Hlusta

Saga kvenna sem sköp­uðu sér rými til að móta líf sitt og sam­fé­lag

1. desember, 2020 - 15:30

konursemkjosa

Ragnheiður Kristjánsdóttir, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, ræddi við þau Gunnar og Lóu í útvarpsþættinum Hverfið um bókina Konur sem kjósa.

konur 199000

Íslenskir kvenkjósendur í eina öld

Bókin Konur sem kjósa er gefin út af Sögufélaginu. Höfundar bókarinnar eru þær Erla Hulda Halldórsdóttir, Kristín Svava Tómasdóttir, Ragnheiður Kristjánsdóttir og Þorgerður H. Þorvaldsdóttir. Bókin var skrifuð í tilefni þess að liðin er öld síðan íslenskar konur hlutu kosningarétt. Verkið beinir sjónum að lífi hins venjulega íslenska kvenkjósenda, hvernig konur voru að eflast í því að móta sitt eigið líf og samfélagið allt. Í bókinni fá konur úr öllum stéttum sviðsljósið, ekki aðeins þær sem náðu inn á þing.

konur1900 Konur sem kjósa er prýdd fjölmörgum myndum af íslenskum konum.

Sagan skrifuð og kennd út frá einstökum körlum

Fallegar ljósmyndir af íslenskum konum prýða bókina, sem vakti athygli þáttastjórnenda sem ekki eru vön að sjá slíkt samansafn af gamalla ljósmynda af konum. Ragnheiður segir ljósmyndirnar góða og aðgengilega leið til að varpa ljósi á fortíðina.

„Sagan hefur verið skrifuð og kennd út frá einstökum körlum sem settu mark sitt á þróun stjórnmálasögunnar og þar af leiðandi er hún kannski ekki jafn aðgengileg fyrir alla hópa. Þarna er hugmyndin sú að draga fram eitthvað fólk sem þú kannski tengir betur við, að það sé saga annars konar fólks en hefur verið hefð fyrir að segja. Við vildum að fólk sem er ekki endilega alltaf að lesa sögu, að það gæti nýtt sér þessa bók til að fá tilfinningu fyrir fortíðinni og það er mjög auðvelt að gera það með ljósmyndum,“ segir Ragnheiður.

Bókin Konur sem kjósa er fáanleg á vef Sögufélagsins.

konursemkjosa

Deila á samfélagsmiðlum

facebook Facebookfacebook Twitter

13. janúar - 21:30

Birnir - Spurn­ingar feat. Páll Óskar

101 Sambandið kynnir frumsýningu á nýju lagi og myndbandi með Birni og Páli Óskari.

13. janúar - 17:05

Æði snýr aftur á skjá­inn

Patrekur Jaime og félagar snúa aftur í Æði 2.

1. desember, 2020 - 15:30

Saga kvenna sem sköp­uðu sér rými til að móta líf sitt og sam­fé­lag

Ragnheiður Kristjánsdóttir, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, ræddi við þau Gunnar og Lóu í útvarpsþættinum Hverfið um bókina Konur sem kjósa. Bókin er skrifuð í tilefni þess að öld er liðin frá því að íslenskar konur hlutu kosningarétt.

1. desember, 2020 - 14:00

Salóme Katrín sendir frá sér sína fyrstu plötu

Salóme Katrín ræddi við þau Gunnar og Lóu í útvarpsþættinum Hverfið síðastliðinn fimmtudag. Þau ræddu plötuna hennar Water og hvernig tilfinning það er að gefa út sína fyrstu plötu.

30. nóvember, 2020 - 13:00

Nýtt lag frá JóaPé, Muna og Ísi­dór

Þeir Muni, Ísidór og JóiPé voru gestir í þættinum Hverfið. Þeir sögðu frá nýju tónlistarverkefni og frumfluttu lagið Hata mig.

27. nóvember, 2020 - 17:00

Ný plata Magnúsar Jó­hanns og K.óla semur fyrir Sinfó

Magnús Jóhann Ragnarsson gaf út plötuna Without Listening þann 13. nóvember síðastliðinn. K.óla semur tónverk fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands. Dóri DNA ræðir opnun Mikka Refs á Hverfisgötunni og Ari Jakobsson (ferrAri), ungur rappari, frumflutti lag af sinni fyrstu plötu, Örvænting sem kom út þann 20. nóvember.

sjá allt