Hlusta

Lét mynda sig á dán­ar­beð­inum

25. mars - 09:00

Nanna vefur (1)

Nanna Kristjánsdóttir fjallar um tónskáldið Edward Elgar í nýjasta þættinum af Classic. Classic er þáttur um klassíska tónlist með óhefðbundinni nálgun fyrir byrjendur og lengra komna.

Hafði enga trú á sjálfum sér

Edward Elgar fæddist þann 2. júní 1857 í smábæ rétt utan við Wurcester á Englandi. Hann var af lægri stéttum og foreldrar hans höfðu því ekki efni á að senda hann í almennilegan tónlistarskóla, svo hann kenndi sér allt meira og minna sjálfur. Þegar hann var 29 ára kynntist hann Caroline Alice Roberts, konu af efri stétt sem var 8 árum eldri en hann. Þau giftu sig 3 árum síðar, fjölskyldu hennar til mikillar gremju. Alice átti upp frá því eftir að gegna hlutverki einskonar umboðsmanns og klappstýru í lífi Elgars, sem hafði oft enga trú á sjálfum sér. Alice ráðlagði honum við tónsmíðar og er eitt af hans frægustu verkum, Enigma-tilbrigðin, sprottið frá hugmynd Alice. Hún átti stóran þátt í því að gera Elgar að ástsælasta tónskáldi bresku þjóðarinnar síðan Henry Purcell lést árið 1695.

Minnimáttarkenndin alls ráðandi

Elgar var alla tíð með mikla minnimáttarkennd vegna lágstéttrauppruna síns, og lagði mikið upp úr því að móta ímynd sína út á við sem „a proper English gentleman“. Hann fór í myndatökur í þessum tilgangi, sem sýndu hann við alskonar iðju sem sæmdi enskum herramanni, svo sem í golfi. Elgar gekk svo langt að láta mynda sig þegar hann lá banaleguna, enn sprelllifandi, en þóttist vera dauður.

edward-elgar-deathbed-photograph Edgar á dánarbeðinu sjálfu

__Frægasta verk Elgars er án efa Pomp and Circumstance, sem hefur alla tíð síðan það var frumflutt notið mikilla vinsælda, og hefur til að mynda verið spilað við nánast allar útskriftir í Bandaríkjunum frá árinu 1905.__

Lagalisti úr þættinum:

Hér má svo hlusta á samansafn allrar tónlistar þáttanna:

Nanna vefur (1)

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

27. mars - 13:00

Skipt­inemar flykkj­ast heim: „Ég hef aldrei nokk­urn tím­ann haft það verra“

Íslenskir skiptinemar flykkjast heim til Íslands um þessar mundir vegna Covid-19 og skólalokanna. Snorri Másson, blaðamaður og íslenskunemi er einn þeirra.

26. mars - 13:30

Enn einn list­inn af hlutum til að gera í sótt­kví

Stór hluti þjóðarinnar er ýmist í sóttkví eða heimavinnandi um þessar mundir. Við settum saman lista af hlutum sem hægt er að gera til að drepa tímann.

26. mars - 13:00

Mennt­skæl­ingur lítur á lokun skól­ans sem frí

Grettir Valsson er einn þeirra fjöldamörgu menntskælinga sem fer ekki í skólann um þessar mundir. Hann lítur á þetta sem frí og hefur verið mikið úti.

25. mars - 12:00

Fyndn­ustu tíst vik­unnar

Ertu að leita að einhverju fyndnu? Við tókum saman lista yfir fyndustu tíst vikunnar.

25. mars - 09:00

Lét mynda sig á dán­ar­beð­inum

Nanna Kristjánsdóttir fjallar um tónskáldið Edward Elgar í nýjasta þættinum af Classic. Classic er þáttur um klassíska tónlist með óhefðbundinni nálgun fyrir byrjendur og lengra komna.

24. mars - 13:00

Að­gerðarpakki Tala saman vegna COVID-19

Um helgina kynnti ríkisstjórn Íslands aðgerðarpakka til að koma til móts við einstaklinga og fyrirtæki sem lenda í hremmingum vegna COVID-19. Það var þó alls ekki komið nægilega til móts við hlustendahóp Útvarps 101 og tóku því Jóhann og Lóa málin í sínar hendur.

sjá allt