Hlusta

Ný­stofnuð Hips­um­haps: Fylgja út­gáf­unni eftir með plötu

22. júlí, 2019 - 14:30

3A051196-24FF-488D-B6AF-661F97948862

„Lagið fjallar um að langa í frekar öruggt og einfalt líf en struggla við það. Að vera í peningastressi, finna fyrir rótleysi, finna ekki ástina eða hvað það er,“ segir Fannar Ingi Friðþjófsson annar meðlima nýstofnuðu hljómsveitarinnar Hipsumhaps.

Plata væntanlega í ágúst

Hljómsveitin Hipsumhaps samanstendur af þeim Fannari og Jökli Breka. Báðir er þeir af Álftanesi og kynntust þannig að Fannar var flokksstjóri Jökuls í unglingavinnunni. Þeir hafa unnið hörðum höndum að útgáfu á laginu sínum LSMLÍ (Lífið sem mig langar í).

Strákarnir segjast vera hljómsveit í nútímaskilningi. Í dag geta hljómsveitir samanstaðið af pródúser og lagahöfundi. „Þetta er ekki þannig að við hittumst í bílskúrnum og sláum á trommur,“ útskýrir Fannar.

Saman vinna þeir að plötunni í skúrnum hjá ömmu og afa Jökuls „Síðustu sex mánuðir hafa alfarið farið í plötuna,“ segir Jökull. „Þetta eru níu lög og hún kemur vonandi út í ágúst. Akkúrat núna er hún í hljóðblöndun hjá Arnari Inga.“

Screenshot 2019-07-22 14.18.57

Lífið sem þá langar í

Fyrsta lag tvíeykisins hefur hlotið verðskuldaða athygli. Lagið hefst á setningunni Langar í pickup truck, með hestakerru aftan í. Þetta er lífið sem mig langar í og tekur lagið á leitinni að þessu einfalda lífi sem Fannar kom inn á í upphafi. Textann skrifaði hann árið 2017. „Á þessum tíma voru allar þessar bankaauglýsingarnar í umferð um að allt sé hægt.. ef þú ert með plan! Ég var bara jæja, kanntu annan?“

„Þó það sé ekki alvarlegur tónn í laginu. Þá er þetta áminning um að enginn veit alveg hvað er að gerast. Við gerum okkar besta og njótum lífsins. Þegar öllu er á botninn hvolft þá langar okkur að deyja sátt,“ segir Fannar.

Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan.

3A051196-24FF-488D-B6AF-661F97948862

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

10. október - 11:00

Vel­komin til 101 Producti­ons

101 Productions er framleiðslufyrirtæki sem einnig rekur útvarpsstöðina Útvarp 101. Ert þú með hugmynd? Sendu okkur línu á idea@101.live.

27. janúar - 10:30

Kapí­tal­ism­inn í sögu­legu sam­hengi

Í nýjasta þætti Heimsenda ræðir Stefán Þór við hagfræðinginn Ólaf Kjaran Árnason um kapítalisma.

24. janúar - 13:00

Heimsend­ir: Síteng­ing

Eruð þér límd við skjáinn? Er símtækið besti vinur þinn? Í nýjasta þætti Heimsenda er rætt um sítengingu og skilgreiningu hennar.

24. janúar - 12:30

Þetta full­orðna fólk er svo skrýtið

Í hlaðvarpinu „Þetta fullorðna fólk er svo skrýtið“ velta Annalísa Hermannsdóttir og Björk Guðmundsdóttir fyrir sér hegðun og hugarstarfi fullorðins fólks á heimspekilegan, sálfræðilegan en þó óvísindalegan hátt.

19. janúar - 14:40

Ein­hleyp, einmana og eirð­ar­laus: Live date

Þáttastjórnendur Einhleyp, einmana og eirðarlaus eru mætt aftur í stúdíóið að jólafríi loknu.

17. janúar - 14:30

„Hopp­andi á rúm­inu og syngj­andi í hár­burst­ann“

„Þetta er bara hreint og beint svefnherbergisdjamm, hoppandi á rúminu og syngjandi í hárburstann“ segir tónlistarkonan Salóme Katrín um lagið „The Other Side“ sem hún sendi frá sér í vikunni.

sjá allt