Hlusta

Pönk fyrir 65 ára og eldri á Reykja­vík Dance Festi­val

19. nóvember, 2019 - 14:00

75375682 2653845168009784 4052387478697410560 n

Lóa Björk tók viðtal Ásrúnu Magnúsdóttir, Gígju Jónsdóttur og Alexander Roberts. Ásrún og Gígja eru listamenn á hátíðinni en Alexander er einn listrænna stjórenda.

Hátíð byggð á von, ást og umhyggju

Reykjavík Dance Festival er haldin hátíðleg dagana 20.-23. nóvember. Þessa fjóra daga munu þátttakendur taka yfir borgina með dans og kóreógrafíuaf ýmsu tagi. Fjölmargir listamenn koma að hátíðinni í ár, bæði innlendir og erlendir. Hátíðin verður sett á miðvikudaginn 20. nóvember klukkan 17 í Iðnó.

Pönk fyrir 65 ára og eldri

Danshöfundurinn og myndlistakonana Gígja Jónsdóttir heldur úti sex daga löngu pönknámskeiði fyrir 65 ára og eldri þar sem þátttakendur stofna í sameiningu pönkhljómsveit. Í henni þróa þau hugsjón og siðareglur hennar, skiifa texta, semja lög og fl. Aðgangur er ókeypis.

Screenshot 2019-11-19 at 14.06.50 Myndin er fengin af Instagram aðgangi Gígju, @gigjajohns

Unglingakór fjallar um ást og kynlíf

Teenage Choir of Love and Sex er kór sem samanstendur af ungu fólki á aldrinum 15-19 ára. Þau hafa í sameiningu skapað söngvasafn sem ber heitið The Teen Songbokk of Love and Sex en lögin fjalla um þeirra eigin reynslu af rómantískum samböndum og kynlífi. Skilaboð kórsins eru skýr: „ hvort sem þú ert að upplifa einhverjar nýjar víddir í þínu eigin kynlífi, ert að verða ástfangin/n, líður vandræðalega með eitthvað eða ert fórnarlamb kynferðisofbeldis o.s.frv. - þá ertu ekki ein/n/tt!“ Höfundar verksins eru Ásrún Magnúsdóttir og Alexnder Roberts. Ásrún er einnig einn af listrænu stjórnendum verksins Fegurð í mannlegri sambúð sem er leiðsöguferð um miðbæ Reykjavíkur þar sem leiðsögumennirnir eru ungt fatlað og ófatlað fólk.

Screenshot 2019-11-19 at 14.17.59 Teenage Choir of Love and Sex. Myndin er fengin af vefsíðu Reykjavík Dance Festival.

Hlustaðu á viðtalið í heild sinni í spilaranum að ofan

Tala saman er alla virka daga milli 4 og 6 í boði Domino's og Zombielamb:Double Tap

75375682 2653845168009784 4052387478697410560 n

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

17. janúar - 15:30

GYM: Mar­grét Lára Við­ars­dóttir

Margrét Lára Viðarsdóttir er gestur Birnu í nýjasta þættinum af GYM.

17. janúar - 11:30

Um­deild­asta hlað­varp lands­ins snýr aftur

Bergþór og Snorri Mássynir gerðu garðinn frægan síðasta sumar með hlaðvarpi sínu Skoðanabræður. Nú hefja þeir aftur leik og að þessu sinni er hlaðvarpið með breyttu sniði þar sem annar bræðranna er staddur erlendis.

16. janúar - 16:00

„Bát­arnir sem lentu undir snjóflóð­inu gátu verið húsin okk­ar“

Völundur Hafstað er búsettur á Flateyri og segir frá upplifun sinni af snjóflóðunum sem féllu þann 14. janúar.

16. janúar - 15:00

Hversu gáfuð eru Lóa og Jói?

Jóhann og Lóa fóru í æsispennandi gátukeppni í beinni og fengu hlustendur það loksins á hreint hvor þáttarstjórandinn er gáfaðri.

16. janúar - 15:00

101 Frétt­ir: Borg nefnd í höf­uðið á Akon

Sigurbjartur fer með fréttir vikunnar að sinni þar sem hann fjallar um Akon City, eitrað andrúmsloft í konungsfjölskyldunni, gerð lagsins Aquaman og fleira.

16. janúar - 14:30

„Þú tapar þegar þú vinnur Tind­erlaug­ina“

Hlaðvarpsþátturinn Athyglisbrestur á lokastigi hefur snúið aftur í seríu 2. Salka og Lóa fjalla m.a. um uppáhaldssjónvarpsþáttinn sinn, Tinderlaugina.

sjá allt