Hlusta

Kepp­andi í Tind­erlaug­inni reynir að svara fyrir sig

15. janúar - 13:30

Screenshot 2020-01-15 at 13.24.56
Keppendur í Tinderlauginni

Arnar Hjaltested, eða Grantarinn, hefur verið milli tannanna á fólki vegna framkomu sinnar í raunveruleikaþættinum Tinderlaugin. Þættinum er stýrt af samfélagsmiðlastjörnunni og áhirfavaldinum Línu Birgittu en formið svipar til Djúpu laugarinnar sem var sýnd á Skjá einum fyrir tuttugu árum síðan.

Arnar var til viðtals í Tala saman og svaraði spurningum Instagram-fylgjenda Útvarp 101. Hann lét það þó ekki nægja og leysti einnig vandamál hlustenda í vikulega liðnum Vandamálið, en í honum leysa gestir þáttarins innsend vandamál hlustenda. Segja má að í þessu tilviki hafi haltur leitt blindan.

Þátturinn umræddi

Fyrri hluti þáttarins kom út vikunni áður, en þar var keppandi 1 bersýnilega of ölvaður til að taka þátt og því var fenginn annar keppandi í hans stað

Margir hafa tjáð sig um þátttakendur Tinderlaugarinnar á Twitter og Instagram:

Screenshot 2020-01-15 at 14.06.29

Screenshot 2020-01-15 at 14.06.53

Screenshot 2020-01-15 at 14.06.39

Screenshot 2020-01-15 at 14.09.40

Screenshot 2020-01-15 at 14.09.06

Screenshot 2020-01-15 at 14.09.24

Screenshot 2020-01-15 at 14.07.12

Tækifæri til þess að svara fyrir sig

Arnar Hjaltested, sem situr fyrir miðju í þáttunum, hinn margrómaði keppandi 2, fékk tækifæri til þess að svara fyrir sig í Tala saman. Hlustendur þáttarins sendu inn spurningar í gegnum Instagram. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum að ofan.

Upplifirðu einhverja eftirsjá eftir framkomu þína í þættinum?

„Nei, þetta var bara leikrit, ég hefði reyndar viljað fá minna diss á peysuna hennar mömmu,“ segir Arnar en margir hlustendur stöðvarinnar sendu inn spurningar til Arnars og snerust flestar þeirra um framkomu hans í þættinum gagnvart keppanda 3. Hann skaut á flest svörin hans og tók hann fyrir, þannig að keppanda 3 var farið að líða bersýnilega illa.

„Fyrir mér voru þetta ekki leiðindi, fyrir mér var þetta grín og glens“

Ertu karlremba? Það er væntanlega verið að vísa í þegar þú svaraðir að draumakonan þín væri kona sem góð að elda?

„Þegar ég kem heim úr vinnunni og er nýbúinn með hálfa Domino's pizzu þá væri það alveg draumur, að vera með konu sem kann að elda. Draumakonan mín, hún þarf bara að vera skemmtileg“

Arnar gaf í skyn að miklu áfengi hefði verið hellt ofan í keppendur, til að auka skemmtanagildi þáttarins. Í þættinum drekka keppendur Hot n Sweet og Miller-bjóra og sáu þeir sem horfðu að allir þátttakendur voru orðnir töluvert ölvaðir.

„Já þetta var alltof mikið áfengi. Ég hefði viljað bara 2-3 bjóra og verða mellow, ekki vera svona voðalega æstur í nautabana-stríði.“

„Ef ég færi til baka þá myndi ég kannski breyta einhverju örlitlu en ég var bara að reyna að gera show.“

Myndir þú gera þetta öðruvísi ef þú fengir tækifæri til? Taka hitann af keppanda 2?

„Hvað þá? Myndi ég láta þetta líta vægar út? Já, kannski vera aðeins mýkri en samt með áherslu á að negla hann niður. Alls ekkert persónulegt, bara til að gera show úr þessu. Ég var ekkert að dissa hann, þetta var bara eitthvað grín og glens. Ég veit ekki hvort fólki finnist þetta nógu þægileg svör,“ Arnar segist vilja hafa látið keppanda 3 vita fyrirfram hvað hann ætlaði að gera í þættinum.

Arnar tók fram að hann skráði sig ekki til leiks nokkrum vikum fyrr heldur hoppaði hann inn með litlum fyrirvara inn í keppnina. Hann segir undirbúning vera lítinn sem engan og lítill tími sé til þess að ræða málin fyrir tökur. Hann var þó nokkuð skýr á því að hans upplifun af framkomu sinni í þættinum var ólík upplifun áhorfanda.

Vandamál hlustenda leyst

Vandamálið er fastur liður á þriðjudögum og á því var engin undantekning þessa vikuna. Arnar, Grantarinn, tók þátt í þessum lið en erfitt er að segja til um hvort svörin séu til þess gerð að hjálpa einum né neinum.

Vandamál 1

Sæl þið öll í Tala saman, Ég er ekki vanur að leita til ókunnugra með mín vandamál þar sem ég er fullfær um að leysa þau sjálfur en ég ætla að láta allt flakka hér í dag. Lífið er ekki alveg að leika við kallinn þessa stundina. Kærastinn var að hætta með mér og það kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ég er eitthvað búin að vera að spjalla við vini fyrrverandi og þeir segja að honum finnist ég vera of hrokafullur, en ég veit að það getur ekki verið því að segir mér enginn fyrir verkum. Ég ræddi þetta við móður mína sem neitaði þessu engan veginn og því spyr ég: Hvernig díla ég við það að einhverjir lúserar séu að ljúga um mig?

Vandamál 2

Hæhæ Tala Saman, Ég er með dálítið vandamál. Þessa stundina hrífst þjóðin með handboltastrákunum okkar og fylgist grannt með gengi þeirra í Svíþjóð. Það er auðvitað frábært og gott að fólk geti fundið ljós í myrkrinu. Ég hinsvegar þoli ekki handbolta, skil ekki reglurnar og fannst silver gelið alltaf ömurlegt. Hvað get ég gert til að fíla þetta og hver er eiginlega Alexander Pétursson?

Áður en Grantarinn tók þátt í Tinderlauginni var hann með útvarpsþátt á Áttunni sem hét Bransasögur. Arnar rifjaði upp gamla takta í Tala saman og skaut á Lóu þegar kom að umræðum um handbolta.

Ert þú með Vandamál sem þú vilt að Tala saman leysi? Sendu það inn nafnlaust hér.

Tala saman er alla virka daga á milli 16 og 18 í boði Domino's og Smárabíó.

Þú getur hlustað á alla þættina af Tala saman á Spotify og Apple Podcasts.

Screenshot 2020-01-15 at 13.24.56
Keppendur í Tinderlauginni

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

26. október - 15:05

Fyrsta rapp­stjarna Ís­lands, lista­maður í lík­brennslu og „cancel cult­ure“

Í hverri einustu viku koma út hlaðvarpsþættir hjá Útvarpi 101.

30. september - 15:00

101 Producti­ons leitar að starfs­manni í dag­skrár­gerð

Hefurðu áhuga á dagskrárgerð? 101 Productions leitar að nýrri manneskju í teymið.

28. september - 14:00

Einn um­fangs­mesti lista­aktív­ismi sem hefur átt sér stað á Ís­landi

Nýja stjórnarskráin er viðfangsefni listamannana Libu Castro og Ólafs Ólafssonar.

28. september - 13:30

Nýló vilja auka fjöl­breyti­leik­ann í ís­lensku mynd­list­ar­sen­unni

Í kjölfar þeirrar umræðu sem hefur skapast um kynþáttamisrétti út um allan heim vill Nýlistasafnið leggja sitt á vogarskálarnar. Chanel Björk er ráðgjafi þeirra í þessum málefnum.

24. september - 13:00

Allt sem þú þarft að vita um tón­list­ar­brans­ann

Bransakjaftæði er nýtt hlaðvarp sem er hluti af nýju átaki sem ber heitið Tónatal.

24. september - 12:00

Bún­ingapartý og bíla­bíó

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin RIFF stendur fyrir bílabíói dagana 25.-28. september.

sjá allt