Hlusta

Saga kvenna sem sköp­uðu sér rými til að móta líf sitt og sam­fé­lag

1. desember, 2020 - 15:30

konursemkjosa

Ragnheiður Kristjánsdóttir, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, ræddi við þau Gunnar og Lóu í útvarpsþættinum Hverfið um bókina Konur sem kjósa.

konur 199000

Íslenskir kvenkjósendur í eina öld

Bókin Konur sem kjósa er gefin út af Sögufélaginu. Höfundar bókarinnar eru þær Erla Hulda Halldórsdóttir, Kristín Svava Tómasdóttir, Ragnheiður Kristjánsdóttir og Þorgerður H. Þorvaldsdóttir. Bókin var skrifuð í tilefni þess að liðin er öld síðan íslenskar konur hlutu kosningarétt. Verkið beinir sjónum að lífi hins venjulega íslenska kvenkjósenda, hvernig konur voru að eflast í því að móta sitt eigið líf og samfélagið allt. Í bókinni fá konur úr öllum stéttum sviðsljósið, ekki aðeins þær sem náðu inn á þing.

konur1900 Konur sem kjósa er prýdd fjölmörgum myndum af íslenskum konum.

Sagan skrifuð og kennd út frá einstökum körlum

Fallegar ljósmyndir af íslenskum konum prýða bókina, sem vakti athygli þáttastjórnenda sem ekki eru vön að sjá slíkt samansafn af gamalla ljósmynda af konum. Ragnheiður segir ljósmyndirnar góða og aðgengilega leið til að varpa ljósi á fortíðina.

„Sagan hefur verið skrifuð og kennd út frá einstökum körlum sem settu mark sitt á þróun stjórnmálasögunnar og þar af leiðandi er hún kannski ekki jafn aðgengileg fyrir alla hópa. Þarna er hugmyndin sú að draga fram eitthvað fólk sem þú kannski tengir betur við, að það sé saga annars konar fólks en hefur verið hefð fyrir að segja. Við vildum að fólk sem er ekki endilega alltaf að lesa sögu, að það gæti nýtt sér þessa bók til að fá tilfinningu fyrir fortíðinni og það er mjög auðvelt að gera það með ljósmyndum,“ segir Ragnheiður.

Bókin Konur sem kjósa er fáanleg á vef Sögufélagsins.

konursemkjosa

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

10. október - 11:00

Vel­komin til 101 Producti­ons

101 Productions er framleiðslufyrirtæki sem einnig rekur útvarpsstöðina Útvarp 101. Ert þú með hugmynd? Sendu okkur línu á idea@101.live.

27. janúar - 10:30

Kapí­tal­ism­inn í sögu­legu sam­hengi

Í nýjasta þætti Heimsenda ræðir Stefán Þór við hagfræðinginn Ólaf Kjaran Árnason um kapítalisma.

24. janúar - 13:00

Heimsend­ir: Síteng­ing

Eruð þér límd við skjáinn? Er símtækið besti vinur þinn? Í nýjasta þætti Heimsenda er rætt um sítengingu og skilgreiningu hennar.

24. janúar - 12:30

Þetta full­orðna fólk er svo skrýtið

Í hlaðvarpinu „Þetta fullorðna fólk er svo skrýtið“ velta Annalísa Hermannsdóttir og Björk Guðmundsdóttir fyrir sér hegðun og hugarstarfi fullorðins fólks á heimspekilegan, sálfræðilegan en þó óvísindalegan hátt.

19. janúar - 14:40

Ein­hleyp, einmana og eirð­ar­laus: Live date

Þáttastjórnendur Einhleyp, einmana og eirðarlaus eru mætt aftur í stúdíóið að jólafríi loknu.

17. janúar - 14:30

„Hopp­andi á rúm­inu og syngj­andi í hár­burst­ann“

„Þetta er bara hreint og beint svefnherbergisdjamm, hoppandi á rúminu og syngjandi í hárburstann“ segir tónlistarkonan Salóme Katrín um lagið „The Other Side“ sem hún sendi frá sér í vikunni.

sjá allt