Hlusta

Pönk fyrir 65 ára og eldri á Reykja­vík Dance Festi­val

19. nóvember, 2019 - 14:00

75375682 2653845168009784 4052387478697410560 n

Lóa Björk tók viðtal Ásrúnu Magnúsdóttir, Gígju Jónsdóttur og Alexander Roberts. Ásrún og Gígja eru listamenn á hátíðinni en Alexander er einn listrænna stjórenda.

Hátíð byggð á von, ást og umhyggju

Reykjavík Dance Festival er haldin hátíðleg dagana 20.-23. nóvember. Þessa fjóra daga munu þátttakendur taka yfir borgina með dans og kóreógrafíuaf ýmsu tagi. Fjölmargir listamenn koma að hátíðinni í ár, bæði innlendir og erlendir. Hátíðin verður sett á miðvikudaginn 20. nóvember klukkan 17 í Iðnó.

Pönk fyrir 65 ára og eldri

Danshöfundurinn og myndlistakonana Gígja Jónsdóttir heldur úti sex daga löngu pönknámskeiði fyrir 65 ára og eldri þar sem þátttakendur stofna í sameiningu pönkhljómsveit. Í henni þróa þau hugsjón og siðareglur hennar, skiifa texta, semja lög og fl. Aðgangur er ókeypis.

Screenshot 2019-11-19 at 14.06.50 Myndin er fengin af Instagram aðgangi Gígju, @gigjajohns

Unglingakór fjallar um ást og kynlíf

Teenage Choir of Love and Sex er kór sem samanstendur af ungu fólki á aldrinum 15-19 ára. Þau hafa í sameiningu skapað söngvasafn sem ber heitið The Teen Songbokk of Love and Sex en lögin fjalla um þeirra eigin reynslu af rómantískum samböndum og kynlífi. Skilaboð kórsins eru skýr: „ hvort sem þú ert að upplifa einhverjar nýjar víddir í þínu eigin kynlífi, ert að verða ástfangin/n, líður vandræðalega með eitthvað eða ert fórnarlamb kynferðisofbeldis o.s.frv. - þá ertu ekki ein/n/tt!“ Höfundar verksins eru Ásrún Magnúsdóttir og Alexnder Roberts. Ásrún er einnig einn af listrænu stjórnendum verksins Fegurð í mannlegri sambúð sem er leiðsöguferð um miðbæ Reykjavíkur þar sem leiðsögumennirnir eru ungt fatlað og ófatlað fólk.

Screenshot 2019-11-19 at 14.17.59 Teenage Choir of Love and Sex. Myndin er fengin af vefsíðu Reykjavík Dance Festival.

Hlustaðu á viðtalið í heild sinni í spilaranum að ofan

Tala saman er alla virka daga milli 4 og 6 í boði Domino's og Zombielamb:Double Tap

75375682 2653845168009784 4052387478697410560 n

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

1. júlí - 12:30

Reykja­vík­ur­dæt­ur: „Vildum vanda okkur meira og skapa eitt heild­ar­verk“

Í nýjasta þætti Kraftbirtingahljóms guðdómsins fær Bergþór til sín Reykjavíkurdætur og þær roastuðu kallinn smá.

29. júní - 10:00

Samdi yfir fimmtán­hundruð verk á sínum þrjá­tíu árum

Nanna Kristjánsdóttir segir frá hinum óvenjulega Schubert í nýjasta þætti Classic

22. júní - 10:45

Donna Cruz: „Hvað ætlar hvít mann­eskja að segja mér um ras­is­ma?“

Leikkonan Donna Cruz hefur átt fullt í fangi með að svara rasistum og kenna Íslendingum að vera ekki rasistar undanfarna daga. Við tókum spjall við hana um þetta allt í Tala saman.

19. júní - 11:00

Frum­varpið sem eng­inn bað um

Frumvarp sem skerðir mannréttindi hælisleitenda. Sara Mansour og Hjördís Lára Hlíðberg fjalla um ómannúðlegar breytingar á útlendingalögunum í síðdegisþættinum Tala saman.

18. júní - 10:15

Ekki steríótýpísk MH hljóm­sveit

Hljómsveitin Inspector Spacetime gaf út lagið Hvað sem er á dögunum.

16. júní - 12:00

Dymbrá: „Þetta er það fyrsta sem við gefum út sjálf­ar“

Þær Eir Ólafsdóttir, Eyrún Úa Þorbjörnsdóttir og Nína Solveig Andersen eru hljómsvetin Dymbrá. Þær eru allar í MH og voru að gefa út sína fyrstu plötu.

sjá allt