Hlusta

Camilla Rut: „Lík­am­inn minn er muster­i.“

10. október - 11:43

camilla rut
Camilla Rut, betur þekkt sem CAMY var viðmælandi Dóru Júlíu í útvarpsþættinum Radio J'adora.

„Hún er mögnuð söngkona með sjarma og hjartahlýju á öðru leveli. Hún er samfélagsmiðla icon, power babe og legend í leiknum. Hún er Camilla Rut, betur þekkt sem CAMY.“ svona hefst 37. þáttur Radio J'adora með Dóru Júlíu.

Camilla Rut er samfélagsmiðlastjarna og hóf þann feril á Snapchat. Hún er móðir, söngkona og þáttastjórnandi vinsæla hlaðvarpsins Bara við.

Í þættinum ræða þær Dóra og Camilla meðal annars samfélagsmiðla, glansmyndir, framkomu, sjálfsást og markmið. Camilla segist oft spyrja sig hvert hún stefnir og hvað hún sé að gera. „Það virkar ekki fyrir mig að skrifa niður eitt markmið því þá tekur það yfir hjá mér, ég byrja að fresta og að lokum feila ég.“ segir Camilla. Hún notar öðruvísi leið að markmiðasetningu. „Ég skrifa niður hvað er ég að gera, af hverju er ég að gera það, hvert stefni ég og hvernig ætla ég að fara að því?“

„Ég veit það að ef ég missi 5 kíló þá verð ég ekkert hamingjusamari.“

Camilla talar um hvað hausinn skiptir miklu máli. „Ef ég set mér það markmið að missa fimm kíló og fer á fullt að hreyfa mig og tek mataræðið í gegn, stíg svo á vigtina og fimm kíló eru farin. Er ég bara orðin besta manneskja í heimi þá?“ og bætir við að það vanti oft í umræðuna um markmið og markmiðasetningu að njóta ferðalagsins en ekki bara fara frá markmiðið til markmiðs.

Líkaminn er musteri

Dóra og Camilla ræða mikið samfélagsmiðla og hvernig þær tækla neikvæð viðbrögð fólks. Camilla tekur dæmi um spurningu sem barst í gegnum Instagram sem hún deildi svo með fylgjendum. Spurningin snerist að því hvernig henni liði með líkamann sinn. Úr því spruttu einlægar umræður um líkamann og sjálfsvirðingu. „Ég er örugg í mínum líkama, líkaminn minn er musteri, hann er geggjaður!“ segir Camilla.

View this post on Instagram

Virgo season

A post shared by CAMY (@camillarut) on

Þátturinn er einlægur og hvetjandi enda er Dóra snillingur í að fara á dýptina með viðmælendum sínum. Allir þættirnir eru aðgengilegir á Spotify og Apple Podcast og viðmælendur úr öllum áttum.

Hlustaðu á viðtalið við Camillu Rut í eild sinni í spilaranum hér að ofan.

camilla rut

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

18. október - 10:40

Herra Hnetu­smjör fór á Nickel­back tón­leika í Búdapest

Það dregur til tíðinda þegar Herra Hnetusmjör heldur stórtónleika. Hann ætlar að fylla Gamla bíó og bjóða upp á svakalegt sjónarspil. Hann kom í skemmtilegt viðtal til Jóa og Lóu í Tala saman.

18. október - 10:20

Vanda­málið: Vin­konu­drama og reitti ein­stak­ling til reiði á net­inu

Við leysum vandamál hlustenda í Tala saman, sama hversu flókin þau kunna að vera.

18. október - 00:00

Gleymdir Hollywood skandalar

Enginn er fullkominn. Öll gerum við mistök en það vekur þó athygli fleiri þegar fræga og fallega fólkið í Hollywood fer út af sporinu. Hér er listi af nokkrum eftirminnilegum klúðrum.

17. október - 15:00

101 Frétt­ir: Floni berst við leð­ur­blöku

Það helsta úr fréttum vikunnar hjá Útvarpi 101

17. október - 12:00

Lista­maður vik­unn­ar: DaBaby

Tvímælalaust einn stærsti rappari ársins 2019 kemur frá Charlotte í Bandaríkjunum og kallar sig DaBaby. Önnur plata hans, Kirk, kom út á dögunum og er DaBaby listamaður vikunnar á Útvarp 101.

17. október - 08:00

Tommi á Búll­unni: „Ég ætl­aði alltaf að verða for­sæt­is­ráð­herra“

Í nýjasta þætti GYM fer Birna María í ræktina með Tómasi Andrési Tómassyni, betur þekktur sem Tommi á Búllunni.

sjá allt