Hlusta

Kríu regnjakk­inn verður að há­tísku­vöru

13. mars, 2019 - 16:10

Ganni x 66° North

Kríu regnjakkinn verður að hátískuvöru í höndum Ganni. Drapplitaður með neongrænum tónum og þröngur í mittið. Flíkin er kynlaus, framtíðarleg og ein af hápunktum samstarfslínu 66° Norður og Ganni.

Alls koma út fjórar flíkur núna á föstudaginn úr samstarfslínu tískufyrirtækjanna - þrír jakkar og svo eitt vesti. Vestið er úr krulluflís með sterkum bláum og vínrauðum lit til skiptis. Jakkarnir eru byggðir á sniðum sem við Íslendingar þekkjum vel en í þetta skiptið er einhver sumarlegur skandinavískur sjarmi yfir þeim.

Hið danska Ganni er eitt stærsta tískumerki skandinavíu og er selt í yfir 400 búðum á heimsvísu. Ganni er rekið af Refstrupp hjónunum og var stofnað rétt eftir aldamótin 2000. Merkið hefur notið mikilla vinsælda hér á landi síðustu ár en ungæðislegur sjarmi og ferskleiki klæðanna hefur slegið í gegn hjá ungum íslenskum konum.

Ditte Refstrupp er listrænn stjórnandi og lýsir Ganni með einfaldri setningu - „Scandi 2.0“. Það birtist stutt samtal við Ditte inni á vef 66° Norður þar sem talar hún um það hvernig bæði merkin fundu skemmtilegan tón í þessari fyrstu samstarfslínu;

„Ég elska að vinna með andstæður, sem eru einmitt partur af arfleifð okkar. Það má því segja að þessi samstarfslína með 66°Norður, sem samanstendur af sérstökum flíkum með tæknilega eiginleika, sé skemmtilegur „kontrapunktur“ inn í sumarlínuna hjá okkur. Sumarlínan okkar „Paradis“ er óður til þess tímabils sem var og hét, þegar við vorum minna upptekin af hlutum nútímasamfélagsins. Að slá höndum saman með Norrænu útivistarmerki var því að mínu mati fullkomin leið til að leita aftur til upprunans.“

Línan fer í sölu núna á föstudaginn kl. 17 í verslun 66° Norður á Laugavegi 17. Boðið verður upp á tónlist og léttar veigar.

Photo-09-08-2018,-20-16-20 Photo-09-08-2018,-20-06-39 Photo-09-08-2018,-20-06-19 Kríu regnjakkinn

Undraland, alla virka daga á milli kl. 11 og 15, í boði Macland.

Ganni x 66° North

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

29. maí - 11:05

Birgir Há­kon: „Ég er lif­andi sönnun þess að það er hægt að snúa við blað­inu“

Birgir Hákon, rappari, er viðmælandi Bergþórs Mássonar að þessu sinni í Kraftbirtingarhljómi guðdómsins.

21. maí - 09:00

Tobba Marínós býr á æsku­heim­ili Skoð­ana­bræðra

Tobba Marínós, ritstjóri DV, var gestur þeirra Snorra og Begga í hlaðvarpinu sívinsæla, Skoðanabræður.

20. maí - 13:00

Stúd­entar falla á milli kerfa og kvíða sumr­inu

Isabel Alejandra Díaz er nýkjörin formaður SHÍ. Hún ræddi málefni stúdenta í síðdegisþættinum Tala saman.

19. maí - 14:00

Nýtt lag frá Brynju: Frí frá áhyggjum af því hvort heim­ur­inn væri að far­ast

Tónlistarkonan Brynja sendi frá sér lagið Light Headed á dögunum.

18. maí - 12:00

Hljóm­sveitin Celebs: Systkini sem hafa öll unnið Mús­íktilraunir

Celebs eru: Hrafnkell Hugi Vernharðsson, Katla Vigdís Vernharðsdóttir og Valgeir Skorri Vernharðsson. Þau eru systkini frá Suðureyri í Súgandafirði og hafa öll á einhverjum tímapunkti unnið Músíktilraunir. Þessi skemmtilega nýja hljómsveit gaf út sitt fyrsta lag á dögunum.

13. maí - 12:50

Dragdrottn­ingar deyja ekki ráða­lausar og streyma sýn­ingum fyrir að­dá­endur

Jenny Purr og Gógó Starr stýra hlaðvarpsþættinum Ráðlagður dragskammtur þar sem þær ræða dragsenuna og öllu því sem henni fylgir. Í nýjustu þáttunum ræða þær online dragsýningarnar á vegum Drag-Súgur.

sjá allt