Hlusta

Óvina­saga Kar­dashian systr­anna

20. september - 12:30

Screen Shot 2019-09-20 at 13.40.25

Birta Líf skrifar:

Það er óhætt að fullyrða að Kardashian-Jenner systurnar séu frægustu systur í heimi. Frægðinni fylgir mikið umtal og keppist fólk við að hafa skoðanir á öllu sem þær taka sér fyrir hendur, ekki bara almenningur á netheimum heldur einnig aðrar stjörnur.

Hér að neðan er útlistun á helstu deilum og útistöðum sem systurnar hafa átt við aðrar stjörnur.

Taylor Swift x Kim x Kanye West

Þetta rifrildi var upprunalega á milli tónlistarmannsins Kanye West og söngkonunnar Taylor Swift. En þegar Kim Kardashian og Kanye giftu sig 2014, þá flæktist Kim í þeirra ósætti.

gty 463034562 70676266

Deilur þessar eiga rætur sínar að rekja til ársins 2009 á VMA verðlaununum þegar Kanye truflaði þakkarræðu Taylor Swift þegar hún hlaut verðlaun fyrir tónlistarmyndband ársins. Eins og frægt er orðið greip Kanye fram í fyrir Taylor í miðri þakkarræðu, tók af henni míkrafóninn og sagði: „Taylor I´m a let you finish but Beyonce had one of the best video of all time“ og var þá að vitna í Single Ladies myndbandið hennar Beyonce.

Kanye útskýrði síðar meir að hann hafi verið drukkinn þegar atkvikið átti sér stað og viðurkennir mistök sín í viðtali hjá Jay Leno daginn og lýsti yfir eftirsjá. Kanye hringir í Taylor eftir að hann sér viðtal við hana nokkru síðar þar sem hún segist ekkert hafa heyrt frá honum og bað hana loks afsökunar.

Ári síðar, árið 2010, á VMA verðlaununum flytur Taylor sitt nýjasta lag Innocence og virðist söngkonan vera að fjalla um atvikið í texta lagsins.

Texti lagsins Innocence gaf orðrómum um að Taylor væri ekki komin yfir atvikið byr undir báða vængi.

Árið 2015 vann Kanye Michael Jackson heiðursverðlaunin á VMA og var Taylor fengin til þess að afhenda honum styttuna. „Imma let every other artist in here finish but Kanye has had one of the most amazing careers of all time,“ sagði söngkonan þegar hún afhenti Kanye verðlaunin.

2BD37B4300000578-0-Taylor Swift towered over the rapper as she presented him with t-a-80 1441017248010

Vinátta virtist vera að myndast milli þeirra Kanye og Taylor og sendir Kanye henni blómasendingu sem ýtir undir orðrómin um að þau séu að vinna að tónlist saman.

taylor-kanye-running-mate-1503660440

Fljótt var friðurinn úti þar sem allt fýkur í loft upp þegar Kanye gefur út lagið Famous árið 2016. Í Famous er viðlagið með línunni: „I think me and Taylor might still have sex, I made that bitch famous.“

Aðdáendur Taylor líta texta lagsins alvarlegum augum og finnst Kanye vera niðrandi í ummælum sínum um söngkonuna. Kanye svarar gagnrýninni og segist hafa haft samband við Taylor og að hún hefði samþykkt textann. Forsvarsmenn Taylor þvertaka fyrir að leyfi hafi verið gefið og upphefst rifrildi sem Kim Kardashian blandast inn í.

3121C2C600000578-3444190-image-m-15 1455287483044

Forsvarsmenn Taylor hóta lögsókn ef að Kim og Kanye birta myndband til sönnunar um að leyfi hafi verið gefið fyrir textanum.

En Kim, eins og frægt er orðið, dreifir mynbandinu þar sem Kanye sést tala í símann við Taylor. Rapparinn sést segja Taylor frá línunni „I think me and Taylor might still have sex,“ en virðist sleppa línunni sem fylgir. Taylor heyrist taka vel í.

Í kjölfarið tístir Taylor eftirfarandi yfirlýsingu:

taylor-swift-note-1503660114

Hún segist ekki hafa vitað að lagið innihéldi orðið „bitch” en það skýtur nokkuð skökku við því upprunalega sagðist hún ekkert vita af þessu.

Kim heldur áfram að skjóta á söngkonuna á Twitter og aðdáendur Kim og Kanye taka undir.

Screenshot 2019-09-17 at 13.43.58

Að vera snákur vísar í að vera svikul eða óheiðarleg, en milljónir aðdénda hjúanna tóku undir og sumir kalla Taylor snák enn þann dag í dag.

Caitlyn Jenner

Caitlyn Jenner er fyrrum stjúppabbi Kardashian systranna. Hún var gift Kris Jenner í 24 ár og á með henni Jenner systurnar Kylie og Kendall.

caitlyn-jenner-bruce-jenner-july-2015-vf

Þetta rifrildi var svo sannarlega mjög persónulegt og erfitt fyrir meðlimi fjölskyldunnar þar sem Caitlynn er langvarandi fjölskyldumeðlimur.

Deilurnar hófust þegar Caitlyn Jenner var að byrja kynleiðréttingarferlið sitt og systrunum fannst þær sviknar því þær komust að ýmsu varðandi málið frá fjölmiðlum en ekki beint frá stjúppabba sínum. Kourtney og Khloé voru þær sem tóku þessu verst af Kardashian systrunum en einnig var þetta mjög erfitt fyrir fyrrrverandi konuna hans, Kris Jenner.

Khlóe fór í viðtal til Howard Stern og sagði að hún væri leið yfir því hvernig Caitlyn hagaði sér kringum allt þetta mál, hvernig þær þurftu að frétta hluti annarsstaðar frá og hvernig Caitlyn kom fram við mömmu sína áður en ferlið fór af stað.

rs 1024x674-160113114725-1024.Khloe-Kardashian-Howard-Stern-2.jl.011316

Caitlyn varð ósátt með Khloé fyrir að hafa tjáð sig í Howard Stern og spyr hvað hafi orðið um það að fjölskyldan standi saman en Khloé svaraði í kjölfarið „þú misstir það þegar þú ferð í viðtal hjá Diane Sawyer og talar illa um mömmu okkar.“

En málin flæktust þegar bókin hennar Caitlyn, The Secrets of my Life kom út.

Viðbrögð systranna voru til sýnis í raunveruleikaþættinum þeirra „Keeping Up With The Kardashians,” og sögðu þær opinberlega að Caitlyn Jenner hafi logið um marga hluti sem hún sagði um mömmu þeirra í bókinni.

Systurnar taka fram að það hafi verið lygi að Kris Jenner hafi vitað af því að Caitlyn vildi fara í kynleiðréttingu og einnig að það hafi verið lygi að Kris hafi haft allt vald yfir peningamálum Caitlyn á meðan þau voru gift. Einnig bentu þær á að logið væri um O.J. Simpson málið í bókinni.

Þetta rifrildi olli því að fjölskyldan splundraðist og Caitlyn var ýtt út úr innsta hring en til dæmis var henni ekki boðið í jólaboðin hjá Kardashian fjölskyldunni sem þýddi það að Caitlyn gat ekki eytt jólunum með yngstu börnunum sínum Kendall og Kylie.

Hún sagði sjálf frá því í viðtali við Piers Morgan árið 2017. „I’ve lost all relationship with them, I don’t talk to any of them anymore.”

Í dag virðist sambandið á betri stað en þó en Caitlyn var boðið í jólaboð fjölskyldunnar á síðasta ári.

Sambandið hennar við restina af systrunum virðist ekki hafa lagast mikið en það eru þó allir kurteisir núna virðist vera.

rs 634x1024-181225095240-634-caitlyn-jenner-sophia-hutchins-kendall-jenner-christmas-party

Drake

Þetta rifrildi kom aðdáendum á óvart!

Upprunalega byrjar þetta rifrildi á milli söngvaranna Kanye West, Drake og Pusha T.

drake-diss-track-pusha-t-kanye-west-920x584

Pusha T og Drake hafa átt langa sögu af því að „dissa”hvorn annan. Í þetta skipti var það Pusha T sem talar um Drake og son hans, sem fólk vissi ekki af á þeim tíma. Í laginu sínu The Story of Adidon segir hann „You are hiding a child, let that boy come home”.

Á þeim tíma var Drake ekki búin að tilkynna aðdáendum sínum að hann ætti barn. Hann var þó búinn að segja vinum sínum frá því, þar á meðal Kanye West. Hann heldur því fram að Kanye hafi sagt Pusha T þetta, þrátt fyrir að bæði Pusha og West hafa komið fram og neitað því.

En hvernig blandast Kardashian systurnar inn í þetta?

Það byrjaði með Twitter þræði þar sem notandi ákveður að greina allt lagið hans Drake, God‘s Plan.

Screenshot 2019-09-16 at 21.15.20

Screenshot 2019-09-16 at 21.15.40

Þessi náungi heldur því fram að Drake sé að segja að hann hafi sofið hjá Kim Kardashian. Þetta dreifðist mjög fljótt um netheima og Kim var fljót að svara fyrir sig og neitaði þessum orðrómi alfarið.

Hinnsvegar tjáði Drake sig aldrei um málið, og það fór í taugarnar á Kanye.

Kanye birtir myndband af sér tala um málið þar sem hann ávarpar myndavélina eins og hann sé að tala beint við Drake og segir að það sé fáránlegt að hann sé ekki búin að neita fyrir þessa orðróma og sé að halda þeim gangandi.

Kanye stoppaði ekki þar og fór á svo kallað Twitter Rant:

Screenshot 2019-09-16 at 21.28.21 Screenshot 2019-09-16 at 21.27.47

Liðið hans Drake á síðan að hafa hringt í Kanye og hótað honum öllu illu ef hann hætti ekki að tala illa um Drake.

Screenshot 2019-09-16 at 21.27.28

Þá tístir Kim: Aldrei hóta manninnum mínum, hann er ástæðan fyrir því að þú ert frægur.

Screenshot 2019-09-16 at 21.27.15

Kanye var mikill mentor fyrir Drake þegar hann var að koma sér á framfæri. Því þótti mörgum leiðinlegt að sjá þessa tvo vini rífast.

Amber Rose

Smá baksaga: Fyrirsætan Amber Rose og Kanye West voru saman á árunum 2008 – 2010.

Screenshot 2019-09-16 at 21.34.01

Þegar söngvarinn Tyga og Kylie byrjuðu saman þá tjáir Amber Rose sig um málið.

gettyimages-487964498

Amber Rose kemur fram í útvarpsviðtali og segir: „Kylie's a baby. She needs to go to bed at 7 o'clock and relax. It's ridiculous. Tyga should be ashamed of himself. That's how I feel. For sure. He has a beautiful woman and a baby and left that for a 16-year-old who just turned 17.“

Þarna er hún að verja vinkonu sína Blac Chyna sem er barnsmóðir og fyrrverandi kærasta Tyga.

blac-chyna1

Þá kemur Khloé yngri systur sinni Kylie til varnar á Twitter og tístir:

Screenshot 2019-09-16 at 21.37.42

Kanye fór síðan í viðtal þar sem hann segir að Amber sé bara að baða sig í sviðsljósinu og elski athyglina. Hann segir einnig að ef að Kim hefði viljað viljað hann á þeim tíma sem hann var með Amber, hefði aldrei nenn vitað hver hún væri í dag. Hann segist hafa þurft 30 sturtur áður en Kim vildi vera með honum eftir Amber Rose.

Mikið af tístum og ummælum hafa komið frá bæði Kanye um Amber í kjölfar viðtalsins. Árið 2016 birtir Kim síðan mynd af sér og Amber saman.

Kim bauð henni í heimsókn til að útkljá þeirra rifrildi og birtu þær selfie í tilefni þess.

700x977x02-02-01.52.17.png.pagespeed.ic .9MovyILX y

Síðan þá hefur Amber tekið upp hanskann fyrir Kim og komið henni til varnar.

Joyce Bonelli

Erjur Kardashian systranna við Joyce Bonelli hafa ekki verið staðfest af aðilum sem eiga í hlut. Heimildirnar sem liggja fyrir um málið eru byggðar á frásögnum aðila í innsta hring systranna og slúðurpressan reyndi að komast til botns í málinu.

Joyce Bonelli var förðunarfræðingur fyrir systurnar í mörg ár. Hún var mjög áberandi á samfélagsmiðlunum systranna og í þáttunum þeirra. Þar til einn daginn sást hún ekki meir. Engin af systrunum settu myndir af henni né unnu með henni fyrir stóra viðburði.

GettyImages-166516390

Heimildir herma að Joyce reyndi að koma í veg fyrir samstörfum og díla með systrunum, ljúga um þær og leka fréttum. Joyce heldur því einnig fram að hún eigi upprunalegu hugmyndina af setningunni „that shit cray“ sem Kanye notar í laginu sínu.

Kardashian systurnar voru víst orðnar mjög þreyttar af lygunum og hvernig hún fór á bakvið þær, þannig þær hættu allar að vinna með henni.

Allar Kardashian systurnar hættu að fylgja henni Instagram, sem er stórmál í þeirra heimi og þannig sem eru með yfirlýsingu.

Það merkilega við þetta allt saman er að Joyce póstar enn myndum af systrunum og lætur eins og ekkert hafi í skorist.

Minniháttar rifrildi

Færum okkur yfir í aðeins minni rifrildi, en þó atvik sem hafa gert aðila innan Hollywood að óvinum systranna. Margir aðilar innan bransans í Hollywood hafa margsinnis líst yfir skoðunum sínum á systrunum þar á meðal Chelsea Handler, Pink, Wendy Williams, Ruby Rose, Ronda Rousey, Janet Dickinson, Jamilah og fleiri.

En við ætlum að skoða atvikin þar sem systurnar hafa svarað fyrir sig.

Chloé Grace Moretz

Leikkonan Chloé Grace Moretz tjáði sig um nektarmyndina sem Kim póstaði á Instagram 2016.

4317149900000578-0-image-a-48 1502230939507 43171F6D00000578-0-image-m-50 1502231019702 download

Kim svarar fyrir sig: velkominn á Twitter að vitna í það að enginn vissi hver Chloé væri.

43171E2000000578-0-image-a-51 1502231071392

En því var ekki lokið þar með. Þegar Kim x Kanye x Taylor dramað kom upp, þá tísti Chlóe vinkonu sinni Taylor til varnar, að fólk þurfi virkilega að fara hugsa um aðra hluti í staðin fyrir svona ómerkilegt drama. Með tístinu:

Screenshot 2019-09-16 at 22.02.07

Khloé Kardashian birtir síðan mynd sem átti að vera af Chloé í bikíní og spyr er þetta holan sem þú varst að tala um?

Screenshot 2019-09-16 at 22.06.15

En þetta var víst ekki Chlóe á myndinni heldur ókunnug stelpa sem var mynduð og fólk hélt því fram að væri Chloé.

Screenshot 2019-09-16 at 22.06.33

Piers Morgan

Nektarmyndin sem Kim birti fékk fleiri til þess að tjá sig en Piers Morgan þurfti líka að setja athugsasemd við myndina á Twitter. Þetta var ekki í fyrsta og eflaust ekki í síðasta skiptið sem Piers gerir lítið úr Kardashian fjölskyldunni.

Piers tísti : „I know the old man's $50 million in debt, Kim - but this is absurd. Want me to buy you some clothes?“

Þarna er hann að vitna í að Kanye var nýbúinn að tísta að hann væri í skuld.

31FBAFAD00000578-3481682-image-a-1 1457434566129

Kim svaraði fyrir sig með eftirfarandi tísti: "hey @piersmorgan never offer to buy a married woman clothes. That's on some Ashley Madison type s--t #forresearch."

Screenshot 2019-09-17 at 14.24.25

Bette Midler

Leikkonan og grínistinn Bette Midler tjáði sig einnig um myndina á Twitter. Hún tísti: ef að Kim vill að við sjáum eitthvað sem við höfum aldrei séð áður þá þarf hún að kyngja myndavélinni.

screen-shot-2016-03-08-at-10855-pm-1457460571

Og Kim svarar fyrir sig þarna líka og tístir:

picmonkey-collage-1457460491

Miðað við fjöldann allan af niðrandi athugasemdum sem systurnar fá þá er mjög sjaldgæft að þær svari fyrir sig og því vert að rifja það upp.

Þær eiga heldur betur óvini innan Hollywood bransans, en þó virðast vinirnir og aðdáendurnir fleiri.

Screen Shot 2019-09-20 at 13.40.25

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

18. október - 10:40

Herra Hnetu­smjör fór á Nickel­back tón­leika í Búdapest

Það dregur til tíðinda þegar Herra Hnetusmjör heldur stórtónleika. Hann ætlar að fylla Gamla bíó og bjóða upp á svakalegt sjónarspil. Hann kom í skemmtilegt viðtal til Jóa og Lóu í Tala saman.

18. október - 10:20

Vanda­málið: Vin­konu­drama og reitti ein­stak­ling til reiði á net­inu

Við leysum vandamál hlustenda í Tala saman, sama hversu flókin þau kunna að vera.

18. október - 00:00

Gleymdir Hollywood skandalar

Enginn er fullkominn. Öll gerum við mistök en það vekur þó athygli fleiri þegar fræga og fallega fólkið í Hollywood fer út af sporinu. Hér er listi af nokkrum eftirminnilegum klúðrum.

17. október - 15:00

101 Frétt­ir: Floni berst við leð­ur­blöku

Það helsta úr fréttum vikunnar hjá Útvarpi 101

17. október - 12:00

Lista­maður vik­unn­ar: DaBaby

Tvímælalaust einn stærsti rappari ársins 2019 kemur frá Charlotte í Bandaríkjunum og kallar sig DaBaby. Önnur plata hans, Kirk, kom út á dögunum og er DaBaby listamaður vikunnar á Útvarp 101.

17. október - 08:00

Tommi á Búll­unni: „Ég ætl­aði alltaf að verða for­sæt­is­ráð­herra“

Í nýjasta þætti GYM fer Birna María í ræktina með Tómasi Andrési Tómassyni, betur þekktur sem Tommi á Búllunni.

sjá allt