Hlusta

Kríu regnjakk­inn verður að há­tísku­vöru

13. mars - 16:10

Ganni x 66° North

Kríu regnjakkinn verður að hátískuvöru í höndum Ganni. Drapplitaður með neongrænum tónum og þröngur í mittið. Flíkin er kynlaus, framtíðarleg og ein af hápunktum samstarfslínu 66° Norður og Ganni.

Alls koma út fjórar flíkur núna á föstudaginn úr samstarfslínu tískufyrirtækjanna - þrír jakkar og svo eitt vesti. Vestið er úr krulluflís með sterkum bláum og vínrauðum lit til skiptis. Jakkarnir eru byggðir á sniðum sem við Íslendingar þekkjum vel en í þetta skiptið er einhver sumarlegur skandinavískur sjarmi yfir þeim.

Hið danska Ganni er eitt stærsta tískumerki skandinavíu og er selt í yfir 400 búðum á heimsvísu. Ganni er rekið af Refstrupp hjónunum og var stofnað rétt eftir aldamótin 2000. Merkið hefur notið mikilla vinsælda hér á landi síðustu ár en ungæðislegur sjarmi og ferskleiki klæðanna hefur slegið í gegn hjá ungum íslenskum konum.

Ditte Refstrupp er listrænn stjórnandi og lýsir Ganni með einfaldri setningu - „Scandi 2.0“. Það birtist stutt samtal við Ditte inni á vef 66° Norður þar sem talar hún um það hvernig bæði merkin fundu skemmtilegan tón í þessari fyrstu samstarfslínu;

„Ég elska að vinna með andstæður, sem eru einmitt partur af arfleifð okkar. Það má því segja að þessi samstarfslína með 66°Norður, sem samanstendur af sérstökum flíkum með tæknilega eiginleika, sé skemmtilegur „kontrapunktur“ inn í sumarlínuna hjá okkur. Sumarlínan okkar „Paradis“ er óður til þess tímabils sem var og hét, þegar við vorum minna upptekin af hlutum nútímasamfélagsins. Að slá höndum saman með Norrænu útivistarmerki var því að mínu mati fullkomin leið til að leita aftur til upprunans.“

Línan fer í sölu núna á föstudaginn kl. 17 í verslun 66° Norður á Laugavegi 17. Boðið verður upp á tónlist og léttar veigar.

Photo-09-08-2018,-20-16-20 Photo-09-08-2018,-20-06-39 Photo-09-08-2018,-20-06-19 Kríu regnjakkinn

Undraland, alla virka daga á milli kl. 11 og 15, í boði Macland.

Ganni x 66° North

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

18. október - 10:40

Herra Hnetu­smjör fór á Nickel­back tón­leika í Búdapest

Það dregur til tíðinda þegar Herra Hnetusmjör heldur stórtónleika. Hann ætlar að fylla Gamla bíó og bjóða upp á svakalegt sjónarspil. Hann kom í skemmtilegt viðtal til Jóa og Lóu í Tala saman.

18. október - 10:20

Vanda­málið: Vin­konu­drama og reitti ein­stak­ling til reiði á net­inu

Við leysum vandamál hlustenda í Tala saman, sama hversu flókin þau kunna að vera.

18. október - 00:00

Gleymdir Hollywood skandalar

Enginn er fullkominn. Öll gerum við mistök en það vekur þó athygli fleiri þegar fræga og fallega fólkið í Hollywood fer út af sporinu. Hér er listi af nokkrum eftirminnilegum klúðrum.

17. október - 15:00

101 Frétt­ir: Floni berst við leð­ur­blöku

Það helsta úr fréttum vikunnar hjá Útvarpi 101

17. október - 12:00

Lista­maður vik­unn­ar: DaBaby

Tvímælalaust einn stærsti rappari ársins 2019 kemur frá Charlotte í Bandaríkjunum og kallar sig DaBaby. Önnur plata hans, Kirk, kom út á dögunum og er DaBaby listamaður vikunnar á Útvarp 101.

17. október - 08:00

Tommi á Búll­unni: „Ég ætl­aði alltaf að verða for­sæt­is­ráð­herra“

Í nýjasta þætti GYM fer Birna María í ræktina með Tómasi Andrési Tómassyni, betur þekktur sem Tommi á Búllunni.

sjá allt