Hlusta

Rapp­ar­inn Birgir Há­kon: Ný plata og ár af ed­rú­mennsku

17. september, 2019 - 13:00

Screen Shot 2019-09-17 at 12.59.22 PM

„Þetta er allt annað, ég mæli með,“ segir Birgir Hákon um edrúmennskuna. Hann gaf út sína fyrstu plötu á dögunum sem ber nafn listamannsins Birgir Hákon. Tónlistarmyndbandið við fyrsta lagið á plötunni, Starmýri, kom út í síðustu viku og inniheldur það myndbandsbrot úr lífi Birgis áður en edrúmennskan tók við.

„Fyrir mér er þetta bara list. Þetta er kafli úr mínu lífi og mig langaði að sýna þetta alveg óritskoðað. Ég er ekki að láta mig líta betur út, ég er ekki að reyna að láta neinn líta verr út. Svona er þetta. Ég er að koma úr þessu og ég gat hætt. Þetta var svona á hverjum degi. Og að koma úr þessu yfir í frekar venjulegt líf er bara kraftaverk,“ segir Birgir sem nefnir að viðtökurnar við myndbandinu séu mismunandi, sumir séu alls ekki sáttir en öðrum þyki það geðveikt.

Hlustaðu á viðtalið við Birgi Hákon í heild sinni í spilaranum að ofan.

Screen Shot 2019-09-17 at 12.59.22 PM

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

29. maí - 11:05

Birgir Há­kon: „Ég er lif­andi sönnun þess að það er hægt að snúa við blað­inu“

Birgir Hákon, rappari, er viðmælandi Bergþórs Mássonar að þessu sinni í Kraftbirtingarhljómi guðdómsins.

21. maí - 09:00

Tobba Marínós býr á æsku­heim­ili Skoð­ana­bræðra

Tobba Marínós, ritstjóri DV, var gestur þeirra Snorra og Begga í hlaðvarpinu sívinsæla, Skoðanabræður.

20. maí - 13:00

Stúd­entar falla á milli kerfa og kvíða sumr­inu

Isabel Alejandra Díaz er nýkjörin formaður SHÍ. Hún ræddi málefni stúdenta í síðdegisþættinum Tala saman.

19. maí - 14:00

Nýtt lag frá Brynju: Frí frá áhyggjum af því hvort heim­ur­inn væri að far­ast

Tónlistarkonan Brynja sendi frá sér lagið Light Headed á dögunum.

18. maí - 12:00

Hljóm­sveitin Celebs: Systkini sem hafa öll unnið Mús­íktilraunir

Celebs eru: Hrafnkell Hugi Vernharðsson, Katla Vigdís Vernharðsdóttir og Valgeir Skorri Vernharðsson. Þau eru systkini frá Suðureyri í Súgandafirði og hafa öll á einhverjum tímapunkti unnið Músíktilraunir. Þessi skemmtilega nýja hljómsveit gaf út sitt fyrsta lag á dögunum.

13. maí - 12:50

Dragdrottn­ingar deyja ekki ráða­lausar og streyma sýn­ingum fyrir að­dá­endur

Jenny Purr og Gógó Starr stýra hlaðvarpsþættinum Ráðlagður dragskammtur þar sem þær ræða dragsenuna og öllu því sem henni fylgir. Í nýjustu þáttunum ræða þær online dragsýningarnar á vegum Drag-Súgur.

sjá allt