Hlusta

Kríu regnjakk­inn verður að há­tísku­vöru

13. mars - 16:10

Ganni x 66° North

Kríu regnjakkinn verður að hátískuvöru í höndum Ganni. Drapplitaður með neongrænum tónum og þröngur í mittið. Flíkin er kynlaus, framtíðarleg og ein af hápunktum samstarfslínu 66° Norður og Ganni.

Alls koma út fjórar flíkur núna á föstudaginn úr samstarfslínu tískufyrirtækjanna - þrír jakkar og svo eitt vesti. Vestið er úr krulluflís með sterkum bláum og vínrauðum lit til skiptis. Jakkarnir eru byggðir á sniðum sem við Íslendingar þekkjum vel en í þetta skiptið er einhver sumarlegur skandinavískur sjarmi yfir þeim.

Hið danska Ganni er eitt stærsta tískumerki skandinavíu og er selt í yfir 400 búðum á heimsvísu. Ganni er rekið af Refstrupp hjónunum og var stofnað rétt eftir aldamótin 2000. Merkið hefur notið mikilla vinsælda hér á landi síðustu ár en ungæðislegur sjarmi og ferskleiki klæðanna hefur slegið í gegn hjá ungum íslenskum konum.

Ditte Refstrupp er listrænn stjórnandi og lýsir Ganni með einfaldri setningu - „Scandi 2.0“. Það birtist stutt samtal við Ditte inni á vef 66° Norður þar sem talar hún um það hvernig bæði merkin fundu skemmtilegan tón í þessari fyrstu samstarfslínu;

„Ég elska að vinna með andstæður, sem eru einmitt partur af arfleifð okkar. Það má því segja að þessi samstarfslína með 66°Norður, sem samanstendur af sérstökum flíkum með tæknilega eiginleika, sé skemmtilegur „kontrapunktur“ inn í sumarlínuna hjá okkur. Sumarlínan okkar „Paradis“ er óður til þess tímabils sem var og hét, þegar við vorum minna upptekin af hlutum nútímasamfélagsins. Að slá höndum saman með Norrænu útivistarmerki var því að mínu mati fullkomin leið til að leita aftur til upprunans.“

Línan fer í sölu núna á föstudaginn kl. 17 í verslun 66° Norður á Laugavegi 17. Boðið verður upp á tónlist og léttar veigar.

Photo-09-08-2018,-20-16-20 Photo-09-08-2018,-20-06-39 Photo-09-08-2018,-20-06-19 Kríu regnjakkinn

Undraland, alla virka daga á milli kl. 11 og 15, í boði Macland.

Ganni x 66° North

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

18. mars - 15:45

Háska­leik­ur: Felix Leifur

Felix Leifur var gestur Háskaleiks föstudaginn 15. mars. Áskell spurði hann spjörunum úr varðandi ferilinn, Brot seríuna, sömplin og margt fleira. Öll tónlistin í þættinum er frumsamin og mikið af tónlist sem hefur aldrei heyrst í útvarpi áður.

18. mars - 12:05

Úlfur Úlfur gefa út nýtt lag og gefa ráð gegn kulnun

Hljómsveitin Úlfur Úlfur gefa út lag eftir tveggja ára pásu í útgáfu. Þeim finnst heimurinn hreyfast hratt og fjallar nýja lagið um það.

15. mars - 16:50

Hljóm­sveit vik­unn­ar: Vök

Íslenska hljómsveitin Vök er hljómsveit vikunnar hér á Útvarp 101. Serían tónlistarmaður/hljómsveit vikunnar er unnin í samstarfi við Sónar Reykjavík.

15. mars - 14:20

101 Frétt­ir: Sjálfs­fróun kvenna, Ístón og fleira

101 Fréttir er vikulegur poppkúltúrfréttaþáttur Útvarps 101. Í þessum þætti af 101 Fréttir ræðum við Íslensku tónlistarverðlaunin, sjálfsfróun kvenna og fleira.

15. mars - 12:45

Hjóla­brettastrákur með svaka­leg læri

Það hafa fáir haft jafn mikil áhrif á dægurmenningu Íslands undanfarin ár eins og Emmsjé Gauti. Hann kíkti í GYM með Birnu Maríu og ræddi tónlistina, föðurhlutverkið og næstu verkefni.

15. mars - 12:10

Kyn­líf er leikur

Á Sexy föstudegi var Eygló Hilmarsdóttir, leikkona, viðmælandi þáttarins. Hún ræddi við þáttastjórnendur um hluti sem viðkoma kynlífi, einnar nætur gaman, fyrsta skiptið, kynlíf í samböndum og erótík.

sjá allt