innblástur og japanskar teiknimyndir.

Morgunþátturinn Múslí alla virka daga á milli kl. 08 og 10.

Forsíða Forbes tímaritsins
Forsíða Forbes tímaritsins

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

15. júlí - 17:00

At­hygl­is­brestur á loka­stigi: Gígja Sara Björns­son, kyn­lífs­vinna, Aziz Ans­ari og Beyoncé

Gigja Sara Björnsson er gestur í Athyglisbresti vikunnar. Stelpurnar hætta sér á eldfimar slóðir og fullyrða jafnvel ýmislegt um Íslenska femínista.

15. júlí - 16:20

Throwback Thurs­day: Mann­talið á Ís­landi árið 1703 ein­stakt

Jón Kristinn Einarsson hefur verið tíður gestur í útvarpinu. Hann fjallar um fortíðina á Fortíðar Fimmtudögum, að þessu sinni var það manntalið frá árinu 1703 sem Jón fræddi hlustendur um.

15. júlí - 15:00

Odda­tal: Reglum um inn­flytj­enda­mál lít­il­lega breytt

Tvær afganskar fjölskyldur fá að vera áfram á Íslandi eftir að Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir breytti lítillega reglum um innflytjendamál í síðustu viku í kjölfar mótmæla í samfélaginu. Oddur Þórða útskýrir hvað það merkir í Oddatali vikunnar.

15. júlí - 14:30

Lá inni á spjall­borðum hryðju­verka­manna

Siffi G. er kannski sniðugur á Twitter en er hverjar eru hans raunverulegu skoðanir? Er hann sannur Skoðanabróðir?

15. júlí - 14:25

Youtube perla í haf­sjó al­gór­i­þ­manns

Týnda YouTube perlan að mati Arons Má.

15. júlí - 10:15

„Ég komst að því að ég væri ólétt á leið á dimm­isi­on“

Mæðgurnar Halldóra Geirharðsdóttir og Steiney Skúladóttir eru viðmælendur Þegar ég verð stór að þessu sinni. Þær ræða rokkið og rappið, samband sitt og fortíðina.

sjá allt