Hlusta

Camilla Rut: „Lík­am­inn minn er muster­i.“

10. október, 2019 - 11:43

camilla rut
Camilla Rut, betur þekkt sem CAMY var viðmælandi Dóru Júlíu í útvarpsþættinum Radio J'adora.

„Hún er mögnuð söngkona með sjarma og hjartahlýju á öðru leveli. Hún er samfélagsmiðla icon, power babe og legend í leiknum. Hún er Camilla Rut, betur þekkt sem CAMY.“ svona hefst 37. þáttur Radio J'adora með Dóru Júlíu.

Camilla Rut er samfélagsmiðlastjarna og hóf þann feril á Snapchat. Hún er móðir, söngkona og þáttastjórnandi vinsæla hlaðvarpsins Bara við.

Í þættinum ræða þær Dóra og Camilla meðal annars samfélagsmiðla, glansmyndir, framkomu, sjálfsást og markmið. Camilla segist oft spyrja sig hvert hún stefnir og hvað hún sé að gera. „Það virkar ekki fyrir mig að skrifa niður eitt markmið því þá tekur það yfir hjá mér, ég byrja að fresta og að lokum feila ég.“ segir Camilla. Hún notar öðruvísi leið að markmiðasetningu. „Ég skrifa niður hvað er ég að gera, af hverju er ég að gera það, hvert stefni ég og hvernig ætla ég að fara að því?“

„Ég veit það að ef ég missi 5 kíló þá verð ég ekkert hamingjusamari.“

Camilla talar um hvað hausinn skiptir miklu máli. „Ef ég set mér það markmið að missa fimm kíló og fer á fullt að hreyfa mig og tek mataræðið í gegn, stíg svo á vigtina og fimm kíló eru farin. Er ég bara orðin besta manneskja í heimi þá?“ og bætir við að það vanti oft í umræðuna um markmið og markmiðasetningu að njóta ferðalagsins en ekki bara fara frá markmiðið til markmiðs.

Líkaminn er musteri

Dóra og Camilla ræða mikið samfélagsmiðla og hvernig þær tækla neikvæð viðbrögð fólks. Camilla tekur dæmi um spurningu sem barst í gegnum Instagram sem hún deildi svo með fylgjendum. Spurningin snerist að því hvernig henni liði með líkamann sinn. Úr því spruttu einlægar umræður um líkamann og sjálfsvirðingu. „Ég er örugg í mínum líkama, líkaminn minn er musteri, hann er geggjaður!“ segir Camilla.

View this post on Instagram

Virgo season

A post shared by CAMY (@camillarut) on

Þátturinn er einlægur og hvetjandi enda er Dóra snillingur í að fara á dýptina með viðmælendum sínum. Allir þættirnir eru aðgengilegir á Spotify og Apple Podcast og viðmælendur úr öllum áttum.

Hlustaðu á viðtalið við Camillu Rut í eild sinni í spilaranum hér að ofan.

camilla rut

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

29. maí - 11:05

Birgir Há­kon: „Ég er lif­andi sönnun þess að það er hægt að snúa við blað­inu“

Birgir Hákon, rappari, er viðmælandi Bergþórs Mássonar að þessu sinni í Kraftbirtingarhljómi guðdómsins.

21. maí - 09:00

Tobba Marínós býr á æsku­heim­ili Skoð­ana­bræðra

Tobba Marínós, ritstjóri DV, var gestur þeirra Snorra og Begga í hlaðvarpinu sívinsæla, Skoðanabræður.

20. maí - 13:00

Stúd­entar falla á milli kerfa og kvíða sumr­inu

Isabel Alejandra Díaz er nýkjörin formaður SHÍ. Hún ræddi málefni stúdenta í síðdegisþættinum Tala saman.

19. maí - 14:00

Nýtt lag frá Brynju: Frí frá áhyggjum af því hvort heim­ur­inn væri að far­ast

Tónlistarkonan Brynja sendi frá sér lagið Light Headed á dögunum.

18. maí - 12:00

Hljóm­sveitin Celebs: Systkini sem hafa öll unnið Mús­íktilraunir

Celebs eru: Hrafnkell Hugi Vernharðsson, Katla Vigdís Vernharðsdóttir og Valgeir Skorri Vernharðsson. Þau eru systkini frá Suðureyri í Súgandafirði og hafa öll á einhverjum tímapunkti unnið Músíktilraunir. Þessi skemmtilega nýja hljómsveit gaf út sitt fyrsta lag á dögunum.

13. maí - 12:50

Dragdrottn­ingar deyja ekki ráða­lausar og streyma sýn­ingum fyrir að­dá­endur

Jenny Purr og Gógó Starr stýra hlaðvarpsþættinum Ráðlagður dragskammtur þar sem þær ræða dragsenuna og öllu því sem henni fylgir. Í nýjustu þáttunum ræða þær online dragsýningarnar á vegum Drag-Súgur.

sjá allt