Hlusta

„Þegar maður er feim­inn þá er hægt að mis­skilja svo margt“

24. mars, 2019 - 13:00

Briet_101_Utvarp

Söngkonan Bríet var nú á dögum valin Bjartsta von Rásar tvö á Íslensku tónlistarverðlaununum. Á síðasta ári gaf Bríet út smáskífuna 22.03.1999 ásamt því að gefa út stök lög. Bríet kom til okkar í Útvarp 101 og sagði okkur frá því hvernig eitt þeirra varð til ásamt því að fara yfir hvernig ferillinn hófst.

Bríet hafði sungið jazz á börum Reykjavíkur í nokkur ár áður en hún komst í samband við Pálma Ragnar hjá Stop Wait Go. Hún notaði heldur óhefðbundna aðferð við að koma sér í samband við hann: „Ég var að þykjast vera að senda á vitlausa manneskju.“ segir Bríet og segist svo strax hafa leiðrétt „misskilninginn“ og sagði að hún hefði verið að senda á vitlausan Pálma. Í dag eru þau bestu vinir og vinna mjög vel saman.

Lagið Feimin(n) kom út þann 24. ágúst 2018 og rataði fljótt á toppinn á Íslandi. Það sem fáir vita er að fyrst ætlaði Bríet að gefa lagið út ein síns liðs. „Umboðsmaðurinn segir við mig að Aron Can sé búinn að vera að tala við hann og langi að gera lag með mér.“ segir Bríet. Næsta sem gerðist var að Aron kom í stúdíóið til Pálma og Bríetar og ætlaði að syngja sitt verse en þá hafi sprottið upp ný hugmynd. „Hugmyndin var alltaf að Aron væri að syngja sitt verse og ég mitt verse og svo væri bara viðlag.“ segir Bríet en í lokaútkomunni þá skiptast þau á að syngja hverja setningu.

Lagið fjallar um að hætta að vera feiminn og segir Bríet textann vera frekar straigt forward. „Þegar maður er feiminn þá er hægt að misskilja svo margt, þannig að ekki vera feiminn.“ segir Bríet. Í myndbandinu hér að ofan fer Bríet í gegnum textann í laginu og segir okkur frá því hvað er á bakvið hann.

Briet_101_Utvarp

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

10. október - 11:00

Vel­komin til 101 Producti­ons

101 Productions er framleiðslufyrirtæki sem einnig rekur útvarpsstöðina Útvarp 101. Ert þú með hugmynd? Sendu okkur línu á idea@101.live.

27. janúar - 10:30

Kapí­tal­ism­inn í sögu­legu sam­hengi

Í nýjasta þætti Heimsenda ræðir Stefán Þór við hagfræðinginn Ólaf Kjaran Árnason um kapítalisma.

24. janúar - 13:00

Heimsend­ir: Síteng­ing

Eruð þér límd við skjáinn? Er símtækið besti vinur þinn? Í nýjasta þætti Heimsenda er rætt um sítengingu og skilgreiningu hennar.

24. janúar - 12:30

Þetta full­orðna fólk er svo skrýtið

Í hlaðvarpinu „Þetta fullorðna fólk er svo skrýtið“ velta Annalísa Hermannsdóttir og Björk Guðmundsdóttir fyrir sér hegðun og hugarstarfi fullorðins fólks á heimspekilegan, sálfræðilegan en þó óvísindalegan hátt.

19. janúar - 14:40

Ein­hleyp, einmana og eirð­ar­laus: Live date

Þáttastjórnendur Einhleyp, einmana og eirðarlaus eru mætt aftur í stúdíóið að jólafríi loknu.

17. janúar - 14:30

„Hopp­andi á rúm­inu og syngj­andi í hár­burst­ann“

„Þetta er bara hreint og beint svefnherbergisdjamm, hoppandi á rúminu og syngjandi í hárburstann“ segir tónlistarkonan Salóme Katrín um lagið „The Other Side“ sem hún sendi frá sér í vikunni.

sjá allt