Hlusta

Lista­maður vik­unn­ar: Jorja Smith

10. september - 12:00

Jorja Smith
Jorja Smith

Listamaður vikunnar að sinni er ungmærin frá Walsall, hún Jorja Smith.

Jorja Smith skaust fram á sjónarsviðið í byrjun árs 2016 með laginu Blue Lights. Lagið vakti strax þónokkra athygli og rataði einnig inn á fyrstu plötu söngkonunnar Lost & Found. Í laginu endurvinnur hún UK Grime smellinn Sirens sem Dizzee Rascal gaf eftirminnilega út árið 2007. Blue Lights varð að nokkurskonar sleeper hit, laumusmelli, og var til að mynda mikið spilað á Útvarp 101 í lok árs 2018.

Jorja varð svo heimsfræg á einni nóttu er hún kom fram á plötunni More Life frá kanadíska stórstirninu Drake. Hún syngur á tveimur lögum á plötunni, og þar á meðal laginu Jorja Interlude.

Þeir Sigurbjartur og Logi Pedro í morgunþættinum Múslí ræddu Jorju Smith stuttlega og stikluðu á stóru. Hægt er að hlusta á spjall þeirra félaga í spilaranum hér fyrir neðan.

Morgunþátturinn Múslí alla virka daga á milli kl. 08 og 10 í boði Joe & The Juice.

Jorja Smith
Jorja Smith

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

20. september - 12:30

Óvina­saga Kar­dashian systr­anna

Þær eru elskaðar og hataðar. Í gegnum tíðina hafa Kardahsian systurnar átt í ýmsum útistöðum við fólk í bransanum enda elskar fólk að tjá skoðanir sínar á þeim. Allar helstu erjur systranna og hvernig þær hafa svarað fyrir sig.

19. september - 14:00

Tók starf­inu eftir sann­fær­andi sím­tal Kára Stef­áns­sonar

Tanya Zharov aðstoðarforstjóri Íslenskrar erfðagreiningar er nýjast viðmælandi þáttarins Þegar ég verð stór. Hún ræðir ferilinn sinn, hvernig það er að vera eina konan í stjórninni og mikilvægi fjölbreytileikans.

19. september - 13:30

Fund­ust engin íþrótta­föt á Birgittu dúkk­una

Birgitta Haukdal fór með Bibbu í GYM þar sem Bibba kenndi henni á ketilbjöllur og Birgitta tók svo Bibbu í smá jóga. Í þættinum spjalla þær um heilsuna, tónlistina og Birgittu dúkkuna.

19. september - 12:00

Um­hverf­is­hetjan í stríði við um­hverf­is­sóða

Umhverfishetjan kíkti í viðtal í Múslí í vikunni og sagði strákunum frá plönum sínum.

17. september - 13:00

Rapp­ar­inn Birgir Há­kon: Ný plata og ár af ed­rú­mennsku

Rapparinn úr Breiðholtinu, Birgir Hákon, gaf út sína fyrstu plötu á dögunum. Hann hefur verið edrú í ár og segir það vera kraftaverk.

16. september - 15:00

Lista­maður vik­unn­ar: Kelsey Lu

Kelsey Lu er listamaður vikunnar á Útvarp 101.

sjá allt