Hlusta

Saga kvenna sem sköp­uðu sér rými til að móta líf sitt og sam­fé­lag

1. desember, 2020 - 15:30

konursemkjosa

Ragnheiður Kristjánsdóttir, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, ræddi við þau Gunnar og Lóu í útvarpsþættinum Hverfið um bókina Konur sem kjósa.

konur 199000

Íslenskir kvenkjósendur í eina öld

Bókin Konur sem kjósa er gefin út af Sögufélaginu. Höfundar bókarinnar eru þær Erla Hulda Halldórsdóttir, Kristín Svava Tómasdóttir, Ragnheiður Kristjánsdóttir og Þorgerður H. Þorvaldsdóttir. Bókin var skrifuð í tilefni þess að liðin er öld síðan íslenskar konur hlutu kosningarétt. Verkið beinir sjónum að lífi hins venjulega íslenska kvenkjósenda, hvernig konur voru að eflast í því að móta sitt eigið líf og samfélagið allt. Í bókinni fá konur úr öllum stéttum sviðsljósið, ekki aðeins þær sem náðu inn á þing.

konur1900 Konur sem kjósa er prýdd fjölmörgum myndum af íslenskum konum.

Sagan skrifuð og kennd út frá einstökum körlum

Fallegar ljósmyndir af íslenskum konum prýða bókina, sem vakti athygli þáttastjórnenda sem ekki eru vön að sjá slíkt samansafn af gamalla ljósmynda af konum. Ragnheiður segir ljósmyndirnar góða og aðgengilega leið til að varpa ljósi á fortíðina.

„Sagan hefur verið skrifuð og kennd út frá einstökum körlum sem settu mark sitt á þróun stjórnmálasögunnar og þar af leiðandi er hún kannski ekki jafn aðgengileg fyrir alla hópa. Þarna er hugmyndin sú að draga fram eitthvað fólk sem þú kannski tengir betur við, að það sé saga annars konar fólks en hefur verið hefð fyrir að segja. Við vildum að fólk sem er ekki endilega alltaf að lesa sögu, að það gæti nýtt sér þessa bók til að fá tilfinningu fyrir fortíðinni og það er mjög auðvelt að gera það með ljósmyndum,“ segir Ragnheiður.

Bókin Konur sem kjósa er fáanleg á vef Sögufélagsins.

konursemkjosa

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

22. október - 15:00

Vaxta­verk­ir: Evergrande

Í nýjasta þætti Vaxtaverkja fara þáttastjórnendur yfir fasteignaþróunarfélagið Evergrande sem hefur verið í brennideplinum síðustu misseri.

21. október - 16:00

00:01 sessi­ons: Haltu í mig

Þessi lifandi flutningur af laginu Haltu í mig með Önnulísu er fyrsta live session af fjórum sem koma út vikulega í október og nóvember hér hjá Útvarpi 101.

20. október - 13:30

Enn þá ein­hleyp, einmana og eirð­ar­laus

Pálmi og Steiney snúa eftur með hina sí vinsælu þættir Einhleyp, einmana og eirðarlaus. Þriðja sería byrjar af krafti!

18. október - 14:00

Já OK: Ölæð­istil­kynn­ing­arnar

Hér í den tíðkaðist að birta tilkynningar í dagblöðum til að biðjast afsökunar á ölæði, í nýjasta þætti Já OK fara þáttastjórnendur yfir þessa merkilegu bókmenntahefð.

17. september - 14:00

„Ég er bara að ljúga er það ekki?“

Annalísa Hermannsdóttir sendi frá sér myndband og lag á miðnætti sem ber titillinn „Ég er bara að ljúga er það ekki?“

16. september - 11:10

Gameweek #5: Lé­lega hluta­bréfa­podcastið með Há­koni

Leikarinn og Fantasy þjálfarinn Hákon Jóhannesson heimsækir strákana í Lélega Fantasy podcastinu þessa vikuna.

sjá allt