Hlusta

Lista­maður vik­unn­ar: Kacey Mus­gra­ves

2. desember - 10:50

90

Bandaríska kántrísöngkonan Kacey Musgraves hefur notið gífurlegra vinsælda vestanhafs undanfarin ár. Meðal annars vann hún Grammy verðlaun í fyrra fyrir bestu plötu ársins, besta kántrílag og besti kántrí-flutningur. Kacey Musgraves er listamaður vikunnar á Útvarpi 101, Sigurbjartur og Logi ræddu þessa mögnuðu tónlistarkonu í morgunþættinum Múslí, hlustaðu á spjallið hér að neðan.

Platan hennar geysivinsæla, Golden Hour, kom út árið 2018 en nú nýverið sendi Kacey frá sér jólaplötuna The Kacey Musgraves Christmas Show og ættu allir að geta fundið eitthvað sér við hæfi á henni. Platan inniheldur 18 lög og á henni eru frábærir gestir, meðal annars Camila Cabello, Troye Sivan og Lana Del Rey.

Kántríið hefur legið í smá dvala hér á Íslandi undanfarin ár en vonandi mun Kacey Musgraves geta snúið blaðinu við á næstunni.

90

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

5. desember - 16:55

For­sæt­is­ráð­herra hittir drottn­ing­una og árslistar Spotify

Sigurbjartur Sturla segir fréttir vikunnar að þessu sinni.

5. desember - 15:00

Spunajóla­da­ga­tal á hverjum degi fram að jólum

Á hverjum degi fram að jólum verður spilaður einn þáttur af Jólatalatal. Það er nýr þáttur úr smiðju spunaleikarana Pálma Freys Haukssonar og Guðmunds Felixsonar.

5. desember - 15:00

Vilja láta klóna Pál Óskar

Nýr þáttur á Útvarpi 101 fjallar um drag og hinseginmenningu og er hann í umsjá drottninganna Gógó Starr og Jenny Purr.

5. desember - 10:00

Herra Hnetu­smjör kemur með jóla­pok­ann í ár

Herra Hnetusmjör er ekki þekktur fyrir að sitja auðum höndum. Síðasta föstudag kom frá honum nýtt lag sem ber nafnið „Þegar Þú Blikkar“. Á laginu fær hann til sín engan annan en stórsöngvaran Björgvin Halldórsson. Lagið hefur vakið mikla athygli en það hefur verið streymt tæplega 80 þúsund sinnum á Spotify á innan við viku. Herra Hentusmjör mætti í tala saman og ræddi lagið, jólin og lífið í tala saman.

5. desember - 10:00

Dagur ís­lenskrar tón­list­ar: Um­deildir textar lesnir upp

Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur í dag. Tónmenntakennarar eru ekki ánægðir með þau 3 lög sem vakin er sérstök áhersla á þetta árið.

5. desember - 08:30

Fann 15.000 krónur og er í dag heims­meist­ari í rétt­stöðu­lyftu

Júlían J.K. Jóhannsson bætti sitt eigið heimsmet þegar hann lyfti 405,5 kg þann 23. nóvember síðast liðinn. Júlían er viðmælandi Birnu í Aðeins meira en bara GYM að sinni þar sem þau fara yfir mótið, heimsmetið og margt fleira.

sjá allt