Hlusta

Pönk fyrir 65 ára og eldri á Reykja­vík Dance Festi­val

19. nóvember - 14:00

75375682 2653845168009784 4052387478697410560 n

Lóa Björk tók viðtal Ásrúnu Magnúsdóttir, Gígju Jónsdóttur og Alexander Roberts. Ásrún og Gígja eru listamenn á hátíðinni en Alexander er einn listrænna stjórenda.

Hátíð byggð á von, ást og umhyggju

Reykjavík Dance Festival er haldin hátíðleg dagana 20.-23. nóvember. Þessa fjóra daga munu þátttakendur taka yfir borgina með dans og kóreógrafíuaf ýmsu tagi. Fjölmargir listamenn koma að hátíðinni í ár, bæði innlendir og erlendir. Hátíðin verður sett á miðvikudaginn 20. nóvember klukkan 17 í Iðnó.

Pönk fyrir 65 ára og eldri

Danshöfundurinn og myndlistakonana Gígja Jónsdóttir heldur úti sex daga löngu pönknámskeiði fyrir 65 ára og eldri þar sem þátttakendur stofna í sameiningu pönkhljómsveit. Í henni þróa þau hugsjón og siðareglur hennar, skiifa texta, semja lög og fl. Aðgangur er ókeypis.

Screenshot 2019-11-19 at 14.06.50 Myndin er fengin af Instagram aðgangi Gígju, @gigjajohns

Unglingakór fjallar um ást og kynlíf

Teenage Choir of Love and Sex er kór sem samanstendur af ungu fólki á aldrinum 15-19 ára. Þau hafa í sameiningu skapað söngvasafn sem ber heitið The Teen Songbokk of Love and Sex en lögin fjalla um þeirra eigin reynslu af rómantískum samböndum og kynlífi. Skilaboð kórsins eru skýr: „ hvort sem þú ert að upplifa einhverjar nýjar víddir í þínu eigin kynlífi, ert að verða ástfangin/n, líður vandræðalega með eitthvað eða ert fórnarlamb kynferðisofbeldis o.s.frv. - þá ertu ekki ein/n/tt!“ Höfundar verksins eru Ásrún Magnúsdóttir og Alexnder Roberts. Ásrún er einnig einn af listrænu stjórnendum verksins Fegurð í mannlegri sambúð sem er leiðsöguferð um miðbæ Reykjavíkur þar sem leiðsögumennirnir eru ungt fatlað og ófatlað fólk.

Screenshot 2019-11-19 at 14.17.59 Teenage Choir of Love and Sex. Myndin er fengin af vefsíðu Reykjavík Dance Festival.

Hlustaðu á viðtalið í heild sinni í spilaranum að ofan

Tala saman er alla virka daga milli 4 og 6 í boði Domino's og Zombielamb:Double Tap

75375682 2653845168009784 4052387478697410560 n

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

5. desember - 16:55

For­sæt­is­ráð­herra hittir drottn­ing­una og árslistar Spotify

Sigurbjartur Sturla segir fréttir vikunnar að þessu sinni.

5. desember - 15:00

Spunajóla­da­ga­tal á hverjum degi fram að jólum

Á hverjum degi fram að jólum verður spilaður einn þáttur af Jólatalatal. Það er nýr þáttur úr smiðju spunaleikarana Pálma Freys Haukssonar og Guðmunds Felixsonar.

5. desember - 15:00

Vilja láta klóna Pál Óskar

Nýr þáttur á Útvarpi 101 fjallar um drag og hinseginmenningu og er hann í umsjá drottninganna Gógó Starr og Jenny Purr.

5. desember - 10:00

Herra Hnetu­smjör kemur með jóla­pok­ann í ár

Herra Hnetusmjör er ekki þekktur fyrir að sitja auðum höndum. Síðasta föstudag kom frá honum nýtt lag sem ber nafnið „Þegar Þú Blikkar“. Á laginu fær hann til sín engan annan en stórsöngvaran Björgvin Halldórsson. Lagið hefur vakið mikla athygli en það hefur verið streymt tæplega 80 þúsund sinnum á Spotify á innan við viku. Herra Hentusmjör mætti í tala saman og ræddi lagið, jólin og lífið í tala saman.

5. desember - 10:00

Dagur ís­lenskrar tón­list­ar: Um­deildir textar lesnir upp

Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur í dag. Tónmenntakennarar eru ekki ánægðir með þau 3 lög sem vakin er sérstök áhersla á þetta árið.

5. desember - 08:30

Fann 15.000 krónur og er í dag heims­meist­ari í rétt­stöðu­lyftu

Júlían J.K. Jóhannsson bætti sitt eigið heimsmet þegar hann lyfti 405,5 kg þann 23. nóvember síðast liðinn. Júlían er viðmælandi Birnu í Aðeins meira en bara GYM að sinni þar sem þau fara yfir mótið, heimsmetið og margt fleira.

sjá allt