Hlusta

Lemonade komin á Spotify

23. apríl, 2019 - 10:40

Screen Shot 2019-04-23 at 10.13.55 AM

Lemonade, plata Beyoncé sem kom út fyrir þremur árum, upp á dag, þann 23. Apríl 2016 er nú loksins aðgengileg á Spotify og Apple Music. Fram að því var aðeins hægt að hlusta á hana á Tidal, streymisveitu sem hún og Jay Z eiga hlut í.

Lemonade er sjötta hljóðversplata listakonunnar og önnur sjónræn plata hennar. Platan er einstök og sjónræni hlutinn hlaut mikið lof. Þemu plötunnar eru réttindabarátta svartra, uppruni Beyoncé, kvenréttindabarátta og valdefling kvenna. Á plötunni voru gestasöngvarar á borð við Kendrick Lamar, James Blake, The Weeknd og Jack White. Platan var valin plata ársins af Rolling Stones tónlistartímaritinu og seldist afar vel, eða í 2.5 milljónum eintaka.

View this post on Instagram

#LEMONADE premieres on 4.23 9ET | 6PT HBO

A post shared by Beyoncé (@beyonce) on

Apríl er búinn að vera mánuðurinn hennar Beyoncé, þann 17. Apríl kom Homecoming út á Netflix, heimildarmyndin hennar um Coachella tónleikana.

Homecoming live plötuna er líka að finna á Spotify, það er Coachella-settið hennar í heild sinni.

Von er á fleiri samstarfsverkefnum Beyoncé og Netflix, en hún skrifaði nýlega undir 60 milljón dollara samning við streymisþjónusta fyrir þrjár myndir. Beyoncé er titluð sem yfirframleiðandi í samningnum við Netflix.

Screen Shot 2019-04-23 at 10.13.55 AM

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

10. október - 11:00

Vel­komin til 101 Producti­ons

101 Productions er framleiðslufyrirtæki sem einnig rekur útvarpsstöðina Útvarp 101. Ert þú með hugmynd? Sendu okkur línu á idea@101.live.

27. janúar - 10:30

Kapí­tal­ism­inn í sögu­legu sam­hengi

Í nýjasta þætti Heimsenda ræðir Stefán Þór við hagfræðinginn Ólaf Kjaran Árnason um kapítalisma.

24. janúar - 13:00

Heimsend­ir: Síteng­ing

Eruð þér límd við skjáinn? Er símtækið besti vinur þinn? Í nýjasta þætti Heimsenda er rætt um sítengingu og skilgreiningu hennar.

24. janúar - 12:30

Þetta full­orðna fólk er svo skrýtið

Í hlaðvarpinu „Þetta fullorðna fólk er svo skrýtið“ velta Annalísa Hermannsdóttir og Björk Guðmundsdóttir fyrir sér hegðun og hugarstarfi fullorðins fólks á heimspekilegan, sálfræðilegan en þó óvísindalegan hátt.

19. janúar - 14:40

Ein­hleyp, einmana og eirð­ar­laus: Live date

Þáttastjórnendur Einhleyp, einmana og eirðarlaus eru mætt aftur í stúdíóið að jólafríi loknu.

17. janúar - 14:30

„Hopp­andi á rúm­inu og syngj­andi í hár­burst­ann“

„Þetta er bara hreint og beint svefnherbergisdjamm, hoppandi á rúminu og syngjandi í hárburstann“ segir tónlistarkonan Salóme Katrín um lagið „The Other Side“ sem hún sendi frá sér í vikunni.

sjá allt