19. nóvember - 14:00
Lóa Björk tók viðtal Ásrúnu Magnúsdóttir, Gígju Jónsdóttur og Alexander Roberts. Ásrún og Gígja eru listamenn á hátíðinni en Alexander er einn listrænna stjórenda.
Reykjavík Dance Festival er haldin hátíðleg dagana 20.-23. nóvember. Þessa fjóra daga munu þátttakendur taka yfir borgina með dans og kóreógrafíuaf ýmsu tagi. Fjölmargir listamenn koma að hátíðinni í ár, bæði innlendir og erlendir. Hátíðin verður sett á miðvikudaginn 20. nóvember klukkan 17 í Iðnó.
Danshöfundurinn og myndlistakonana Gígja Jónsdóttir heldur úti sex daga löngu pönknámskeiði fyrir 65 ára og eldri þar sem þátttakendur stofna í sameiningu pönkhljómsveit. Í henni þróa þau hugsjón og siðareglur hennar, skiifa texta, semja lög og fl. Aðgangur er ókeypis.
Myndin er fengin af Instagram aðgangi Gígju, @gigjajohns
Teenage Choir of Love and Sex er kór sem samanstendur af ungu fólki á aldrinum 15-19 ára. Þau hafa í sameiningu skapað söngvasafn sem ber heitið The Teen Songbokk of Love and Sex en lögin fjalla um þeirra eigin reynslu af rómantískum samböndum og kynlífi. Skilaboð kórsins eru skýr: „ hvort sem þú ert að upplifa einhverjar nýjar víddir í þínu eigin kynlífi, ert að verða ástfangin/n, líður vandræðalega með eitthvað eða ert fórnarlamb kynferðisofbeldis o.s.frv. - þá ertu ekki ein/n/tt!“ Höfundar verksins eru Ásrún Magnúsdóttir og Alexnder Roberts. Ásrún er einnig einn af listrænu stjórnendum verksins Fegurð í mannlegri sambúð sem er leiðsöguferð um miðbæ Reykjavíkur þar sem leiðsögumennirnir eru ungt fatlað og ófatlað fólk.
Teenage Choir of Love and Sex. Myndin er fengin af vefsíðu Reykjavík Dance Festival.
Tala saman er alla virka daga milli 4 og 6 í boði Domino's og Zombielamb:Double Tap
5. desember - 15:00
Nýr þáttur á Útvarpi 101 fjallar um drag og hinseginmenningu og er hann í umsjá drottninganna Gógó Starr og Jenny Purr.
5. desember - 10:00
Herra Hnetusmjör er ekki þekktur fyrir að sitja auðum höndum. Síðasta föstudag kom frá honum nýtt lag sem ber nafnið „Þegar Þú Blikkar“. Á laginu fær hann til sín engan annan en stórsöngvaran Björgvin Halldórsson. Lagið hefur vakið mikla athygli en það hefur verið streymt tæplega 80 þúsund sinnum á Spotify á innan við viku. Herra Hentusmjör mætti í tala saman og ræddi lagið, jólin og lífið í tala saman.
5. desember - 08:30
Júlían J.K. Jóhannsson bætti sitt eigið heimsmet þegar hann lyfti 405,5 kg þann 23. nóvember síðast liðinn. Júlían er viðmælandi Birnu í Aðeins meira en bara GYM að sinni þar sem þau fara yfir mótið, heimsmetið og margt fleira.