Hlusta

Kríu regnjakk­inn verður að há­tísku­vöru

13. mars - 16:10

Ganni x 66° North

Kríu regnjakkinn verður að hátískuvöru í höndum Ganni. Drapplitaður með neongrænum tónum og þröngur í mittið. Flíkin er kynlaus, framtíðarleg og ein af hápunktum samstarfslínu 66° Norður og Ganni.

Alls koma út fjórar flíkur núna á föstudaginn úr samstarfslínu tískufyrirtækjanna - þrír jakkar og svo eitt vesti. Vestið er úr krulluflís með sterkum bláum og vínrauðum lit til skiptis. Jakkarnir eru byggðir á sniðum sem við Íslendingar þekkjum vel en í þetta skiptið er einhver sumarlegur skandinavískur sjarmi yfir þeim.

Hið danska Ganni er eitt stærsta tískumerki skandinavíu og er selt í yfir 400 búðum á heimsvísu. Ganni er rekið af Refstrupp hjónunum og var stofnað rétt eftir aldamótin 2000. Merkið hefur notið mikilla vinsælda hér á landi síðustu ár en ungæðislegur sjarmi og ferskleiki klæðanna hefur slegið í gegn hjá ungum íslenskum konum.

Ditte Refstrupp er listrænn stjórnandi og lýsir Ganni með einfaldri setningu - „Scandi 2.0“. Það birtist stutt samtal við Ditte inni á vef 66° Norður þar sem talar hún um það hvernig bæði merkin fundu skemmtilegan tón í þessari fyrstu samstarfslínu;

„Ég elska að vinna með andstæður, sem eru einmitt partur af arfleifð okkar. Það má því segja að þessi samstarfslína með 66°Norður, sem samanstendur af sérstökum flíkum með tæknilega eiginleika, sé skemmtilegur „kontrapunktur“ inn í sumarlínuna hjá okkur. Sumarlínan okkar „Paradis“ er óður til þess tímabils sem var og hét, þegar við vorum minna upptekin af hlutum nútímasamfélagsins. Að slá höndum saman með Norrænu útivistarmerki var því að mínu mati fullkomin leið til að leita aftur til upprunans.“

Línan fer í sölu núna á föstudaginn kl. 17 í verslun 66° Norður á Laugavegi 17. Boðið verður upp á tónlist og léttar veigar.

Photo-09-08-2018,-20-16-20 Photo-09-08-2018,-20-06-39 Photo-09-08-2018,-20-06-19 Kríu regnjakkinn

Undraland, alla virka daga á milli kl. 11 og 15, í boði Macland.

Ganni x 66° North

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

20. september - 12:30

Óvina­saga Kar­dashian systr­anna

Þær eru elskaðar og hataðar. Í gegnum tíðina hafa Kardahsian systurnar átt í ýmsum útistöðum við fólk í bransanum enda elskar fólk að tjá skoðanir sínar á þeim. Allar helstu erjur systranna og hvernig þær hafa svarað fyrir sig.

19. september - 14:00

Tók starf­inu eftir sann­fær­andi sím­tal Kára Stef­áns­sonar

Tanya Zharov aðstoðarforstjóri Íslenskrar erfðagreiningar er nýjast viðmælandi þáttarins Þegar ég verð stór. Hún ræðir ferilinn sinn, hvernig það er að vera eina konan í stjórninni og mikilvægi fjölbreytileikans.

19. september - 13:30

Fund­ust engin íþrótta­föt á Birgittu dúkk­una

Birgitta Haukdal fór með Bibbu í GYM þar sem Bibba kenndi henni á ketilbjöllur og Birgitta tók svo Bibbu í smá jóga. Í þættinum spjalla þær um heilsuna, tónlistina og Birgittu dúkkuna.

19. september - 12:00

Um­hverf­is­hetjan í stríði við um­hverf­is­sóða

Umhverfishetjan kíkti í viðtal í Múslí í vikunni og sagði strákunum frá plönum sínum.

17. september - 13:00

Rapp­ar­inn Birgir Há­kon: Ný plata og ár af ed­rú­mennsku

Rapparinn úr Breiðholtinu, Birgir Hákon, gaf út sína fyrstu plötu á dögunum. Hann hefur verið edrú í ár og segir það vera kraftaverk.

16. september - 15:00

Lista­maður vik­unn­ar: Kelsey Lu

Kelsey Lu er listamaður vikunnar á Útvarp 101.

sjá allt